Þjóðleikhúsið í blóðugum niðurskurði Jakob Bjarnar skrifar 11. nóvember 2013 16:24 Ari Matthíasson. Ef ríkisbáknið er að belgjast út er það einhvers staðar annars staðar en hér. „Heldurðu ekki að ég yrði maðurinn sem verður yfir þessu öllu saman? Sparkað upp? Nei, ég þakka mínu sæla fyrir að þetta er númer 38. Þetta hlýtur að vera tekið í réttri röð. Þeir hljóta að vera orðnir nokkuð móðir þá. Ætli þeim endist þrek til að rífast við mig þegar þeir eru komnir þangað?“ spyr Ari Matthíasson framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins, á léttum nótum þó umræðuefnið sé grallaralaust. Í tillögum niðurskurðarhóps ríkisstjórnarinnar er að finna lið númer 38 þar sem segir: „Kannaðir verði möguleikar þess að sameina yfirstjórnir Þjóðleikhússins, Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Íslenska dansflokksins og Íslensku óperunnar.“ Ari er spurður hvernig honum lítist á blikuna? „Ef ég spái bara í hvernig þetta er orðað, þarna er nokkuð opið talað, „kannaðir möguleikar“. Að sjálfsögðu er á hverjum tíma kannaðir möguleikar á því að hagræða í ríkisrekstri. En slík könnun felur ekki endilega í sér að komist verði að þeirri niðurstöðu að rétt sé að sameina ríkisstofnanir eða færa þær til.“ Ari segir að það sem lesa megi út úr þessum heildarpakka sé að hverjum steini sé nú velt í leit að hagræðingarmöguleikum. „Þá geta komið fram góðar hugmyndir og slæmar. Maður vonar að þeir sem um þetta sýsla beri gæfu til að átta sig á hvenær hugmyndin er slæm og ekki beri að eltast við hana.“ Framkvæmdastjóri bendir á að nú þegar hafi Þjóðleikhúsið gengið í gegnum blóðugan niðurskurð, allt frá hruni, eða 35 prósent á föstu verðlagi. Tugum manna hafi verið sagt upp og árið 2011 var skorið niður 10 prósent gagnvart Þjóðleikhúsinu. „Þetta er raunveruleikinn. Ef ríkisbáknið er að belgjast út er það einhvers staðar annars staðar en hér. Í þessu andrúmi hefur okkur tekist að auka tekjur. 100 þúsund gestir árlega kjósa með veskinu.“ Ari segir að samúð hans sé með þeim sem hann hefur þurft að horfast í augu við og afhenda uppsagnarbréf á undanförnum árum. Það eru harkaleg inngrip í líf hvers manns. „Ef menn eru að tala um hagræðingu, þá þýðir það uppsagnir og af hverju segja menn það ekki hreint út? Ég hef ekkert sérstaklega mikla samúð með þeim sem er að kveinka sér yfir einhverjum exelskjölum." Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstrur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
„Heldurðu ekki að ég yrði maðurinn sem verður yfir þessu öllu saman? Sparkað upp? Nei, ég þakka mínu sæla fyrir að þetta er númer 38. Þetta hlýtur að vera tekið í réttri röð. Þeir hljóta að vera orðnir nokkuð móðir þá. Ætli þeim endist þrek til að rífast við mig þegar þeir eru komnir þangað?“ spyr Ari Matthíasson framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins, á léttum nótum þó umræðuefnið sé grallaralaust. Í tillögum niðurskurðarhóps ríkisstjórnarinnar er að finna lið númer 38 þar sem segir: „Kannaðir verði möguleikar þess að sameina yfirstjórnir Þjóðleikhússins, Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Íslenska dansflokksins og Íslensku óperunnar.“ Ari er spurður hvernig honum lítist á blikuna? „Ef ég spái bara í hvernig þetta er orðað, þarna er nokkuð opið talað, „kannaðir möguleikar“. Að sjálfsögðu er á hverjum tíma kannaðir möguleikar á því að hagræða í ríkisrekstri. En slík könnun felur ekki endilega í sér að komist verði að þeirri niðurstöðu að rétt sé að sameina ríkisstofnanir eða færa þær til.“ Ari segir að það sem lesa megi út úr þessum heildarpakka sé að hverjum steini sé nú velt í leit að hagræðingarmöguleikum. „Þá geta komið fram góðar hugmyndir og slæmar. Maður vonar að þeir sem um þetta sýsla beri gæfu til að átta sig á hvenær hugmyndin er slæm og ekki beri að eltast við hana.“ Framkvæmdastjóri bendir á að nú þegar hafi Þjóðleikhúsið gengið í gegnum blóðugan niðurskurð, allt frá hruni, eða 35 prósent á föstu verðlagi. Tugum manna hafi verið sagt upp og árið 2011 var skorið niður 10 prósent gagnvart Þjóðleikhúsinu. „Þetta er raunveruleikinn. Ef ríkisbáknið er að belgjast út er það einhvers staðar annars staðar en hér. Í þessu andrúmi hefur okkur tekist að auka tekjur. 100 þúsund gestir árlega kjósa með veskinu.“ Ari segir að samúð hans sé með þeim sem hann hefur þurft að horfast í augu við og afhenda uppsagnarbréf á undanförnum árum. Það eru harkaleg inngrip í líf hvers manns. „Ef menn eru að tala um hagræðingu, þá þýðir það uppsagnir og af hverju segja menn það ekki hreint út? Ég hef ekkert sérstaklega mikla samúð með þeim sem er að kveinka sér yfir einhverjum exelskjölum."
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstrur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira