Fleiri fréttir

App með íslenskum nöfnum slær í gegn

Nýtt app fyrir íslensk mannanöfn kom í App Store í lok maí. Höfundar appsins segja að hugmyndin með appinu sé að aðstoða nýbakaða foreldra við að finna nöfn á afkomendur sína. Yfir 2.000 manns hafa sótt sér appið.

Hundruð milljóna þarf til að bæta tap

Vegna minni afkastagetu þarf Orkuveita Reykjavíkur að kaupa orku frá Landsvirkjun. Fyrsta árið kostar það 163 milljónir. Stjórnarformaður segir að staðið verði við gerða samninga við Norðurál og hagsmunir almennings varðir.

Biðja fyrir heilsu Mandela

Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, dvelur illa haldinn á sjúkrahúsi í Pretoríu, höfuðborg landsins.

Furðu lostin á orðum sjávarútvegsráðherra

Samtök ferðaþjónustunnar hvetja sjávarútvegsráðherra eindregið að afturkalla ekki ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar, forvera síns um stækkun hvalaskoðunarsvæðis í Faxaflóa.

Greiða engan virðisaukaskatt

Arðbær fyrirtæki í ferðaþjónustu, eins og hvalaskoðunarfyrirtæki, greiða engan virðisaukaskatt því þau skilgreina sig sem fyrirtæki í fólksflutningum. Dæmin eru fleiri en skilin milli skattskyldu og undanþágu frá virðisaukaskatti eru oft óljós.

Björk krefst frávísunar ákæru um umboðssvik

Björk Þórarinsdóttir, einn sakborninga í stóru máli á hendur fyrrum stjórnendum Kaupþings, var á einum tímapunkti yfirheyrð sem vitni hjá sérstökum saksóknara en síðar ákærð fyrir umboðssvik. Hún krefst frávísunar ákæru á hendur sér en fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Apple gleður iPhone-eigendur - "eins og nýr sími"

Það er óhætt að segja að eigendur iPhone geti brosað í dag því Apple kynnti í dag glænýtt stýrikerfi fyrir símann. Það er óhætt að segja að hönnunarteymi Apple hafi tekið stýrikerfið rækilega í gegn.

"Verið hress - ekkert stress - bless"

"Ég borða lambakjöt, ég á margar lopapeysur, ég er BA í íslensku, ég hef lesið allar Íslendingasögurnar og ég elska mitt land,“ sagði Guðmundur Steingrímsson á Alþingi í kvöld.

Talaði bara um það sem ríkisstjórnin ætlaði ekki að gera

"Við eigum að þora að þróa nýja stjórnarhætti sem styðja við lýðræðislega ábyrgð og gera okkur kleift að takast á um ólíkar skoðanir á friðsamlegan hátt," sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í kvöld.

Tíu liða áætlun um leiðréttingu skulda heimila

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill að Alþingi feli ríkisstjórninni að framkvæma aðgerðaáætlun til að leiðrétta skuldir heimila. Þetta sagði Sigmundur í fyrstu stefnuræðu sinni sem forsætisráðherra.

Frekari áhersla á vatnsaflsvirkjanir

Iðnaðarráðherra segir reynsluna af Hellisheiðarvirkjun sýna að leggja þurfi frekari áherslu á vatnsaflsvirkjanir og endurskoðun rammaáætlunar. Forstjóri Orkuveitunnar segir hægt að bæta upp orkuskortinn með því að leiða lögn úr Hverahlíð en ekkert yrði þá úr fyrirhugaðri virkjun þar. Borgarfulltrúi og stjórnarmaður Orkuveitunnar segir frekari ágang á náttúruna enga lausn.

Áfram í gæsluvarðhaldi

Tveir karlar, 19 og 20 ára, voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 8. júlí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en það var gert á grundvelli almannahagsmuna.

Miklar skemmdir á vegum eftir veturinn

Víða um landið eru miklar skemmdir á malbiki og slitlagi vega eftir snjómikinn og kaldan vetur. Holur og misfellur með skörpum brúnum leynast víða og geta reynst varhugaverðar. Slíkt getur valdið alvarlegum skemmdum á bílum og mikilli slysahættu sé ekið hratt.

136 banaslys í ferðamennsku á áratug

Alls létust 136 Íslendingar og útlendingar á ferðum sínum um landið á síðasta árunum frá 2000 til 2010. Gera þarf meiri öryggiskröfur, segir verkefnisstjóri hjá Landsbjörgu. Margt hægt að gera til að draga úr líkum á slysum en fáir horfa á þá þætti.

Íslensk hross fljúga til Filippseyja

Þrjú íslensk hross lögðu af stað til Filippseyja með flugi nótt. Svínabóndinn Chito Aniban frá lét gamlan draum um að eignast íslenskt hross rætast og festi kaup á stóðhesti, hryssu og veturgömlu trippi.

Ofurhugi í háska: "Það vissi enginn hvort hún væri lífs eða liðin"

"Hún stökk fram af hótelinu en hefur sennilega ekki stokkið nógu langt og lenti þess vegna utan í byggingunni," segir Sóldís Elfa Loftsdóttir sem varð vitni að því þegar fallhlífarstökkvari lenti í miklum háska þegar hann stökk fram af Hótel Bali á Benidorm á föstudaginn var.

Fulltrúar VG hafa áhyggjur af Hellisheiðarvirkjun

Fulltrúar VG í umhverfis- og samgöngunefnd annars vegar og atvinnuveganefnd hinsvegar hafa óskað eftir sameiginlegum fundi nefndanna vegna frétta Fréttablaðsins af vandræðum Hellisheiðavirkjunar.

Brockovich handtekin

Umhverfisverndarsinninn Erin Brockovich var handtekin um helgina grunuð um að vilja sigla mótorbát undir áhrifum. þetta var á Mead-vatni í námunda við Las Vegas.

Hverfi Shía sprengd í loft upp

Að minnsta kosti tólf eru látnir eftir röð sprenginga á markaði í bænum Judaida al-Shat norður af Írösku höfuðborginni Bagdad í morgun.

Fólk flýr flóðin í Evrópu

Enn flæða ár yfir bakka sína í Evrópu og um tuttugu og þrjú þúsund íbúar í þýsku borginni Magdeburg þurftu að yfirgefa heimili sín eftir að stífla brast í ánni Elbu.

Talibanar berjast í Kabúl

Afganskar öryggissveitir hafa í morgun barist við þungvopnaða hermenn Talibana sem tóku yfir byggingu nálægt flugvellinum í höfuðborginni Kabúl.

Hellisheiðarvirkjun langt undir væntingum og getu

Vinnslusvæði Hellisheiðarvirkjunar stendur ekki undir fullum rekstri hennar. Orkuveitan vill leiða gufu frá Hverahlíð til að tryggja full afköst og tekjur. Uppbygging var of hröð. 30 megavött hafa tapast frá áramótum.

Árangursrík meðferð við MS-sjúkdómnum

Vísindamenn við Northwestern-háskólann í Chicago hafa lokið fyrri hluta tilrauna á nýrri meðferð við MS-sjúkdómnum sem getur dregið úr einkennum sjúkdómsins um allt að 75%.

Kínversk borg byggð í Hvíta-Rússlandi

Stjórnvöld í Kína og Hvíta-Rússlandi hafa náð samkomulagi um uppbyggingu 150 þúsund manna borgar sem er hugsuð sem stökkpallur inn í Evrópu fyrir kínversk fyrirtæki. Þannig vilja stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi koma hagkerfi sínu af stað á ný.

Brýnt að rannsaka skipulagsmálin

Guðrún Jónsdóttir arkitekt er 78 ára gömul og á að baki glæstan feril. Hún er ein þeirra sem áttu hvað mestan þátt í að skipuleggja Seljahverfið í Breiðholti og notaði til þess margar nýstárlegar aðferðir. Hún segir sárvanta rannsóknir á sviðum skipulagsm

Breiðholtið mun breytast á næstu tíu árum og fasteignaverð hækka

"Ég hef spáð því í nokkurn tíma að Breiðholtið muni breytast mikið á næstu tíu árum. Ég hugsa að hingað muni flytjast fólk sem blöskrar íbúðaverð vestar og langar að gera eitthvað sniðugt,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og Breiðhyltingur.

Sjá næstu 50 fréttir