Innlent

Sérsveitin gekk fram á nýfallið snjóflóð við æfingar

Þegar sérsveit ríkislögreglustjóra fór til snjóflóðaleitaræfingar í Bláfjöllum í gær, kom í ljós nýfallið snjóflóð.

Það var um 300 metra breitt og hafði fallið úr fjallshlíðinni norðan við veginn að húsnæði skíðaldeildar Fram. Það er því enn snjóflóðahætta sumstaðar á landinu.

Á heimasíðu Veðurstofunnar segir að á Norðurlandi sjáist veik snjóalög neðarlega í snjóþekjunni, sem geta verið mjög varsöm, því ef flóð fari af stað á þeim, megi búast við stórum flóðum. Þar sem snjóa muni ofan á hjarnið næstu daga, megi búast við að snjóflóð geti fallið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.