Innlent

Sérsveitin gekk fram á nýfallið snjóflóð við æfingar

Þegar sérsveit ríkislögreglustjóra fór til snjóflóðaleitaræfingar í Bláfjöllum í gær, kom í ljós nýfallið snjóflóð.

Það var um 300 metra breitt og hafði fallið úr fjallshlíðinni norðan við veginn að húsnæði skíðaldeildar Fram. Það er því enn snjóflóðahætta sumstaðar á landinu.

Á heimasíðu Veðurstofunnar segir að á Norðurlandi sjáist veik snjóalög neðarlega í snjóþekjunni, sem geta verið mjög varsöm, því ef flóð fari af stað á þeim, megi búast við stórum flóðum. Þar sem snjóa muni ofan á hjarnið næstu daga, megi búast við að snjóflóð geti fallið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.