Fleiri fréttir Finnst aðeins á tveimur bæjum Sýnatökur vegna smitandi barkabólgu benda til að sjúkdómurinn sé bundinn við tvö bú á Austurlandi. 2.11.2012 08:00 Vonbrigði fyrir aðdáendur Legoleikfanga Búist er við því að margir aðdáendur legokubba muni verða fyrir vonbrigðum um jólin. Sala á leikföngum frá lego eykst svo hratt að fyrirtækið annar ekki eftirspurn. Frá þessu segir á vef danska blaðsins Börsen í dag. Fyrirtækið hefur að undanförnu þróað mikið af nýjum vörum sem hafa rækilega slegið í gegn meðal barna. Mads Nipper, framkvæmdastjóri hjá Lego, segir að þær vörur sem hafi komið nýjar á markaðinn í ár séu svo vinsælar að þær nemi um helmingi sölunnar. 2.11.2012 07:08 Borgarstjórinn í New York styður Obama Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, lýsti í gær yfir stuðningi við Barack Obama, forseta Bandaríkjanna í forsetakosningunum sem haldnar verða í næstu viku. 2.11.2012 07:03 Vond færð í aftakaveðri Töluvert snjóaði allt frá Vestfjörðum og til Austurlands í nótt og var mikill skafrenningur og kóf í bálhvössum vindinum. Hann mældist yfir 60 metrar á sekúndu í hviðu í Hamarsfirði við Djúpavog í gærkvöldi og víða mældist hann yfir 50 í hviðum. 2.11.2012 06:57 Sex manns teknir úr umferð vegna drykkjuláta Einhver norðangarri virðist hafa hlaupið í nátthrafna næturlífsins í borginni í nótt, því lögreglan þurfti að taka sex manns úr umferð vegna drykkjuláta og sofa þeir nú úr sér í fangageymslum. Þrír ökumenn voru líka teknir úr umferð vegna ölvunarakstus og þrír vegna fíkniefnaaksturs, auk þess sem tveir dyraverðir ölknæpa voru leystir frá störfum þar sem þeir höfðu ekki tilskilin réttindi til starfans.- 2.11.2012 06:30 Stálu úlpum fyrir fleiri hunduð þúsundir Þjófar brutust inn á lager Cintamani við Austurhraun í Garðabæ í nótt og stálu þaðan 25 til 30 nýjum vetrarúlpum. Andvirði þýfisins er að líkindum öðru hvoru megin við milljónina og telur lögregla að tveir til þrír þjófar hafi verið að verki og komust þeir undan. Miðað við veðrið í nótt flokkast þetta ótvírætt undir svonefndan nytjastuld.- 2.11.2012 06:24 Strætófarþegar eiga að spenna beltin Farþegum Strætó eiga að spenna beltin þegar ekið er utan þéttbýlis. 1.11.2012 23:48 Umhverfisstofnun gerir erfitt að flokka ekki Starfsmenn Umhverfisstofnunar flokka nánast allan úrgang sem fellur til hjá þeim. 1.11.2012 22:42 Segir frábær bókajól í vændum Bóksali fullyrðir að bókabúðir séu staðir bjartsýninnar á Íslandi. 1.11.2012 22:30 Leystu aldagamla ráðgátu Tröllauknir steinar Angkor Wat hafa lengi valdið mönnum heilabrotum. 1.11.2012 21:44 Troðfullt í Kringlunni Kringlan auglýsti sérstaka miðnæturopnun í kvöld af þeim sökum að óðum styttist í jólin. Fjöldi fólks rauk til og augljóst að kominn er verslunarhugur í borgarbúa. 1.11.2012 21:22 Enn verið að gera upp Suðurlandsskjálftann Íbúar á Suðurlandi hafa fengið 10,6 milljarða króna í bætur. 1.11.2012 20:56 Jóhann Berg skoraði tvö í bikarleik Jóhann Berg Guðmundsson var á skotskónum með liði sínu, AZ Alkmaar, sem vann 4-1 sigur á D-deildarliðinu Boso Sneek í hollensku bikarkeppninni. 1.11.2012 20:51 Rukkanir bárust enn eftir andlátið Sjúklingur lenti í vítahring smálána. 1.11.2012 20:39 Afleitar aðstæður á vegum Ferðaveður á landinu er afleitt, hálendið ófært eins og það leggur sig og umferðartafir víða. 1.11.2012 20:02 Vilja leyfa áfengisauglýsingar Félag atvinnurekenda vill að áfengisauglýsingar séu að meginreglu heimilar en þó með ströngum takmörkunum. 1.11.2012 19:28 Herinn mættur á Manhattan Herinn tók sér bólstað í þeim hluta Manhattan sem er enn án rafmagns. 1.11.2012 19:26 Leitin skapar fjölda starfa þótt engin olía finnist Olíuleit við Ísland mun skila verulegum fjölda starfa, jafnvel þótt engin olía finnist. Endurgreiðslur norska ríkisins vegna olíuleitar gætu hins vegar freistað olíufélaga til að bora fremur Noregsmegin á Jan Mayen-svæðinu. Þetta kom fram á ráðstefnu í Reykjavík í dag. Ert þú klár í olíufund? 1.11.2012 19:15 Alvarlegir fjárhagserfiðleikar hjá Eir Hjúkrunarheimilið Eir er í miklum rekstrarvanda. Stjórn þess hefur fengið utanaðkomandi sérfræðinga til þess að fara yfir reksturinn og leggja fram tillögur til að koma í veg fyrir að félagið fari í þrot. 1.11.2012 18:31 Forsetahjónin selja Neyðarkallinn Forsetahjónin ýttu söluátaki Landsbjargar úr vör í Smáralindinni nú síðdegis. 1.11.2012 17:47 Hringdi í íslensku Neyðarlínuna frá Serbíu "Það munaði öllu að geta fengið ráð á móðurmálinu um hvað ég ætti að gera,“ segir Gerður Hlín Eggertsdóttir. Eins árs sonur hennar, Júlían Gauti, hætti skyndilega að anda og blánaði upp þar sem hann sat við morgunverðarborð fjölskyldunnar í Serbíu. Fjölskyldan hafði aðeins verið búsett ytra í tvo mánuði þegar atvikið átti sér stað og Gerður Hlín hringdi samstundis í hina íslensku Neyðarlínu, 112, í gegnum íslenskan tölvusíma til að fá leiðbeiningar. 1.11.2012 17:36 Sigmundur flytur norður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ætlar að flytja lögheimili sitt í Norðausturkjördæmi. 1.11.2012 17:29 Nauðgari nýtti sér ölvunarástand fórnarlambs Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands Eystra yfir Jóhanni Inga Gunnarssyni, 27 ára, sem sakfelldur var fyrir að hafa nauðgað konu í júní á síðasta ári. 1.11.2012 16:59 Kókainkona í fimmtán mánaða fangelsi Hæstiréttur staðfesti í dag fangelsisdóm yfir konu um þrítugt sem dæmd var fyrir að skipuleggja og fjármagna smygl á tæplega 500 grömmum af kókaíni til landsins. Tvö burðardýr, sem hún útvegaði til verksins, voru dæmd í tíu og átta mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. 1.11.2012 16:54 Íslenska ríkið sýknað Foreldrar, ósjálfráða drengs, fóru í mál við ríkið vegna líkamstjóns sem þau töldu að sonur þeirra hefði orðið fyrir við fæðingu sína í mars árið 1999. 1.11.2012 16:47 Sandy kostaði 76 lífið í Bandaríkjunum Enn hækkar tala látinna á austurströnd Bandaríkjanna. Nú er talið að 76 hið minnsta hafi farist þegar stormurinn Sandy gekk á land fyrr í þessari viku, þar af 37 í New York borg. 1.11.2012 16:26 Björgunarsveitir standa í ströngu - bíll fastur á Steingrímsfjarðarheiði Allnokkur útköll hafa verið björgunarsveitum um land allt síðasta sólarhringinn tengd óveðri því sem gengur yfir landið samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg. 1.11.2012 16:03 Sigurður segir saksóknara hafa kippt fótum undan sér Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, segir að sú ákvörðun sérstaks sakóknara að láta lýsa eftir sér hjá Interpol hafi haft miklar afleiðingar fyrir sig. Þetta sagði Sigurður við fjölmiðla þegar málflutningur um frávísunarkröfu al-Thani málsins fór fram í dag. 1.11.2012 16:00 Ernir mun fljúga óskert næstu mánuði Flugfélagið Ernir mun næstu mánuði halda áfram óskertri vetraráætlun sinni innanlands eins og verið hefur undanfarin ár en í gær stefndi í að hætta yrði fluginu nú um mánaðamótin vegna skorsts á opinberu framlagi til verkefnisins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá framkvæmdastjóri Ernis, Herði Guðmundssyni. 1.11.2012 15:42 Skakkir á Suðurnesjum Þrír ökumenn, sem allir voru grunaðir um að aka undir áhrifum fíkniefna, voru handteknir á Suðurnesjum í vikunni. Við leit í bifreið eins þeirra fundust leifar af umbúðum utan af fíkniefnum. Í bifreið annars ökumanns var yfirþyrmandi kannabislykt, þegar lögregla stöðvaði för hans. Sá ökumaður reyndist vera með fíkniefni í buxnavasa sínum, þegar hann var handtekinn. Allir ökumennirnir þrír viðurkenndu neyslu fíkniefna. 1.11.2012 15:38 Bann við lausafjárgöngu myndi kippa stoðunum undan búskap Umhverfisráðherra vill banna lausagöngu búfjár hér á landi. Formaður landssamtaka sauðfjárbænda segir slík bannið geta kippt stoðunum undan sauðfjárbúskap víða. 1.11.2012 15:37 Ódýrast í Bónus Bónus var með lægsta verðið á matarkörfunni þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsverslunum og stórmörkuðum á höfðuborgarsvæðinu síðastliðinn laugardag. 1.11.2012 15:33 Ferðamenn munu geta keypt kannabis í Amsterdam Borgaryfirvöld í Amsterdam munu ekki banna ferðamönnum að kaupa kannabis á kaffihúsum borgarinnar. Þetta tilkynnti Eberhard van der Laan, borgarstjóri í Amsterdam, í dag. 1.11.2012 15:10 Spurningar vakna um heilsu Pútíns Heilsufar Vladimírs Pútín, Rússlandsforseta, er nú á allra vörum. Rússneskir fjölmiðlar hafa greint frá því í dag að forsetinn hafi frestað fundum og ferðalögum sínum þangað til í desember. 1.11.2012 14:40 Svolítið skotinn í Sonum duftsins Ný bók Arnaldar Indriðasonar, Reykjavíkurnætur, kemur út í dag. Arnarldur segir í samtali við Vísi að bókin gerist árið 1974, tveimur árum eftir Einvígið sem kom út í fyrra. Hún segir frá fyrsta málinu sem Erlendur Sveinsson vinnur að í lögreglunni. "Þá er hann bara í umferðarlöggunni og vinnur mikið á næturvöktum. Þaðan er nafnið komið,“ segir hann. Marion Briem kom mikið við sögu í bókinni í fyrra, en Erlendur vill ekkert segja til um hvort Marion komið mikið við sögu í nýju bókinni. "Ég vildi nú helst ekki segja mikið meira um efnið, betra að fólk upplifi það þá frekar sjálft,“ segir Arnaldur í samtali við Vísi. 1.11.2012 14:37 Áætlað að ný brú yfir Elliðarárósa kosti 230 milljónir „Við lítum á þetta sem framfaramál fyrir hjólreiðarfólk, og þetta er líka táknrænt fyrir aukna áherslu á þennan ferðamáta," segir Dagur B. Eggertsson, formaður Borgarráðs Reykjavíkurborgar. 1.11.2012 14:28 Sviptur sjálfræði með ólöglegum hætti Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til þess að greiða karlmanni miskabætur fyrir að hafa svipt hann sjálfræði. 1.11.2012 14:09 Curiosity étur sand í þágu vísindanna Jarðvegur Mars, ef marka má rannsóknir Curiosity, vitjeppa NASA, er áþekkur þeim sem finna má á Íslandi. 1.11.2012 13:13 Stingur upp á ríkisflugfélagi Jón Bjarnason þingmaður VG viðrar þá hugmynd að ríkið stofni flugfélag til þess að sinna flugsamgöngum til landsbyggðarinnar. 1.11.2012 12:14 Eitt elsta fyrirbæri alheimsins ljósmyndað Sjónaukinn MPG/ESO í La Silla, stjörnustöð ESO í Chile, hefur náð ótrúlegri mynd af einu elsta fyrirbæri alheimsins, kúluþyrpingunni NGC 6362. 1.11.2012 12:01 Rannveig styður Árna Pál - harðnandi barátta Rannveig Guðmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og ráðherra, skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hún lýsir yfir stuðningi við Árna Pál Árnason, bæði í 1. sætið í prófkjöri flokksins sem fram fer þar næstu helgi, og einnig í formansembættið sem Árni Páll hefur tilkynnt að hann sækist eftir. 1.11.2012 11:40 Kim Dotcom snýr aftur Kim Dotcom, stofnandi skráarskiptasíðunnar Megaupload, hefur opinberað nýja vefsíðu þar sem notendur geta nálgast höfundarvarið efni. 1.11.2012 11:33 Þrír létust í Hrekkjavökuteiti Hrekkjavökupartý endaði með ósköpum í Madrid í morgun þegar þrjár ungar konur tróðust undir og létust. 1.11.2012 11:22 Al Thani málið: Sakar saksóknara um ólögmætar aðgerðir Málflutningur um frávísunarkröfu í al-Thani málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málið snýst um ákæru á hendur hendur öllum helstu stjórnendum Kaupþings, þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni, auk Ólafi Ólafssyni einum stærsta eiganda hins fallna banka. Mennirnir eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik með því að hafa selt al-Thani bréf í bankanum án þess að nokkur greiðsla kæmi á móti. Þannig hafi verið látið líta út fyrir að verð hlutabréfa í bankanum væri hærra en það raunverulega var. 1.11.2012 11:05 Kínverskur ferðamaður eyðir 10 þúsund krónum meira "Við erum svona tveimur til þremur árum á eftir öðrum Norðurlöndum.“ 1.11.2012 10:14 Sjá næstu 50 fréttir
Finnst aðeins á tveimur bæjum Sýnatökur vegna smitandi barkabólgu benda til að sjúkdómurinn sé bundinn við tvö bú á Austurlandi. 2.11.2012 08:00
Vonbrigði fyrir aðdáendur Legoleikfanga Búist er við því að margir aðdáendur legokubba muni verða fyrir vonbrigðum um jólin. Sala á leikföngum frá lego eykst svo hratt að fyrirtækið annar ekki eftirspurn. Frá þessu segir á vef danska blaðsins Börsen í dag. Fyrirtækið hefur að undanförnu þróað mikið af nýjum vörum sem hafa rækilega slegið í gegn meðal barna. Mads Nipper, framkvæmdastjóri hjá Lego, segir að þær vörur sem hafi komið nýjar á markaðinn í ár séu svo vinsælar að þær nemi um helmingi sölunnar. 2.11.2012 07:08
Borgarstjórinn í New York styður Obama Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, lýsti í gær yfir stuðningi við Barack Obama, forseta Bandaríkjanna í forsetakosningunum sem haldnar verða í næstu viku. 2.11.2012 07:03
Vond færð í aftakaveðri Töluvert snjóaði allt frá Vestfjörðum og til Austurlands í nótt og var mikill skafrenningur og kóf í bálhvössum vindinum. Hann mældist yfir 60 metrar á sekúndu í hviðu í Hamarsfirði við Djúpavog í gærkvöldi og víða mældist hann yfir 50 í hviðum. 2.11.2012 06:57
Sex manns teknir úr umferð vegna drykkjuláta Einhver norðangarri virðist hafa hlaupið í nátthrafna næturlífsins í borginni í nótt, því lögreglan þurfti að taka sex manns úr umferð vegna drykkjuláta og sofa þeir nú úr sér í fangageymslum. Þrír ökumenn voru líka teknir úr umferð vegna ölvunarakstus og þrír vegna fíkniefnaaksturs, auk þess sem tveir dyraverðir ölknæpa voru leystir frá störfum þar sem þeir höfðu ekki tilskilin réttindi til starfans.- 2.11.2012 06:30
Stálu úlpum fyrir fleiri hunduð þúsundir Þjófar brutust inn á lager Cintamani við Austurhraun í Garðabæ í nótt og stálu þaðan 25 til 30 nýjum vetrarúlpum. Andvirði þýfisins er að líkindum öðru hvoru megin við milljónina og telur lögregla að tveir til þrír þjófar hafi verið að verki og komust þeir undan. Miðað við veðrið í nótt flokkast þetta ótvírætt undir svonefndan nytjastuld.- 2.11.2012 06:24
Strætófarþegar eiga að spenna beltin Farþegum Strætó eiga að spenna beltin þegar ekið er utan þéttbýlis. 1.11.2012 23:48
Umhverfisstofnun gerir erfitt að flokka ekki Starfsmenn Umhverfisstofnunar flokka nánast allan úrgang sem fellur til hjá þeim. 1.11.2012 22:42
Segir frábær bókajól í vændum Bóksali fullyrðir að bókabúðir séu staðir bjartsýninnar á Íslandi. 1.11.2012 22:30
Leystu aldagamla ráðgátu Tröllauknir steinar Angkor Wat hafa lengi valdið mönnum heilabrotum. 1.11.2012 21:44
Troðfullt í Kringlunni Kringlan auglýsti sérstaka miðnæturopnun í kvöld af þeim sökum að óðum styttist í jólin. Fjöldi fólks rauk til og augljóst að kominn er verslunarhugur í borgarbúa. 1.11.2012 21:22
Enn verið að gera upp Suðurlandsskjálftann Íbúar á Suðurlandi hafa fengið 10,6 milljarða króna í bætur. 1.11.2012 20:56
Jóhann Berg skoraði tvö í bikarleik Jóhann Berg Guðmundsson var á skotskónum með liði sínu, AZ Alkmaar, sem vann 4-1 sigur á D-deildarliðinu Boso Sneek í hollensku bikarkeppninni. 1.11.2012 20:51
Afleitar aðstæður á vegum Ferðaveður á landinu er afleitt, hálendið ófært eins og það leggur sig og umferðartafir víða. 1.11.2012 20:02
Vilja leyfa áfengisauglýsingar Félag atvinnurekenda vill að áfengisauglýsingar séu að meginreglu heimilar en þó með ströngum takmörkunum. 1.11.2012 19:28
Herinn mættur á Manhattan Herinn tók sér bólstað í þeim hluta Manhattan sem er enn án rafmagns. 1.11.2012 19:26
Leitin skapar fjölda starfa þótt engin olía finnist Olíuleit við Ísland mun skila verulegum fjölda starfa, jafnvel þótt engin olía finnist. Endurgreiðslur norska ríkisins vegna olíuleitar gætu hins vegar freistað olíufélaga til að bora fremur Noregsmegin á Jan Mayen-svæðinu. Þetta kom fram á ráðstefnu í Reykjavík í dag. Ert þú klár í olíufund? 1.11.2012 19:15
Alvarlegir fjárhagserfiðleikar hjá Eir Hjúkrunarheimilið Eir er í miklum rekstrarvanda. Stjórn þess hefur fengið utanaðkomandi sérfræðinga til þess að fara yfir reksturinn og leggja fram tillögur til að koma í veg fyrir að félagið fari í þrot. 1.11.2012 18:31
Forsetahjónin selja Neyðarkallinn Forsetahjónin ýttu söluátaki Landsbjargar úr vör í Smáralindinni nú síðdegis. 1.11.2012 17:47
Hringdi í íslensku Neyðarlínuna frá Serbíu "Það munaði öllu að geta fengið ráð á móðurmálinu um hvað ég ætti að gera,“ segir Gerður Hlín Eggertsdóttir. Eins árs sonur hennar, Júlían Gauti, hætti skyndilega að anda og blánaði upp þar sem hann sat við morgunverðarborð fjölskyldunnar í Serbíu. Fjölskyldan hafði aðeins verið búsett ytra í tvo mánuði þegar atvikið átti sér stað og Gerður Hlín hringdi samstundis í hina íslensku Neyðarlínu, 112, í gegnum íslenskan tölvusíma til að fá leiðbeiningar. 1.11.2012 17:36
Sigmundur flytur norður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ætlar að flytja lögheimili sitt í Norðausturkjördæmi. 1.11.2012 17:29
Nauðgari nýtti sér ölvunarástand fórnarlambs Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands Eystra yfir Jóhanni Inga Gunnarssyni, 27 ára, sem sakfelldur var fyrir að hafa nauðgað konu í júní á síðasta ári. 1.11.2012 16:59
Kókainkona í fimmtán mánaða fangelsi Hæstiréttur staðfesti í dag fangelsisdóm yfir konu um þrítugt sem dæmd var fyrir að skipuleggja og fjármagna smygl á tæplega 500 grömmum af kókaíni til landsins. Tvö burðardýr, sem hún útvegaði til verksins, voru dæmd í tíu og átta mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. 1.11.2012 16:54
Íslenska ríkið sýknað Foreldrar, ósjálfráða drengs, fóru í mál við ríkið vegna líkamstjóns sem þau töldu að sonur þeirra hefði orðið fyrir við fæðingu sína í mars árið 1999. 1.11.2012 16:47
Sandy kostaði 76 lífið í Bandaríkjunum Enn hækkar tala látinna á austurströnd Bandaríkjanna. Nú er talið að 76 hið minnsta hafi farist þegar stormurinn Sandy gekk á land fyrr í þessari viku, þar af 37 í New York borg. 1.11.2012 16:26
Björgunarsveitir standa í ströngu - bíll fastur á Steingrímsfjarðarheiði Allnokkur útköll hafa verið björgunarsveitum um land allt síðasta sólarhringinn tengd óveðri því sem gengur yfir landið samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg. 1.11.2012 16:03
Sigurður segir saksóknara hafa kippt fótum undan sér Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, segir að sú ákvörðun sérstaks sakóknara að láta lýsa eftir sér hjá Interpol hafi haft miklar afleiðingar fyrir sig. Þetta sagði Sigurður við fjölmiðla þegar málflutningur um frávísunarkröfu al-Thani málsins fór fram í dag. 1.11.2012 16:00
Ernir mun fljúga óskert næstu mánuði Flugfélagið Ernir mun næstu mánuði halda áfram óskertri vetraráætlun sinni innanlands eins og verið hefur undanfarin ár en í gær stefndi í að hætta yrði fluginu nú um mánaðamótin vegna skorsts á opinberu framlagi til verkefnisins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá framkvæmdastjóri Ernis, Herði Guðmundssyni. 1.11.2012 15:42
Skakkir á Suðurnesjum Þrír ökumenn, sem allir voru grunaðir um að aka undir áhrifum fíkniefna, voru handteknir á Suðurnesjum í vikunni. Við leit í bifreið eins þeirra fundust leifar af umbúðum utan af fíkniefnum. Í bifreið annars ökumanns var yfirþyrmandi kannabislykt, þegar lögregla stöðvaði för hans. Sá ökumaður reyndist vera með fíkniefni í buxnavasa sínum, þegar hann var handtekinn. Allir ökumennirnir þrír viðurkenndu neyslu fíkniefna. 1.11.2012 15:38
Bann við lausafjárgöngu myndi kippa stoðunum undan búskap Umhverfisráðherra vill banna lausagöngu búfjár hér á landi. Formaður landssamtaka sauðfjárbænda segir slík bannið geta kippt stoðunum undan sauðfjárbúskap víða. 1.11.2012 15:37
Ódýrast í Bónus Bónus var með lægsta verðið á matarkörfunni þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsverslunum og stórmörkuðum á höfðuborgarsvæðinu síðastliðinn laugardag. 1.11.2012 15:33
Ferðamenn munu geta keypt kannabis í Amsterdam Borgaryfirvöld í Amsterdam munu ekki banna ferðamönnum að kaupa kannabis á kaffihúsum borgarinnar. Þetta tilkynnti Eberhard van der Laan, borgarstjóri í Amsterdam, í dag. 1.11.2012 15:10
Spurningar vakna um heilsu Pútíns Heilsufar Vladimírs Pútín, Rússlandsforseta, er nú á allra vörum. Rússneskir fjölmiðlar hafa greint frá því í dag að forsetinn hafi frestað fundum og ferðalögum sínum þangað til í desember. 1.11.2012 14:40
Svolítið skotinn í Sonum duftsins Ný bók Arnaldar Indriðasonar, Reykjavíkurnætur, kemur út í dag. Arnarldur segir í samtali við Vísi að bókin gerist árið 1974, tveimur árum eftir Einvígið sem kom út í fyrra. Hún segir frá fyrsta málinu sem Erlendur Sveinsson vinnur að í lögreglunni. "Þá er hann bara í umferðarlöggunni og vinnur mikið á næturvöktum. Þaðan er nafnið komið,“ segir hann. Marion Briem kom mikið við sögu í bókinni í fyrra, en Erlendur vill ekkert segja til um hvort Marion komið mikið við sögu í nýju bókinni. "Ég vildi nú helst ekki segja mikið meira um efnið, betra að fólk upplifi það þá frekar sjálft,“ segir Arnaldur í samtali við Vísi. 1.11.2012 14:37
Áætlað að ný brú yfir Elliðarárósa kosti 230 milljónir „Við lítum á þetta sem framfaramál fyrir hjólreiðarfólk, og þetta er líka táknrænt fyrir aukna áherslu á þennan ferðamáta," segir Dagur B. Eggertsson, formaður Borgarráðs Reykjavíkurborgar. 1.11.2012 14:28
Sviptur sjálfræði með ólöglegum hætti Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til þess að greiða karlmanni miskabætur fyrir að hafa svipt hann sjálfræði. 1.11.2012 14:09
Curiosity étur sand í þágu vísindanna Jarðvegur Mars, ef marka má rannsóknir Curiosity, vitjeppa NASA, er áþekkur þeim sem finna má á Íslandi. 1.11.2012 13:13
Stingur upp á ríkisflugfélagi Jón Bjarnason þingmaður VG viðrar þá hugmynd að ríkið stofni flugfélag til þess að sinna flugsamgöngum til landsbyggðarinnar. 1.11.2012 12:14
Eitt elsta fyrirbæri alheimsins ljósmyndað Sjónaukinn MPG/ESO í La Silla, stjörnustöð ESO í Chile, hefur náð ótrúlegri mynd af einu elsta fyrirbæri alheimsins, kúluþyrpingunni NGC 6362. 1.11.2012 12:01
Rannveig styður Árna Pál - harðnandi barátta Rannveig Guðmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og ráðherra, skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hún lýsir yfir stuðningi við Árna Pál Árnason, bæði í 1. sætið í prófkjöri flokksins sem fram fer þar næstu helgi, og einnig í formansembættið sem Árni Páll hefur tilkynnt að hann sækist eftir. 1.11.2012 11:40
Kim Dotcom snýr aftur Kim Dotcom, stofnandi skráarskiptasíðunnar Megaupload, hefur opinberað nýja vefsíðu þar sem notendur geta nálgast höfundarvarið efni. 1.11.2012 11:33
Þrír létust í Hrekkjavökuteiti Hrekkjavökupartý endaði með ósköpum í Madrid í morgun þegar þrjár ungar konur tróðust undir og létust. 1.11.2012 11:22
Al Thani málið: Sakar saksóknara um ólögmætar aðgerðir Málflutningur um frávísunarkröfu í al-Thani málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málið snýst um ákæru á hendur hendur öllum helstu stjórnendum Kaupþings, þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni, auk Ólafi Ólafssyni einum stærsta eiganda hins fallna banka. Mennirnir eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik með því að hafa selt al-Thani bréf í bankanum án þess að nokkur greiðsla kæmi á móti. Þannig hafi verið látið líta út fyrir að verð hlutabréfa í bankanum væri hærra en það raunverulega var. 1.11.2012 11:05
Kínverskur ferðamaður eyðir 10 þúsund krónum meira "Við erum svona tveimur til þremur árum á eftir öðrum Norðurlöndum.“ 1.11.2012 10:14