Kínverskur ferðamaður eyðir 10 þúsund krónum meira Boði Logason skrifar 1. nóvember 2012 10:14 Kínverskur ferðamaður hér á landi eyðir að meðaltali um tíu þúsund krónum meira en ferðamaður frá öðru landi. Talsverð aukning er í komu Kínverja hingað til lands en ekki í sama mæli og annars staðar á Norðurlöndunum. Kínverskur ferðamaður hér á landi eyðir að meðaltali um tíu þúsund krónum meira en ferðamaður frá öðru landi. Talsverð aukning er í komum Kínverja hingað til lands en ekki í sama mæli og annars staðar á Norðurlöndunum.Í danska blaðinu Berlingske Tidende í síðustu viku var fjallað um kínverska ferðmenn sem hafa keypt úr og skartgripi grimmt á síðustu árum. Árið í ár er eitt það besta í sögunni fyrir úra- og skartgripaverslanir þar í landi en kínversku ferðamennirnir sækja einkum í Rólex-úr og svo fín skartgripamerki á borð við Cartier og Chanel. Hér á landi er sömu sögu að segja - en þó ekki í sama mæli og í nágrannalöndunum okkar. „Við erum svona tveimur til þremur árum á eftir öðrum Norðurlöndum. Það er vegna þess að enginn treystir sér til að vera með beint flug hingað til lands. Þeir Kínverjar sem við erum að fá eru að koma frá Norðurlöndunum, það eru þá ferðamenn sem eru að taka túr um Norðurlöndin," segir Helgi Hrannarr Jónsson, framkvæmdastjóri Global Blue, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem sér um endurgreiðslu á virðisaukaskattinum til ferðamanna (Tax free).Kaupa líka íslenska hönnun Og samhliða aukningu í komu kínversku ferðamannanna hingað til lands eru þeir að eyða mun meira en aðrir ferðamenn. „Þeir hafa verið í um 20. sæti undanfarin ár af þeim ferðamönnum sem eyða mestu en eru við það að komast á topp 10 listann þannig að aukningin er mikil," segir Helgi Hrannarr. „Það sem er sérstakt við kínverska ferðamanninn er að hann er að eyða að meðaltali 10 þúsund kalli meira en aðrar þjóðir, það er að segja meðal færslan á greiðslukortið er 10 þúsund krónum hærri en hjá öðrum ferðamanni frá öðru landi." Kínverski ferðamaðurinn kaupir líka mikið í einu. „Og það sem við sjáum líka er að þeir sækja mikið í merkjavöru, líkt og er að gerast í Danmörku. Það er líka gaman að segja frá því að Kínverjar eru ekki bara að kaupa Rólex-úr eða úr í þeim gæðaflokki, þeir eru einnig að sækja í íslenska skartgripahönnun. Þó það sé ekki í sama verðflokki þá taka þeir það með því það er „únik". Það er gríðarlega mikilvægt að Kínverjar komi hingað í auknum mæli og hafi áhrif á íslenska ferðamannamarkað."Kínverjar góðir viðskiptavinir Frank Michelsen, úrsmiður á Laugavegi, segir að kínversku ferðamennirnir séu ekki stærstu viðskiptavinirnir „en þeir eru mjög vaxandi hópur og það kemur með auknum ferðamönnum til Íslands. Þeir versla ágætlega en ekki í sama mæli og er að ganga yfir Evrópu og er að bresta á í Danmörku, þeir eru ekki orðnir nægilega margir. Þetta eru góðir viðskiptavinir - gott fólk," segir Frank. Sigurður Gilbertsson, hjá úra- og klukkuversluninni Gilbert Ó Guðjónsson á Laugavegi, hefur sömu sögu að segja. „Við erum að sjá fleiri Kínverja koma en ekki eins og er að gerast í Danmörku. Við upplifðum alveg rosalega gott sumar vegna sölu í ferðamennsku - sennilega eitt besta árið okkar," segir hann. Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Kínverskur ferðamaður hér á landi eyðir að meðaltali um tíu þúsund krónum meira en ferðamaður frá öðru landi. Talsverð aukning er í komum Kínverja hingað til lands en ekki í sama mæli og annars staðar á Norðurlöndunum.Í danska blaðinu Berlingske Tidende í síðustu viku var fjallað um kínverska ferðmenn sem hafa keypt úr og skartgripi grimmt á síðustu árum. Árið í ár er eitt það besta í sögunni fyrir úra- og skartgripaverslanir þar í landi en kínversku ferðamennirnir sækja einkum í Rólex-úr og svo fín skartgripamerki á borð við Cartier og Chanel. Hér á landi er sömu sögu að segja - en þó ekki í sama mæli og í nágrannalöndunum okkar. „Við erum svona tveimur til þremur árum á eftir öðrum Norðurlöndum. Það er vegna þess að enginn treystir sér til að vera með beint flug hingað til lands. Þeir Kínverjar sem við erum að fá eru að koma frá Norðurlöndunum, það eru þá ferðamenn sem eru að taka túr um Norðurlöndin," segir Helgi Hrannarr Jónsson, framkvæmdastjóri Global Blue, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem sér um endurgreiðslu á virðisaukaskattinum til ferðamanna (Tax free).Kaupa líka íslenska hönnun Og samhliða aukningu í komu kínversku ferðamannanna hingað til lands eru þeir að eyða mun meira en aðrir ferðamenn. „Þeir hafa verið í um 20. sæti undanfarin ár af þeim ferðamönnum sem eyða mestu en eru við það að komast á topp 10 listann þannig að aukningin er mikil," segir Helgi Hrannarr. „Það sem er sérstakt við kínverska ferðamanninn er að hann er að eyða að meðaltali 10 þúsund kalli meira en aðrar þjóðir, það er að segja meðal færslan á greiðslukortið er 10 þúsund krónum hærri en hjá öðrum ferðamanni frá öðru landi." Kínverski ferðamaðurinn kaupir líka mikið í einu. „Og það sem við sjáum líka er að þeir sækja mikið í merkjavöru, líkt og er að gerast í Danmörku. Það er líka gaman að segja frá því að Kínverjar eru ekki bara að kaupa Rólex-úr eða úr í þeim gæðaflokki, þeir eru einnig að sækja í íslenska skartgripahönnun. Þó það sé ekki í sama verðflokki þá taka þeir það með því það er „únik". Það er gríðarlega mikilvægt að Kínverjar komi hingað í auknum mæli og hafi áhrif á íslenska ferðamannamarkað."Kínverjar góðir viðskiptavinir Frank Michelsen, úrsmiður á Laugavegi, segir að kínversku ferðamennirnir séu ekki stærstu viðskiptavinirnir „en þeir eru mjög vaxandi hópur og það kemur með auknum ferðamönnum til Íslands. Þeir versla ágætlega en ekki í sama mæli og er að ganga yfir Evrópu og er að bresta á í Danmörku, þeir eru ekki orðnir nægilega margir. Þetta eru góðir viðskiptavinir - gott fólk," segir Frank. Sigurður Gilbertsson, hjá úra- og klukkuversluninni Gilbert Ó Guðjónsson á Laugavegi, hefur sömu sögu að segja. „Við erum að sjá fleiri Kínverja koma en ekki eins og er að gerast í Danmörku. Við upplifðum alveg rosalega gott sumar vegna sölu í ferðamennsku - sennilega eitt besta árið okkar," segir hann.
Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent