Bann við lausafjárgöngu myndi kippa stoðunum undan búskap HJH skrifar 1. nóvember 2012 15:37 Sauðfé. Umhverfisráðherra vill banna lausagöngu búfjár hér á landi. Formaður landssamtaka sauðfjárbænda segir slík bannið geta kippt stoðunum undan sauðfjárbúskap víða. Í grein sinni í Bændablaðinu í dag segist Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra vilja banna lausagöngu búfjár en jafnframt að ákvæði verði sett um heimildir til að veita undanþágur frá því banni. Í dag er þessu öfugu farið, lausaganga er leyfð en heimildir eru til að banna hana á afmörkuðum svæðum. Forsvarsmönnum sauðfjárbænda hugnast hugmyndir ráðherra afar illa er fram kemur í Bændablaðinu þar á meðal Þórarni Péturssyni, formanni Landssamtaka sauðfjárbænda. Þórarinn segir að pistill Svandísar hafi komið sér á óvart þar sem sérstök nefnd vinni nú við að fara yfir beitastjórnun og sjálfbæra landnýtingu en hún á að skila tillögum eftir mánuð. Þá gefur hann lítið fyrir undanþáguna frá banninu sem umhverfissráðherra leggur til. „Við vitum það þegar undanþágur eru notaðar það gengur stundum illa að fá þær. Sum svæði eru minna gróin en önnur," segir hann. Þá bendir Þórarinn á að svæði séu mis vel gróin og að bændur hafi unnið landgræðslustarf á minna grónum svæðum til að geta nýtt þau til beitar. Hann telur að sérstaklega erfitt verði að fá undanþágu fyrir þau svæði. Þá hefur hann áhyggjur af verkefninu bændur græða landið. Bændur hafa verið mjög viljugir við að stunda landgræðslu gegn því að menn fái að nýta svæðin í staðinn. þessi svæði hafa sýnt mikla framför eftir að þetta verkefni byrjaði og búið að græða alveg gríðarlegt flæmi af landi," bætir hann við. Svandís Svavarsdóttir er ekki ánægð með viðbrögð bænda. „Mér þykja þessi viðbrögð harðari en efni standa til. Það virðist ekki vera ágreiningur við talsmenn bænda í því að nauðsynlegt sé að tryggja sjálfbæra landnýtingu. Á stórum svæðum víða um land hefði þetta ekki í för með sér miklar breytingar, eins og á suðvesturhorninu þar sem vörsluskyldufyrirkomulagi hefur verið komið á af sveitarfélögum í samstarfi við bændur, eða á þeim svæðum þar sem ofbeit er ekki vandamál. Á móti eru mörg svæði þar sem sannarlega þarf að grípa til aðgerða til að sporna við ofbeit, þar ættum við að geta verið samtaka um að verja landið. Þessi mál eru til skoðunar í nefnd um beitarstjórnun og sjálfbæra landnýtingu, sem ég bind vonir við að skili tillögum sem hægt verði að nota við áframhaldandi vinnu í átt að sátt um sjálfbæra landnýtingu," segir Svandís. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Sjá meira
Umhverfisráðherra vill banna lausagöngu búfjár hér á landi. Formaður landssamtaka sauðfjárbænda segir slík bannið geta kippt stoðunum undan sauðfjárbúskap víða. Í grein sinni í Bændablaðinu í dag segist Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra vilja banna lausagöngu búfjár en jafnframt að ákvæði verði sett um heimildir til að veita undanþágur frá því banni. Í dag er þessu öfugu farið, lausaganga er leyfð en heimildir eru til að banna hana á afmörkuðum svæðum. Forsvarsmönnum sauðfjárbænda hugnast hugmyndir ráðherra afar illa er fram kemur í Bændablaðinu þar á meðal Þórarni Péturssyni, formanni Landssamtaka sauðfjárbænda. Þórarinn segir að pistill Svandísar hafi komið sér á óvart þar sem sérstök nefnd vinni nú við að fara yfir beitastjórnun og sjálfbæra landnýtingu en hún á að skila tillögum eftir mánuð. Þá gefur hann lítið fyrir undanþáguna frá banninu sem umhverfissráðherra leggur til. „Við vitum það þegar undanþágur eru notaðar það gengur stundum illa að fá þær. Sum svæði eru minna gróin en önnur," segir hann. Þá bendir Þórarinn á að svæði séu mis vel gróin og að bændur hafi unnið landgræðslustarf á minna grónum svæðum til að geta nýtt þau til beitar. Hann telur að sérstaklega erfitt verði að fá undanþágu fyrir þau svæði. Þá hefur hann áhyggjur af verkefninu bændur græða landið. Bændur hafa verið mjög viljugir við að stunda landgræðslu gegn því að menn fái að nýta svæðin í staðinn. þessi svæði hafa sýnt mikla framför eftir að þetta verkefni byrjaði og búið að græða alveg gríðarlegt flæmi af landi," bætir hann við. Svandís Svavarsdóttir er ekki ánægð með viðbrögð bænda. „Mér þykja þessi viðbrögð harðari en efni standa til. Það virðist ekki vera ágreiningur við talsmenn bænda í því að nauðsynlegt sé að tryggja sjálfbæra landnýtingu. Á stórum svæðum víða um land hefði þetta ekki í för með sér miklar breytingar, eins og á suðvesturhorninu þar sem vörsluskyldufyrirkomulagi hefur verið komið á af sveitarfélögum í samstarfi við bændur, eða á þeim svæðum þar sem ofbeit er ekki vandamál. Á móti eru mörg svæði þar sem sannarlega þarf að grípa til aðgerða til að sporna við ofbeit, þar ættum við að geta verið samtaka um að verja landið. Þessi mál eru til skoðunar í nefnd um beitarstjórnun og sjálfbæra landnýtingu, sem ég bind vonir við að skili tillögum sem hægt verði að nota við áframhaldandi vinnu í átt að sátt um sjálfbæra landnýtingu," segir Svandís.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Sjá meira