Enn verið að gera upp Suðurlandsskjálftann Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2012 20:56 Íbúar á Suðurlandi hafa fengið 10,6 milljarða króna í bætur vegna Suðurlandsskjálftans 2008 og enn á eftir að gera upp nokkur tjón. Íbúi í Hveragerði er ekki sáttur við matsmenn Viðlagatryggingar, sem hann segir að hafi það eina hlutverk að sálgreina sig og kalla sig síðan bjána á eftir. Opinn fundur var á Hótel Selfossi í gærkvöldi á vegum Viðlagatryggingar þar sem farið var yfir það sem gerst hefur eftir stóra Suðurlandsskjálftann 29. maí 2008. Mikið tjón varð í skjálftanum enda búið að greiða mikla fjármuni til tjónþola. "Við erum með um það bil 2400 fasteignatjón, sem eru s.s. tjón á vátryggðum fasteignum. Og við erum með um það bil 2600 lausafjártjón minnir mig. Og við erum samtals búin að borga tæplega 10,6 milljarða vegna þessara tjóna,“ segir Hulda Ragnheiður Hreiðarsson, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar. Og fólk er enn að tilkynna tjón? spyr fréttamaður. "Já, það hefur verið núna aðeins að tínast inn. Ég held við séum með rúmlega þrjátíu tjón í meðferð núna sem hafa verið tilkynnt á þessu ári,“ segir Hulda. Húsnæði Guðlaugs Lárussonar við Heiðarbrún 17 í Hveragerði skemmdist mikið í skjálftanum. Hann hefur ekki enn fengið að fullu úrlausn sinna mála og er afar ósáttur við matsmenn Viðlagatryggingar, sem hafa heimsótt hann reglulega. "Það eru kærulausir, óvandaðir menn sem eru að skoða eignir sem fara illa í hamförum. Og ég hef aldrei skilið ástæðuna fyrir því þeir reyna að gera sem minnst úr hlutunum og horfa alltaf í aðra átt en á skemmdina. Þeir horfa ekki á skemmdina, þeir horfa í hina áttina og fara að tala um eitthvað annað. Eins og ég er margoft búinn að vera fyrir, og þá fóru þeir að reyna að sálgreina mig og reyna að hafa áhrif á mig, að ég væri bara bjáni og ekkert að marka það sem ég sæi,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur ætlar ekki að gefast upp að berjast fyrir rétti sínum. "Ég vil bara að þeir skoði málin. Ég vil ekkert annað. Ég vil bara heiðarleika og sannleika. Ég er ekki að biðja um ölmusu,“ segir hann. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Sjá meira
Íbúar á Suðurlandi hafa fengið 10,6 milljarða króna í bætur vegna Suðurlandsskjálftans 2008 og enn á eftir að gera upp nokkur tjón. Íbúi í Hveragerði er ekki sáttur við matsmenn Viðlagatryggingar, sem hann segir að hafi það eina hlutverk að sálgreina sig og kalla sig síðan bjána á eftir. Opinn fundur var á Hótel Selfossi í gærkvöldi á vegum Viðlagatryggingar þar sem farið var yfir það sem gerst hefur eftir stóra Suðurlandsskjálftann 29. maí 2008. Mikið tjón varð í skjálftanum enda búið að greiða mikla fjármuni til tjónþola. "Við erum með um það bil 2400 fasteignatjón, sem eru s.s. tjón á vátryggðum fasteignum. Og við erum með um það bil 2600 lausafjártjón minnir mig. Og við erum samtals búin að borga tæplega 10,6 milljarða vegna þessara tjóna,“ segir Hulda Ragnheiður Hreiðarsson, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar. Og fólk er enn að tilkynna tjón? spyr fréttamaður. "Já, það hefur verið núna aðeins að tínast inn. Ég held við séum með rúmlega þrjátíu tjón í meðferð núna sem hafa verið tilkynnt á þessu ári,“ segir Hulda. Húsnæði Guðlaugs Lárussonar við Heiðarbrún 17 í Hveragerði skemmdist mikið í skjálftanum. Hann hefur ekki enn fengið að fullu úrlausn sinna mála og er afar ósáttur við matsmenn Viðlagatryggingar, sem hafa heimsótt hann reglulega. "Það eru kærulausir, óvandaðir menn sem eru að skoða eignir sem fara illa í hamförum. Og ég hef aldrei skilið ástæðuna fyrir því þeir reyna að gera sem minnst úr hlutunum og horfa alltaf í aðra átt en á skemmdina. Þeir horfa ekki á skemmdina, þeir horfa í hina áttina og fara að tala um eitthvað annað. Eins og ég er margoft búinn að vera fyrir, og þá fóru þeir að reyna að sálgreina mig og reyna að hafa áhrif á mig, að ég væri bara bjáni og ekkert að marka það sem ég sæi,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur ætlar ekki að gefast upp að berjast fyrir rétti sínum. "Ég vil bara að þeir skoði málin. Ég vil ekkert annað. Ég vil bara heiðarleika og sannleika. Ég er ekki að biðja um ölmusu,“ segir hann.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Sjá meira