Innlent

Hringdi í íslensku Neyðarlínuna frá Serbíu

Júlían Gauti sat við morgunverðarborðið þegar hann hætti skyndilega að anda.
Júlían Gauti sat við morgunverðarborðið þegar hann hætti skyndilega að anda.
"Það munaði öllu að geta fengið ráð á móðurmálinu um hvað ég ætti að gera,“ segir Gerður Hlín Eggertsdóttir sem er búsett í Serbíu ásamt manni sínum og tveimur ungum sonum.

Sá yngri, Júlían Gauti sem er rúmlega 1 árs, hætti skyndilega að anda og blánaði upp þar sem hann sat við morgunverðarborðið. Fjölskyldan hafði aðeins verið búsett í Serbíu í tvo mánuði þegar atvikið átti sér stað og Gerður Hlín hringdi samstundis í hina íslensku Neyðarlínu, 112, í gegnum íslenskan tölvusíma til að fá leiðbeiningar. Á meðan hringdi maður hennar eftir aðstoð í Serbíu.

Rætt verður við fjölskylduna í fjórða þættinum af Neyðarlínunni sem verður sýndur á Stöð 2 í kvöld kl. 20.10. Þar verður einnig talað við Jóhannes Guðnason sem bjargaði lífi 17 ára fóstursonar síns þegar sá síðarnefndi hneig niður meðvitundarlaus á heimili þeirra á desemberkvöldi fyrir tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×