Fleiri fréttir

Báðu móður fíkils að leyna samkomulagi

Smálánafyrirtækið Kredia lokaði lánareikningi 21 árs manns að tilstuðlan móður hans. Þjónustufulltrúi Kredia bað þó móður mannsins, Dagbjörtu Steindórsdóttur, að láta hann ekki vita af fyrirkomulaginu.

Þrjú börn ættleidd til einhleypra á árinu

Ættleiðingar einhleypra hafa hafist á nýjan leik eftir fimm ára hlé. Tvær einhleypar konur hafa fengið börn til sín frá Tékklandi og Tógó og sú þriðja fær barn innan skamms. "Rosalega ánægjulegt ferli,“ segir Ásta Bjarney Elíasdóttir.

Lagt til að Norðurlöndin verði tóbakslaus árið 2040

„Þessar tillögur eru mjög framsýnar og í raun átti ég ekki von á því að nefndin gengi svona langt," segir Siv Friðleifsdóttir þingmaður og formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs. Þing ráðsins stendur nú yfir í Helsinki og í dag verður fjallað um víðtækar tillögur nefndarinnar í lýðheilsustefnu í áfengis- og fíkniefnamálum. Meðal þess sem nefndin leggur til er að Norðurlöndin verði tóbakslaus árið 2040, áfengisauglýsingar sem beinast sérstaklega að ungu fólki verði bannaðar og settir verði áfengislásar í bíla sem komi í veg fyrir það að bílstjórar undir áhrifum áfengis geti ekið af stað.

Mæta mikilli þörf á vistrými

Sinnum heimaþjónusta kynnir í dag Heimilið, nýtt búsetuúrræði fyrir bæði eldri borgara og yngra fólk sem þarf á umönnun að halda.

Stjórnvöld vilja minna næturlíf

Stjórnin í Egyptalandi vill gera breytingar á svefnvenjum íbúa Kaíró, sem til þessa hafa stært sig af því að búa í borg sem aldrei sefur.

15 ár fyrir að myrða kærasta

42 ára kona hefur verið dæmd í 15 ára fangelsi fyrir að myrða kærastann sinn. Hún stakk hann margsinnis og tók myndir af sárunum.

Mansal hefur aukist í Noregi

Mansal í Noregi fer vaxandi vegna versnandi efnahags í stórum hluta Evrópu. Í Noregi hafa verið kveðnir upp 27 dómar vegna mansals.

Bæjarfulltrúa hótað af lækni

Oddi Helga Helgasyni, bæjarfulltrúa L-listans á Akureyri, hafa borist hótanir frá lækni í bænum vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Dalsbraut.

Toppeinkunn frá ferðafólki

Notendur heimasíðunnar Tripadvisor.com gefa Þingvöllum hæstu einkunn sem áfangastað eða fjóra og hálfa stjörnu af fimm mögulegum.

Sameiginlegt sendiráð í Reykjavík

Finnar, Svíar, Danir og Norðmenn hafa ákveðið að flytja sendiráð sín á Íslandi í sameiginlega sendiráðsbyggingu með sama hætti og Norðurlöndin hafa gert í Berlín. Þetta kom fram á blaðamannafundi utanríkisráðherra Norðurlanda á Norðurlandaráðsþingi í Helsinki í gær.

Sjálfræði nemenda minnkar

„Nokkuð er um að nemendur á nýju skólastigi byrji að vinna aftur að einhverju sem þeir voru að læra á skólastiginu á undan,“ segir Gerður G. Óskarsdóttir menntunarstjóri sem hefur unnið að rannsókn á skilum skólastiga.

Fá skip að veiðum

Spáð er stormi á öllum miðum og djúpmiðum umhverfis landið nema á Suðvesturdjúpi. Aðeins 50 fiskiskip eru á sjó við landið, sem er með því minnsta sem þekkist, og eru flest þeirra í vari, eða þau halda sjó og eru þar með ekki að veiðum. Með þessu áframhaldi í nokkra daga fer að skorta fisk á markaðina.-

Kaupunum á Actavis lokið

Samheitalyfjafyrirtækið Watson hefur tilkynnt að kaupunum á Actavis sé lokið. Ekki verða marktækar breytingar á starfseminni á Íslandi. Hið nýja félag verður þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins með tekjur upp á um 6 milljarða dollara eða rúmlega 760 milljarða króna.

Ekkert tjón í óveðrinu

Þrátt fyrir afleitt veður, bæði snjókomu og hvassviðri um norðanvert landið í gærkvöldi og fram á nótt, er ekki vitað um neitt óhapp eða slys í umferðinni um þjóðvegi landsins, enda var umferð í algjöru lágmarki, samkvæmt teljurum Vegagerðarinnar.

Þrír særðust í skotárás í Hollywood

Þrír særðust í skotárás í Hollywood í Bandaríkjunum í gærkvöld. Lögreglan leitar fjögurra manna sem hún telur að beri ábyrgð á árásinni, en vitni sáu þau hlaupa af vettvangi á horni Hollywood Boulevard og Whitley strætis. Hinir særðu eru ungt fólk á aldrinum 14 ára til 25 ára. Þau voru öll flutt á slysadeild. Um þessa dagana fer fram hrekkjavaka og því er fjöldi fólks á ferli lengi fram eftir kvöldi. Þegar lögregla rýmdi árásarvettvanginn í gær voru þar þúsundir manna.

Fannst laust fyrir miðnætti

Maðurinn, sem leit hófst að í Skagafirði í gærkvöldi, fannst heill á húfi laust fyrir miðnætti innst í Vesturdal, sem er syðst í Skagafirði. Hann hafði farið í fjárleit ásamt örðum manni í gærmorgun, en þegar hann skilaði sér ekki síðdegis hóf félagi hanns eftirgrennslan, en varð ekki ágengt vegna hvassviðris og skafrennings. Kallaði hann því á björgunarsveit úr Skagafirði, sem hóf þegar leit og höfðu sveitir víðar á landinu verið settar í viðbragðsstöðu, þegar maðurinn fannst.-

Skýrsla um Guðmundar- og Geirfinnsmálin frestast

Starfshópur sem innanríkisráðherra skipaði í október í fyrra til að fara yfir svokölluð Guðmundar- og Geirfinnsmál hefur tilkynnt innanríkisráðherra að hópurinn muni ekki ná að skila áfangaskýrslu fyrir tilskilinn tíma sem var í dag og hefur óskað eftir frekari fresti.

Sykur á plötusamning ytra

"Það stefna allir á heimsfrægð, alltaf,“ segir Halldór Eldjárn, einn meðlima hljómsveitarinnar Sykurs sem nýverið landaði plötusamningi við bresku útgáfuna Wall of Sound. Útgáfan sérhæfir sig í elektrónískri danstónlist og hefur meðal annarra norsku rafsveitina Röyksopp og Grace Jones innan sinna vébanda.

Leita í Skagafirði

Björgunarsveitir voru kallaðar út í Skagafirði í kvöld eftir að maður skilaði sér ekki úr fjárleitum.

Meistaralegur mánuður að baki

Markmiðin voru fjölbreytt, allt frá því að skapa eitt listaverk á dag til þess að bregða sér í keilu.

Noregi boðin aðild að sérleyfum á Drekasvæðinu

Orkustofnun hefur boðið olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs að verða fjórðungsaðili að leitar- og vinnsluleyfum á Drekasvæðinu sem fyrirhugað er að úthluta í næsta mánuði. Norsk stjórnvöld hafa þrjátíu daga til að ákveða hvort þau vilji tilnefna olíufélag til þátttöku. Þetta er í samræmi við Jan Mayen-samkomlag Íslands og Noregs frá árinu 1981 sem kveður á um gagnkvæman 25 prósenta þátttökurétt í olíuvinnslu í lögsögu hvors annars á afmörkuðu samvinnusvæði á Jan Mayen-hryggnum.

Obama kominn til New Jersey

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, er kominn til New Jersey. Þar mun hann funda með Chris Christie, ríkisstjóra, og saman munu þeir kanna aðstæður á hamfarasvæðunum í dag.

500 myndbönd send inn í Jólastjörnuna

Skráningu í Jólastjörnuna lauk hér á Vísi í gær og bárust hvorki meira né minna en 500 myndbönd í keppnina. 10 bestu söngvararnir komast áfram í sjónvarpsprufur og upptökur fyrir plötu. Jólastjarnan sjálf syngur á Jólagestum Björgvins í Höllinni.

Ökumenn stöðvuðu bíla sína og slógust

Til handalögmála kom á milli tveggja ökumanna í Reykjavík í gær. Annar maðurinn taldi hinn hafa ekið gróflega í veg fyrir sig svo að lá við árekstri. Sá sem taldi að á sér hefði verið brotið ýtti þá á flautuna en uppskar í framhaldinu fingurinn frá hinum. Sá síðarnefndi ók hægt áfram en stöðvaði síðan bílinn. Sá sem á eftir kom átti því ekki um annað að velja en gera slíkt hið sama. Þegar hér var komið sögu var báðum mönnunum orðið heitt í hamsi.

Kærir myndbandið og fordæmir umfjöllun

Guðmundur Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, fordæmir umfjöllun fjölmiðla um myndband sem Bóas Ragnar Bóasson setti á netið þar sem fram koma samskipti þeirra tveggja þar sem þeir ræða um það hvernig skuli brjóta lög um gjaldeyrishöft.

Eftirmynd Lance Armstrong brennd

Eftirmynd íþróttahetjunnar Lance Armstrong, sem hefur gerst sekur um umfangsmikla lyfjamisnotkun, verður brennd á báli í bænum Edenbridge í suðaustur Bretlandi um helgina.

Heiðraður fyrir 39 ára starf í þágu lögreglunnar

Ríkislögreglustjóri veitti í dag Guðmundi Guðjónssyni yfirlögregluþjóni heiðursviðurkenningu í tilefni af því að hann lætur af starfi yfirlögregluþjóns fyrir aldurs sakir eftir 39 ára starf í lögreglu. Guðmundur hefur starfað hjá embætti ríkislögreglustjóra frá 16. nóvember 1998.

Sjá næstu 50 fréttir