Umhverfisstofnun gerir erfitt að flokka ekki Hugrún Halldórsdóttir skrifar 1. nóvember 2012 22:42 Umhverfisstofnun stendur svo sannarlega undir nafni því starfsmenn hennar í Reykjavík flokka nú nánast allan þann úrgang sem fellur til hjá þeim, eða níutíu og átta prósent. Ruslatunnur hafa verið fjarlægðar af skrifstofum og hefur fyrirkomulagið hvatt til aukinnar hreyfingar á vinnutíma. Rúmlega sex tonn af úrgangi féllu til á Umhverfisstofnun á síðasta ári en einungis hundrað og áttatíu kíló fóru í almennt sorp. Við skulum kíkja inn og sjá hvernig þetta er gert. Flokkað er í níu flokka. Í mötuneytinu er að finna fimm tunnur fyrir matarleifar, plast, málma, pappa og almennt rusl en sú síðastnefnda er með loki. „Til að gera þetta aðeins erfiðara fyrir fólk. Reyna að gera það pínulítið erfitt að flokka ekki. Gera það auðvelt að flokka og erfitt að flokka ekki. Við erum búin að taka út allar ruslatunnur inni á skrifstofum hjá fólki. Svo að fólk getur ekki sett bananahýðið sitt þar eða pappír eða nammiumbúðir eða hvað það er. Það verður að standa upp og koma fram til að henda því. Það eitt og sér er bara jákvætt, standa upp og hreyfa sig aðeins," segir Elva Rakel Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. „Þannig að hérna erum við með svona stórar tunnur. Ein er fyrir skrifstofupappír, ein er fyrir pappa og ein er bara fyrir plast," segir Elva. Stutt er síðan að ein af þessum tunnum var fyrir almennt sorp en nú er hún mun mun smærri. „Þannig þú kemur engu í hana nema tyggjói eða gúmmíteygjum og einhverju sem ekki er hægt að endurvinna. Það er galdurinn. Þannig kemstu niður í 2% af almennum úrgangi," segir Elva. Elva segir að stofnanir og fyrirtæki mættu taka sig á í flokkun og segir hún þau vel geta fylgt í þessi vænu og grænu fótspor. Umhverfisstofnun náði þessum árangri á stuttum tíma, en hlutfall óflokkaðs úrgangs var 26 prósent fyrir þremur árum. „Með því að endurvinna svona mikið þá erum við að bjarga öllum þessum hráefnum sem liggja í ruslinu okkar frá því að lenda í urðun, sem er alger endastöð, yfir í að vera verðmætt hráefni sem við getum nýtt til framtíðar," segir Elva. Og flokkun á vinnustað ýtir undir enn frekari flokkun. „Þegar fólk er búið að venja sig þetta á annað borð tekur það það með sér heim. Það er ekki spurning," segir hún. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Sjá meira
Umhverfisstofnun stendur svo sannarlega undir nafni því starfsmenn hennar í Reykjavík flokka nú nánast allan þann úrgang sem fellur til hjá þeim, eða níutíu og átta prósent. Ruslatunnur hafa verið fjarlægðar af skrifstofum og hefur fyrirkomulagið hvatt til aukinnar hreyfingar á vinnutíma. Rúmlega sex tonn af úrgangi féllu til á Umhverfisstofnun á síðasta ári en einungis hundrað og áttatíu kíló fóru í almennt sorp. Við skulum kíkja inn og sjá hvernig þetta er gert. Flokkað er í níu flokka. Í mötuneytinu er að finna fimm tunnur fyrir matarleifar, plast, málma, pappa og almennt rusl en sú síðastnefnda er með loki. „Til að gera þetta aðeins erfiðara fyrir fólk. Reyna að gera það pínulítið erfitt að flokka ekki. Gera það auðvelt að flokka og erfitt að flokka ekki. Við erum búin að taka út allar ruslatunnur inni á skrifstofum hjá fólki. Svo að fólk getur ekki sett bananahýðið sitt þar eða pappír eða nammiumbúðir eða hvað það er. Það verður að standa upp og koma fram til að henda því. Það eitt og sér er bara jákvætt, standa upp og hreyfa sig aðeins," segir Elva Rakel Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. „Þannig að hérna erum við með svona stórar tunnur. Ein er fyrir skrifstofupappír, ein er fyrir pappa og ein er bara fyrir plast," segir Elva. Stutt er síðan að ein af þessum tunnum var fyrir almennt sorp en nú er hún mun mun smærri. „Þannig þú kemur engu í hana nema tyggjói eða gúmmíteygjum og einhverju sem ekki er hægt að endurvinna. Það er galdurinn. Þannig kemstu niður í 2% af almennum úrgangi," segir Elva. Elva segir að stofnanir og fyrirtæki mættu taka sig á í flokkun og segir hún þau vel geta fylgt í þessi vænu og grænu fótspor. Umhverfisstofnun náði þessum árangri á stuttum tíma, en hlutfall óflokkaðs úrgangs var 26 prósent fyrir þremur árum. „Með því að endurvinna svona mikið þá erum við að bjarga öllum þessum hráefnum sem liggja í ruslinu okkar frá því að lenda í urðun, sem er alger endastöð, yfir í að vera verðmætt hráefni sem við getum nýtt til framtíðar," segir Elva. Og flokkun á vinnustað ýtir undir enn frekari flokkun. „Þegar fólk er búið að venja sig þetta á annað borð tekur það það með sér heim. Það er ekki spurning," segir hún.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Sjá meira