Fleiri fréttir

Vitnum og sakborningum hótað

Þriðja degi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Karlssyni og Berki Birgissyni er lokið.

Lýsing mátti reikna vexti miðað við erlenda gjaldmiðla

Héraðsdómur Reykjavíkur komst í morgun að þeirri niðurstöðu að samningur sem fyrirtækið Eirvík-Heimilistæki ehf. gerði í byrjun árs 2008 um fjármögnun á VW Caddy bíl væri í raun leigusamningur. Því hefði Lýsingu verið heimilt að binda vexti af þessum samningi við gengi erlendra gjaldmiðla. Ákvæði vaxtalaga um að óheimilt væri að reikna vexti út frá gengi erlendra gjaldmiðla ætti því ekki við í tilfelli þessa lánasamnings.

Verjandi Annþórs taldi saksóknara vanhæfan

Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í morgun kröfu Guðmundar St. Ragnarssonar, verjanda Annþórs Kristjáns Karlssonar, um að Karl Ingi Vilbergsson saksóknari í máli gegn Annþóri, Berki Birgissyni og félögum yrði úrskurðaður vanhæfur.

Þorsteinn fer aftur á Litla-Hraun eftir að kókaín fannst í þvagi

Þorsteinn Kragh, sem var dæmdur í níu ára fangelsi fyrir innflutning á um 200 kílóum af hassi og einu og hálfu kílói af kókaíni árið 2009, er aftur á leiðinni á Litla-Hraun eftir að hafa dvalið á Kvíabryggju síðustu misseri. Ástæðan er sú að kókaín fannst í þvagi hans eftir að hann skilaði sér of seint úr dagsleyfi.

Flestar konur útskrifast á Íslandi

Nær 67 prósent af háskólanemum sem útskrifuðust í fyrra voru konur. Til samanburðar voru "aðeins" 63 prósent útskrifaðra háskólanema árið 2011 konur í Svíþjóð, sem er það norrænt ríki sem kemst næst því að jafna metin við Ísland. Þetta og margt annað má lesa í Norrænu hagtöluárbókinni 2012 (Nordisk Statistisk Årbog 2012) sem kemur út í dag. Greint er frá bókinni á vef Hagstofunnar.

Göngufólk traðkar Esjuna niður

Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur óskað eftir leyfi borgaryfirvalda til að gera gagngerar lagfæringar á fjölförnum stíg upp Esjuna.

Óska eftir fleiri dögum til rjúpuveiða

Skotveiðifélag Íslands hefur farið þess á leit við umhverfis- og auðlindaráðuneytið og samráðshóp um rjúpnaveiðar, að veiðidögum verði fjölgað nú í haust.

Útgöngubann í Bólivíu vegna manntals

Útgöngubann hefur verið sett á í Bólivíu vegna manntals sem þar fer fram í dag. Öll umferð um vegi landsins er bönnuð og áfengisbann er einnig í gildi í dag.

Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu ökumenn í vandræðum

Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út í nótt til að aðstoða ökumenn, sem höfðu lent í vandræðum á Fagradal og Breiðdalsheiði á Austfjörðum. Engan sakaði og komu björgunarmenn ökumönnum og bílum til byggða.

Mikið tjón í eldsvoða við Óseyrarbraut í nótt

Allt tiltækt slökkvilið af höfuðborgarsvæðinu var kallað að sambyggðum fiskvinnsluhúsum við Óseyrarbraut í Hafnarfirði, eftir að lögreglumenn á eftirlitsferð urðu varir við eld í húsinu, laust fyrir klukkan tvö í nótt.

Minniháttar eldgos á Nýja Sjálandi

Minniháttar eldgos hófst í Tongariro-fjalli á norðureyju Nýja Sjálands í nótt. Um tíma náðu öskustrókurinn upp í um tveggja kílómetra hæð en hefur síðan fjarað út.

Biðst afsökunar á alræmdum svörtum lista í Hollywood

Willie Wilkerson sonur stofnenda blaðsins Hollywood Reporter hefur beðist opinberlega afsökunar á föður sínum sem birti alræmdan svartan lista um fólk í Hollywood sem talið var hallt undir kommúnisma um miðja síðustu öld.

Kjarnorkan komin á rafmagnsreikninginn

Rafmagnsnotanda sem hafði samband við Fréttablaðið brá heldur í brún þegar hann fékk ársyfirlit frá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) fyrir árið 2011. Þar var yfirlit yfir uppruna raforkunnar eftir orkugjöfum og sjá mátti að endurnýjanleg orka sæi fyrir 89 prósentum rafmagnsins og jarðefnaeldsneyti sex prósentum. Afgangurinn, fimm prósent, væri hins vegar framleiddur með kjarnorku.

Íslendingar þróa skólamáltíðir

Þróunarsamvinnustofnun Íslands tekur þátt í nýju verkefni sem felur í sér að bjóða upp á skólamáltíðir í Malaví sem eru ræktaðar í heimabyggð.

Styrkja og fræða ungt fólk

Jafningjafræðslan hlaut í gær Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2012 fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda.

Fjallið opnað á laugardaginn

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar verður opnað formlega á laugardag klukkan tíu um morguninn. Talsvert hefur snjóað á svæðinu síðustu daga og töluvert magn af snjó náð að festast í brekkunum. Þá hefur verið nægilega kalt fyrir snjóframleiðslu.

Þjóðskrá verði áfram á Selfossi

"Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum með það að hagræðingaraðgerðir ríkisins séu alltaf á sama veg, að starfsemi sé lögð niður á landsbyggðinni og flutt til Reykjavíkur," segir bæjarráð Árborgar í yfirlýsingu vegna ákvörðunar um að loka skrifstofu Þjóðskrárinnar á Selfossi.

Forseti Alþingis í Indlandsför

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, er í opinberri heimsókn á Indlandi. Með henni eru þingkonurnar Unnur Brá Konráðsdóttir og Oddný G. Harðardóttir, auk alþjóðaritara þingsins, Jörundar Kristjánssonar.

Reynt að semja um vopnahlé

Fulltrúar Egypta hafa síðustu daga lagt mikla vinnu í að fá Ísraela og Palestínumenn til að semja um vopnahlé og gerðu sér vonir um að af því yrði í gær, nærri viku eftir að Ísraelar hófu loftárásir á Gasa. Ekkert samkomulag hafði náðst þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi.

Konur mega ekki verða biskupar

Bretland Enska biskupakirkjan felldi í gær naumlega tillögu um að konur gætu orðið biskupar í kirkjunni. Tuttugu ár eru síðan kirkjan samþykkti að konur gætu orðið prestar.

Hafði kallað Makedóna slava

Aivo Orav, sendiherra Evrópusambandsins í Makedóníu, hefur beðist afsökunar á því að hafa sagt meirihluta landsmanna vera slava.

Aðkoma Ólafs "óljós“ og "óþarflega flókin“ í ákæru

Hluta ákæru á hendur Ólafi Ólafssyni, sem var annar stærsti hluthafi Kaupþings, í Al-Thani-málinu er einnig vísað frá, en um er að ræða ákærulið vegna hlutdeildar í meintri markaðsmisnotkun Hreiðars Más Sigurðssonar og Sigurðar Einarssonar.

Ákæru á hendur Magnúsi vísað frá dómi í Al-Thani máli

Ákæru sérstaks saksóknara á hendur Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, hefur verið vísað frá dómi. Úrskurður um frávísun var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur kl. 9 í morgun og hefur þegar verið kærður til Hæstaréttar. Dóms er að vænta fljótlega yfir öðrum sakborningum.

Engin þjóð myndi sætta sig við árásir eins og Ísrael hefur orðið fyrir

Ástæðan fyrir árásum Ísraelar gagnvart Palestínumönnum er helst sú að skotið hefur verið yfir þúsund flugskeytum frá Palestínu yfir til Ísraels á þessu ári. "Það er engin þjóð sem myndi sætta sig við slíkt,“ útskýrði Gísli Freyr Valdórsson, fréttamaður á Viðskiptablaðinu í viðtali í Harmageddon.

Sif Traustadóttir: Aðfarir tamningakonunnar klárlega dýraníð

„Ég er búin að ráðfæra mig við hestafólk, þetta eru ekki tamningar, það eru allir sammála um það," segir Sif Traustadóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands um tamningakonuna sem myndband birtist á Youtube þar sem hún virtist beita óvanalega harkalegum aðferðum við tamningar á hesti.

Þarf að grafa sig niður til þess að tengja jólaljósin

Miklum snjó hefur kyngt niður víða um land síðustu vikur og hafa íbúar Dalvíkurbyggðar ekki farið varhluta af því. Á vef Dalvíkurbyggðar kemur fram að ekki hefur komið svo mikill snjór í sveitarfélaginu í nokkur ár, og er óhætt að segja að íbúar séu að verða þreyttir á þessum ófriði í veðrinu.

Lögreglan fagnar umræðu

Landssamband lögreglumanna (LL) fagnar umræðu sem orðið hefur um löggæslumál á Íslandi og stöðu lögreglunnar undanfarna daga á Alþingi Íslendinga. Þetta kemur fram í ályktun Landssambands lögreglumanna sem barst til fjölmiðla fyrir stundu.

Afríkumenn safna ofnum fyrir kalda Norðmenn

Afríkubúar hafa hafið söfnun á ofnum fyrir íbúa Noregs vegna landlægs kulda þar í landi. Í myndbandi sem fylgir fréttinni er lag, svona í anda hjálpum þeim, þar sem íbúar Afríku skora á íbúa heimsálfunnar að aðstoða þessa íssköldu Norðmenn.

Hætt við Holtsgöng

Borgarstjórn samþykkti í dag breytingu á svæðisskipulagi vegna Holtsgangna og byggingarsvæðis númer 5. Svæðisskipulagstillagan var samþykkt í skipulagsráði 7. nóvember síðastliðinn samkvæmt tilkynningu frá borginni.

Fullyrt að vopnahlé verði undirritað í kvöld

Vopnahlé virðist vera í burðarliðnum í átökum Ísraelsmanna og liðsmanna Hamas samtakanna á Gaza ströndinni. Þetta fullyrðir forseti Egyptalands sem leitt hefur friðarumleitanir. Fullyrt er að vopnahléið verði undirritað í kvöld en Ísraelsmenn hafa ekkert staðfest.

Tamningakonan rekin

Ung hestakona sem sést reyna að temja hest á umdeildu myndbandi, var leyst frá störfum sínum sem tamningakona í gær. Hún hefur ráðið sér lögmann, en konan hefur hingað til talin eiga framtíðina fyrir sér í faginu.

Dæmd fyrir ærumeiðingar á vefsíðu Mottumars

Fjörtíu og fimm ára gömul kona, fagstjóri líffræðagreina í menntaskóla á höfuðborgarsvæðinu, var dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir ærumeiðandi aðdróttanir gagnvart karlmanni á veraldarvefnum.

Varað við stormi í kvöld

Búist er við stormi, meira en 20 metrum á sekúndu, suðaustanlands í kvöld og sunnan og vestan til á landinu á morgun. Klukkan þrjú í dag var austan- og norðaustanátt, hvöss syðst á landinu og einnig sums staðar NV-til, annars talsvert hægari.

Segir jaðaráhrif skatta vera mest hjá barnafólki

Sigríður Ásthildur Andersen, lögmaður og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, hefur sett upp reiknivélina Vasareikninn. Þar geta menn séð hvað þeir bera í raun úr býtum þegar þeir bæta við sig vinnu, hvað þeir fá í vasann.

Fjölmiðlabanni í ofbeldismáli aflétt

"Slagsmálin stóðu yfir í tvær eða þrjár mínútur. Þetta var svakalegt. Algjör óreiða. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta var. Stofan var ekki meira en fimmtán fermetrar og það voru tíu eða tólf manns að slást."

Sjá næstu 50 fréttir