Fleiri fréttir

Guðlast ekki lengur lögbrot í Hollandi

Guðlast verður ekki lengur refsivert í Hollandi en þarlend stjórnvöld ætla að nema lögggjöf um guðlast úr gildi. Þau telja lögin vera tímaskekkju á 21. öldinni.

Plaggið ekki traustvekjandi

Fastanefndir Alþingis hafa nú til umfjöllunar frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga. Sú skoðun var viðruð á málþingi sem háskólar landsins stóðu að um miðjan mánuðinn að verklag stjórnskipunar sem lagt er upp með í drögunum gengi ekki upp.

Sóló á Suðurpólinn

Með jákvæðni, áræðni og hugrekki að vopni gengur nú íslensk ævintýrakona í átt að syðsta punkti jarðarinnar.

Tekur út stöðuna á Íslandi

Ísland verður í brennidepli hjá Richard Quest, þáttastjórnanda á sjónvarpsstöðinni CNN nú í desember.

Hælisleitendur flúðu land

Strákarnir tveir sem fundust í flugvél í sumar hafa nú flúið land. Enginn veit hvaða leið þeir fóru.

Ísland meðflytjandi ályktunar um Palestínu

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að Ísland verði meðflutningsríki ályktunar þess efnis að Palestína fái stöðu áheyrnarríkis hjá Sameinuðu þjóðunum.

Engin Ungfrú Ísland þetta árið

Engin Ungfrú Ísland verður krýnd í ár og er það í fyrsta skipti í yfir þrjátíu ár sem fegurðarsamkeppni Íslands er ekki haldin. Keppnin hefur hins vegar ekki lagt upp laupana og verður Ungfrú Ísland árið 2013 krýnd næsta vor.

Aðeins ein verslun seldi unglingi sígarettur

Um miðjan nóvember stóð forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðar fyrir könnun á því hvort unglingar gætu keypt sígarettur á sölustöðum tóbaks í Hafnarfirði. Farið var á 16 sölustaði og gátu unglingarnir keypt sígarettur á einum stað.

Íslenskum stjórnvöldum stefnt fyrir EFTA dómstólinn

Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að stefna Íslandi fyrir EFTA dómstól í tveimur málum. Málin varða tvær tilskipanir sem ekki hafa verið innleiddar af Íslandi. Íslandi bar að innleiða báðar tilskipanirnar fyrir 1. nóvember í fyrra.

Vill reisa 80 þúsund manna nýlendu á Mars

"Könnun er sjálft eðli Bandaríkjamanna og andi Bandaríkjanna kristallast í landkönnun." Þetta sagði auðkýfingurinn Elon Musk, stofnandi PayPal og SpaceX, í samtali við Bandaríska fjölmiðla á dögunum.

Þjófapar í ópíumvímu dæmt

Par var dæmt í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að hafa stolið fjölmörgum hlutum á árinu. Brotahrinan hófst í janúar þegar þau stálu skeggsnyrti, hárklippum og þráðlausum USB móttakara úr verslun Elko.

Byggja 80 herbergja hótel á Minni-Borg

Til stendur að byggja áttatíu herbergja hótel á Minni Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi. Á síðasta fundi sveitarstjórnar sveitarfélagsins voru meðal annars lögð fram drög að lóðarleigusamningi um viðskipta- og þjónustulóð undir hótelbyggingu inn á golfvellinum að Minni - Borg, segir á fréttavefnum dfs.

Mannasiðir á göngubrú

Ökumenn sem keyra Hringbrautina þessa stundina reka eflaust upp stór augu, en á göngubrúnni yfir í Vatnsmýrina má sjá að búið er að festa risastóra stafi sem mynda orðið Mannasiðir.

Kærleikskúlan 2012 opinberuð og afhent

Kærleikskúlan 2012 var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjavíkur í dag. Það er Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra sem stendur að verkefninu en handhafi Kærleikskúlunnar í ár er Jón Margeir Sverrisson, sundkappi og ólympíumethafi.

Enn ein kannabisræktunin stöðvuð

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði enn eina kannabisræktunina í fyrradag. Nú var hún í iðnaðarhúsnæði í Kópavogi.

Ber sjálfur ábyrgð á hlutabréfakaupunum

Íslenska ríkið, Fjármálaeftirlitið og Kauphöllin voru í morgun sýknuð af kröfu manns sem sagðist hafa verið rændur þegar hann keypti bréf í Glitni í vikunni eftir að ríkið tók yfir 75% hlut í bankanum haustið 2008.

Bjarni Ben: Ætla að halda ótrauður áfram

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að halda ótrauður áfram sem formaður Sjálfstæðisflokksins og segist stefna að því að leiða flokkinn í kosningunum næsta vor.

Kókaínsmyglari í fimm mánaða fangelsi

Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í fimm mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að flytja inn tæp 120 grömm af kókaíni frá Danmörku þann 14. nóvember í fyrra. Styrkleiki efnisins var 75-77% og hefði verið unnt að drýgja efnið upp í 414 grömm af kókaíni miðað við 22% styrkleika. Maðurinn játaði brot sín fyrir dómnum en sagðist ekki hafa vitað hvers eðlis efnin voru sem hann var með.

Glæpastríð í Eymundsson

Arnaldur Indriðason á mest seldu bókina á heildarlista Eymundsson vikuna 21.11.12 til 27.11.12. Í öðru sætinu er glæpadrottningin sjálf, Yrsa Sigurðardóttir, og má búast við hörðum toppslag þar, en Yrsa hefur ógnað stöðu Arnalds sem konung glæpasagnanna síðustu ár.

Útgefnum vegabréfum fjölgar áfram milli ára

Útgáfa vegabréfa heldur áfram að aukast á milli ára. Í október s.l. voru gefin út 3.365 íslensk vegabréf. Til samanburðar voru gefin út 2.653 vegabréf í október í fyrra. Fjölgar því útgefnum vegabréfum um 26,8 % milli ára.

Ætla að kvikmynda þríleik Jóns Kalmans

Sænska kvikmyndafyrirtækið Cap Horn Film AB og Kvikmyndafélagið Hughrif ehf. tryggðu sér fyrir stuttu kvikmyndaréttinn á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar sem samanstendur af Himnaríki og helvíti, Harmi englanna og Hjarta mannsins gefnum út af Bjarti.

Hobbitaæði grípur um sig á Nýja Sjálandi

Algert Hobbitaæði hefur gripið um sig á Nýja Sjálandi en þar er búið að frumsýna nýjustu mynd Peters Jackson, sem fjallar um Hobbitann. Myndirnar, sem eru undanfari Hringadróttinssögu, verða alls þrjár talsins. Sú fyrsta þeirra var sýnd í Wellington bíóinu í morgun. Allar stjörnurnar sem leika í myndinni voru viðstaddar sýninguna og tugþúsundir áhorfenda söfnuðust saman fyrir framan kvikmyndahúsið. Mestu aðdáendurnir tjölduðu jafnvel fyrir utan húsið til þess að vera sem næst rauðadreglinum þegar stjörnurnar gengu á honum.

Algengt að kynferðisbrotamenn gefi drengjum gjafir

Meirihluti dæmdra kynferðisbrotamanna sem brjóta gegn drengjum reynir að kaupa þögn þeirra með gjöfum. Peningar eru algengustu múturnar, samkvæmt nýrri rannsókn á öllum dómum Hæstaréttar frá 1920 til 2012.

Segir íslensku geitina geta unnið fyrir sér

Boðað er hefur verið til málþings á degi geitarinnar. Stofninn hefur eflst mikið síðustu ár, en er enn á válista. Málefni geitarinnar hafa ekki fengið hljómgrunn hjá stjórnvöldum, sem ber þó skylda til að vernda stofninn.

Helmingurinn látinn sæta geðrannsókn

Helmingur gerenda sem dæmdir hafa verið í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot gegn dreng þurfti að sæta geðrannsókn. 16 gerendur hafa verið dæmdir sekir í slíkum málum í Hæstarétti frá stofnun hans til loka apríl 2012. Allir gerendur eru karlar.

Afsagnar Morsi krafist í Kaíró

Fjölmenn mótmæli gegn Mohammed Morsi Egyptalandsforseta snerust upp í mótmæli gegn Bræðralagi múslíma, hreyfingunni sem Morsi er sprottinn úr.

Sjá næstu 50 fréttir