Fleiri fréttir

Stálu átta stórum klaklöxum úr fiskeldi

Átta stórum klaklöxum, sem nota átti til undaneldis vegna fiskeldis í Hestá í Önundarfirði hefur verið stolið úr kerjum á Suðureyri og rannsakar lögreglan á Vestfjörðum nú málið.

Fatahönnuðir fengu styrki

Hálfíslenska hönnunarteymið Ostwald Helgason fékk veglegan styrk úr Hönnunarsjóði Auroru í dag.

Færeyingar gætu orðið fimmfalt ríkari en Norðmenn

Statoil-menn segjast ætla að halda áfram olíuborun við Færeyjar næsta vor. Þetta kemur fram í fréttaskýringu á norska olíuvefmiðlinum Offshore.no þar sem bent er á að olíufundur myndi umbylta færeysku samfélagi. Jafnframt kemur fram hversvegna leitin í Færeyjum geti haft áhrif á olíuleit við Ísland. Statoil og samstarfsaðilar þess, Exxon Mobil og Atlantic Petroleum, greindu frá því í morgun að hlé hafi verið gert á borunum.

Ekki lögbrot að loka á WikiLeaks

Stærstu kortafyrirtæki heims brutu ekki samkeppnislög Evrópusambandsins þegar þau lokuðu á greiðslugátt sem notuð var til að safna fjárframlögum fyrir WikiLeaks.

Söngvarar yfirgáfu tónleikagesti

Á Netinu gengur nú þetta myndskeið, þar sem söngvarar í drengakór sjást syngja fyrir hóp tónleikagesta í Wuppertal í Þýskalandi. Frekari orð eru óþörf en þegar horft er á myndskeiðið til enda sjást skilaboð sem vert er fyrir alla heimsbyggðina að taka mark á.

Umhverfisvænn bor Jarðborana tekin í notkun

Umhverfisvænasti og um leið öflugasti bor Jarðborana hf. var tekin í notkun við Reykjanesvirkjun HS Orku í dag. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gaf bornum nafnið Þór.

Það er mjólk í bernaisesósu Vogabæjar

Matvælafyrirtækið Vogabær vekur athygli neytenda á því að í Ef-bernaisesósu, sem fyrirtækið framleiðir, er notaður laktósi, þ.e. mjólkursykur unninn er úr mjólk.

Minecraft og Raspberry Pi í samstarf

Góðgerðarsamtökin Raspberry Pi Foundation, framleiðandi samnefndrar smátölvu, hafa tekið höndum saman við tölvuleikjafyrirtækið Mojang. Fyrirtækið er hvað frægast fyrir tölvuleikinn vinsæla Minecraft.

Vampíra á kreiki í Serbíu

Íbúar í litlu þorpi í vesturhluta Serbíu hafa hamstrað hvítlauk síðustu daga. Bæjarstjórn Zarozje-þorpsins gaf út tilkynningu á dögunum þess efnis að vampíra væri mögulega á kreiki á svæðinu.

Gat ekki fest son sinn í bílstól vegna ölvunar

Hæstiréttur Íslands gerði Héraðsdómi Reykjavíkur að taka aftur upp og dæma til lausnar ákæruliði gegn föður sem hefur verið ákærður fyrir að stofna lífi og heilsu barns síns í hættu með því að aka ofurölvi með það þegar hann sótti barnið á leikskóla.

Sex og hálfri milljón úthlutað til hönnuða og arkitekta

Hönnunarsjóður Auroru úthluta úthlutaði í dag 6,5 milljónum til hönnuða og hönnunarverkefna. Hönnunarsjóður Auroru hefur þá úthlutað alls 17 milljónum til hönnuða og hönnunarverkefni á þessu ári. Hjá sjóðnum er lögð áhersla á að styðja verkefni þar sem hönnuðir hafa skýra sýn og markmið. Í þessari úthlutun má greina áherslu hönnuða á mikilvægi rannsóknarvinnu við undirbúning verkefna sinna.

Sigríður Ingibjörg svarar: Vandinn hverfur ekki þótt um hann sé þagað

"Þetta sýnir að það er titringur á markaðnum, segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar Alþingis. Sigríður sagði í morgun að breyta þurfi skilmálum á skuldabréfum Íbúðalánasjóðs. Lokað var fyrir viðskipti með bréfin í Kauphöll Íslands strax á eftir. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, gagnrýndi fyrr í dag ummæli Sigríðar Ingibjargar og sagði þau óheppileg.

Þrungið andrúmsloft í Egyptalandi

Víða hefur verið mótmælt í Egyptalandi í dag. Stjórnarandstæðingar hafa safnast saman á Frelsistorginu og víðar í höfuðborginni Kaíró.

Sandý kostaði 7.800 milljarða

Tjón sem hlaust af völum fellibylsins Sandý í New York og New Jersey í síðasta mánuði er talið nema rúmlega 7.800 milljörðum íslenskra króna.

Stal veiðistöng og úlpu

Fertug kona var dæmd í tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi vegna þjófnaðar. Konan stal meðal annars úlpu úr verslun á Hafnarstræti í desember árið 2010 en andvirði hennar voru tæplega 40 þúsund krónur.

Fjölmörg slys vegna hálku á Suðurnesjum

Fjölmörg umferðaróhöpp hafa orðið á Suðurnesjum síðustu daga. Flest hafa orðið vegna hálku. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Grindavíkurvegi og hafnaði á skilti utan vegar.

Stærsti skúlptur veraldar rís í Abu Dhabi

Stærsti manngerði skúlptúr veraldar mun brátt rísa í Abu Dhabi. Verkið verður rúmlega 150 metrar á hæð og verður reist úr tæplega 410 þúsund olíutunnum.

Hildur snúin aftur á Facebook

Femíniski aðgerðarsinninn, Hildur Lilliendahl, er snúin aftur á Facebook eftir að henni var úthýst af samskiptavefnum fyrir mánuði síðan en þá birti hún skjáskot af orðum manns sem heitir Stefán Heiðar Erlingsson á Facebook síðu sinni.

Íbúðalánasjóður bregst við ummælum Sigríðar Ingibjargar

Ekki er unnið að breytingu á skilmálum skuldabréfa Íbúðalánasjóðs og engar ákvarðanir um slíkt hafa verið teknar, segir í tilkynningu sem Íbúðalánasjóður sendi Kauphöll Íslands í morgun. Íbúðalánasjóður segir í tilkynningunni að slík skilmálabreyting sé óframkvæmanleg nema í fullu samstarfi við eigendur fjármögnunarbréfa sjóðsins.

Fíkniefni falin í gasgrilli

Fíkniefnasali var handtekinn og kannabisefni haldlögð í sölueiningum sem fundust við húsleit á heimili félaga hans.

Jón Gnarr fékk dúkku af sér sjálfum: Þetta er mini me!

Marta M. Niebieszczanska, fréttamaður pólska fréttavefsins Informacje, tók viðtal við Jón Gnarr borgarstjóra í gær, en þá ræddi hún við borgarstjóra um starfið, fjölmenningu, samráðsvefinn Betri Reykjavík og fleira.

Mamma gerði mistök

Mamma setti alltaf lak fyrir stofudyrnar á meðan hún skreytti stofuna hátt og lágt á aðfangadag. Við börnin fengum því ekki að sjá jólatréð fyrr en jólaklukkurnar klingdu og lakið féll klukkan sex, segir Andrea Kristín Unnarsdóttir um hjartfólgna jólaminningu,

Ákærður fyrir að skera pilt með dúkahníf - tveir til viðbótar ákærðir

Þrír karlmenn eru ákærðir fyrir meiriháttar, og sérstaklega hættulega líkamsárás í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tveir mannanna, sem eru átján og tuttugu ára gamlir, eru ákærðir fyrir að hafa gengið í skrokk á þeim þriðja, sem er einnig átján ára gamall, fyrir utan Kolaportið í mars síðastliðnum.

Hlé gert á olíuborun við Færeyjar

Statoil og samstarfsaðilar þess, ExxonMobil og Atlantic Petroleum, hafa ákveðið að stöðva tímabundið olíuborun á Brugdan-svæðinu undan ströndum Færeyja. Í tilkynningu frá Statoil kemur fram að þetta sé gert vegna veðurútlits þar sem vetrarmánuðir séu framundan og að færeysk stjórnvöld hafi heimilað frestun til loka árs 2013.

Kjörgögnum verði eytt

Kjörstjórn Samfylkingarinnar í Reykjavík ber að eyða kjörgögnum úr prófkjöri. Jafnaðarmannafélagið Rósin fær ekki aðgang að þeim. Kjörstjórn fundar í vikunni. Þurfum að fá gögnin ef málið fer fyrir dómstóla, segir lögmaður Rósarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir