Segir íslensku geitina geta unnið fyrir sér Þorgils Jónsson skrifar 28. nóvember 2012 08:00 Mynd/Kristín Eva Þrátt fyrir að geitastofninn á Íslandi hafi verið á stöðugri uppleið síðustu árin og telji nú rúmlega 800 dýr telst hann enn í útrýmingarhættu. Meðal þess sem hamlar eflingu stofnsins er hve afurðir dýranna eru illa nýttar. Á föstudaginn er dagur geitarinnar og af því tilefni heldur Erfðanefnd landbúnaðarins málþing um íslensku geitina. Málþingið fer fram í Þjóðminjasafni Íslands og stendur frá klukkan 13 til 16. Geiturnar 800 eru í eigu um 50 einstaklinga hér á landi, en í flestum tilfellum er um að ræða frístundabúskap og gagnger geitabúskapur er aðeins á einu eða tveimur býlum. Dominique Plédel Jónsson, sem er í stjórn Geitfjárseturs, áhugafólks um geitastofninn, segir að lykillinn að því að gera stofninn sjálfbæran sé að dreifa geitinni betur um landið og nýta afurðirnar að fullu. "Við þurfum að setja upp fræðslusetur um geitur og geitaafurðir og út frá því þarf að koma upp sérhæfðri aðstöðu til að vinna geitaafurðir við býlið." Hugmyndin, segir Dominique, er að setja upp aðstöðu við Háafell í Borgarfirði þar sem stærsta geitabú landsins er rekið af Jóhönnu Þorvaldsdóttur og Þorbirni Oddssyni, manni hennar. "Það er ekki hægt að halda uppi dýrastofni einfaldlega sem gæludýrum, en geitur geta vel unnið fyrir sér," segir Jóhanna og vísar þar til afurða eins og mjólkur, osta, ullar og skinns, auk þess sem sápur og krem eru unnin úr geitatólg. Jóhanna segir mikinn áhuga á geitaafurðum og hundruð manna sæki býlið heim á sumri. Áhugi stjórnvalda sé þó ekki eins mikill, sem sé skrítið í ljósi þess að yfirvöldum beri að vernda stofna á válista. "Það er fráleitt að þurfa að fara ár eftir ár til að sækja aðstoð upp í ráðuneyti. Í þau fjórtán ár sem ég hef staðið í þessu hefur ekki tekist að marka nokkurn farveg eða stefnu fyrir geitastofninn," segir Jóhanna. Hún segist loks vonast til þess að málþingið muni vekja athygli á stöðunni og verða hvatning til þess að ástandið breytist til batnaðar í framhaldinu. Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Sjá meira
Þrátt fyrir að geitastofninn á Íslandi hafi verið á stöðugri uppleið síðustu árin og telji nú rúmlega 800 dýr telst hann enn í útrýmingarhættu. Meðal þess sem hamlar eflingu stofnsins er hve afurðir dýranna eru illa nýttar. Á föstudaginn er dagur geitarinnar og af því tilefni heldur Erfðanefnd landbúnaðarins málþing um íslensku geitina. Málþingið fer fram í Þjóðminjasafni Íslands og stendur frá klukkan 13 til 16. Geiturnar 800 eru í eigu um 50 einstaklinga hér á landi, en í flestum tilfellum er um að ræða frístundabúskap og gagnger geitabúskapur er aðeins á einu eða tveimur býlum. Dominique Plédel Jónsson, sem er í stjórn Geitfjárseturs, áhugafólks um geitastofninn, segir að lykillinn að því að gera stofninn sjálfbæran sé að dreifa geitinni betur um landið og nýta afurðirnar að fullu. "Við þurfum að setja upp fræðslusetur um geitur og geitaafurðir og út frá því þarf að koma upp sérhæfðri aðstöðu til að vinna geitaafurðir við býlið." Hugmyndin, segir Dominique, er að setja upp aðstöðu við Háafell í Borgarfirði þar sem stærsta geitabú landsins er rekið af Jóhönnu Þorvaldsdóttur og Þorbirni Oddssyni, manni hennar. "Það er ekki hægt að halda uppi dýrastofni einfaldlega sem gæludýrum, en geitur geta vel unnið fyrir sér," segir Jóhanna og vísar þar til afurða eins og mjólkur, osta, ullar og skinns, auk þess sem sápur og krem eru unnin úr geitatólg. Jóhanna segir mikinn áhuga á geitaafurðum og hundruð manna sæki býlið heim á sumri. Áhugi stjórnvalda sé þó ekki eins mikill, sem sé skrítið í ljósi þess að yfirvöldum beri að vernda stofna á válista. "Það er fráleitt að þurfa að fara ár eftir ár til að sækja aðstoð upp í ráðuneyti. Í þau fjórtán ár sem ég hef staðið í þessu hefur ekki tekist að marka nokkurn farveg eða stefnu fyrir geitastofninn," segir Jóhanna. Hún segist loks vonast til þess að málþingið muni vekja athygli á stöðunni og verða hvatning til þess að ástandið breytist til batnaðar í framhaldinu.
Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Sjá meira