Tollasektir yfir 50.000 fara á sakaskrár ferðafólks í 10 ár Sunna Valgerðardóttir skrifar 28. nóvember 2012 08:00 Sekt vegna ótilkynntra kaupa á dýrustu gerð Ipad erlendis nægir til að koma ferðamanni á sakaskrá í tíu ár. Mynd/Anton Ef ferðamaður sem kemur til landsins þarf að greiða sekt sem nemur 50 þúsund krónum eða meira fyrir að fara í gegnum græna hliðið með tollskyldan varning fer hann á sakaskrá. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissaksóknara fara tollalagasektir inn á sakaskrá viðkomandi einstaklings, en fylgja ekki einkasakavottorðum sem fólk getur þurft að óska eftir sökum vinnu eða annarra mála. Á slík vottorð fara einungis hegningarlagabrot og ávana- eða fíkniefnalagabrot. Fréttablaðið greindi frá því í gær að leyfilegt hámarksverðmæti varnings sem má koma með inn í landið tollfrjálst hefur staðið í stað frá árinu 2008. Á sama tíma hefur krónan rýrnað um þriðjung með tilheyrandi skerðingu á leyfilegum kaupum erlendis án þess að gefa vörur upp í tolli. Í reglugerð um sakaskrár kemur fram að þeir sem hafa aðgang að upplýsingum úr sakaskrám eru dómstólar, dómsmálaráðuneytið, umboðsmaður Alþingis, Fangelsismálastofnun og Útlendingaeftirlitið. Ríkissaksóknari gefur út sakavottorð til erlendra yfirvalda vegna rannsóknar og meðferðar opinbers máls eða vegna öflunar ríkisfangs eða ökuréttinda. Tollalagasektir eru aðgengilegar á sakaskrám einstaklinga tíu árum eftir að brotið er framið. Snorri Olsen tollstjóri segir það koma reglulega upp að fólk þurfi að greiða meira en 50 þúsund krónur í sekt fyrir að fara með of dýran varning í gegnum græna hliðið. Hann hefur þó enga skoðun á því hvort viðmiðunarmörkin séu of lág og segir þær ákvarðanir alfarið liggja hjá stjórnvöldum. Engu breytir hvort ferðamaður komi í gegn um hliðið með einn dýran hlut eða marga ódýrari, útskýrir Snorri. "Hvort sem þú ert að koma í gegn með fimm Iphone-síma eða einn 500 þúsund króna pels, er það alltaf heildarupphæðin sem skiptir máli," segir hann. Tengdar fréttir Erfitt að spyrja um gleraugun á nefinu Sömu tollareglur gilda um vörur sem keyptar eru á brottfararsvæði Leifsstöðvar og um varning sem keyptur er erlendis eða í komuverslun. 26. nóvember 2012 06:00 Ruglið í rauða hliðinu Undanfarnar vikur hefur Fréttablaðið sagt fréttir af þeim reglum sem gilda um varning sem ferðamenn mega taka með sér inn í landið án þess að borga af honum toll. Þessar reglur skipta neytendur heilmiklu máli, því að margir drýgja kaupmáttinn með því að verzla í útlöndum og gera mun hagstæðari innkaup en hægt er að gera hér á landi. 27. nóvember 2012 08:00 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Ef ferðamaður sem kemur til landsins þarf að greiða sekt sem nemur 50 þúsund krónum eða meira fyrir að fara í gegnum græna hliðið með tollskyldan varning fer hann á sakaskrá. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissaksóknara fara tollalagasektir inn á sakaskrá viðkomandi einstaklings, en fylgja ekki einkasakavottorðum sem fólk getur þurft að óska eftir sökum vinnu eða annarra mála. Á slík vottorð fara einungis hegningarlagabrot og ávana- eða fíkniefnalagabrot. Fréttablaðið greindi frá því í gær að leyfilegt hámarksverðmæti varnings sem má koma með inn í landið tollfrjálst hefur staðið í stað frá árinu 2008. Á sama tíma hefur krónan rýrnað um þriðjung með tilheyrandi skerðingu á leyfilegum kaupum erlendis án þess að gefa vörur upp í tolli. Í reglugerð um sakaskrár kemur fram að þeir sem hafa aðgang að upplýsingum úr sakaskrám eru dómstólar, dómsmálaráðuneytið, umboðsmaður Alþingis, Fangelsismálastofnun og Útlendingaeftirlitið. Ríkissaksóknari gefur út sakavottorð til erlendra yfirvalda vegna rannsóknar og meðferðar opinbers máls eða vegna öflunar ríkisfangs eða ökuréttinda. Tollalagasektir eru aðgengilegar á sakaskrám einstaklinga tíu árum eftir að brotið er framið. Snorri Olsen tollstjóri segir það koma reglulega upp að fólk þurfi að greiða meira en 50 þúsund krónur í sekt fyrir að fara með of dýran varning í gegnum græna hliðið. Hann hefur þó enga skoðun á því hvort viðmiðunarmörkin séu of lág og segir þær ákvarðanir alfarið liggja hjá stjórnvöldum. Engu breytir hvort ferðamaður komi í gegn um hliðið með einn dýran hlut eða marga ódýrari, útskýrir Snorri. "Hvort sem þú ert að koma í gegn með fimm Iphone-síma eða einn 500 þúsund króna pels, er það alltaf heildarupphæðin sem skiptir máli," segir hann.
Tengdar fréttir Erfitt að spyrja um gleraugun á nefinu Sömu tollareglur gilda um vörur sem keyptar eru á brottfararsvæði Leifsstöðvar og um varning sem keyptur er erlendis eða í komuverslun. 26. nóvember 2012 06:00 Ruglið í rauða hliðinu Undanfarnar vikur hefur Fréttablaðið sagt fréttir af þeim reglum sem gilda um varning sem ferðamenn mega taka með sér inn í landið án þess að borga af honum toll. Þessar reglur skipta neytendur heilmiklu máli, því að margir drýgja kaupmáttinn með því að verzla í útlöndum og gera mun hagstæðari innkaup en hægt er að gera hér á landi. 27. nóvember 2012 08:00 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Erfitt að spyrja um gleraugun á nefinu Sömu tollareglur gilda um vörur sem keyptar eru á brottfararsvæði Leifsstöðvar og um varning sem keyptur er erlendis eða í komuverslun. 26. nóvember 2012 06:00
Ruglið í rauða hliðinu Undanfarnar vikur hefur Fréttablaðið sagt fréttir af þeim reglum sem gilda um varning sem ferðamenn mega taka með sér inn í landið án þess að borga af honum toll. Þessar reglur skipta neytendur heilmiklu máli, því að margir drýgja kaupmáttinn með því að verzla í útlöndum og gera mun hagstæðari innkaup en hægt er að gera hér á landi. 27. nóvember 2012 08:00