Íslenskum stjórnvöldum stefnt fyrir EFTA dómstólinn 28. nóvember 2012 15:29 Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að stefna Íslandi fyrir EFTA dómstól í tveimur málum. Málin varða tvær tilskipanir sem ekki hafa verið innleiddar af Íslandi. Íslandi bar að innleiða báðar tilskipanirnar fyrir 1. nóvember í fyrra. Annars vegar er um að ræða tilskipun sem varðar lánasamninga fyrir neytendur. Tilskipunin tekur t.d. til auglýsinga og staðlaðra upplýsinga sem veita þarf neytendum og er þar af leiðandi mikilvæg fyrir neytendavernd. Í tilkynningu ESA segir að tilskipunin gegni einnig mikilvægu hlutverki í samræmingu rammalöggjafar EES réttar og styrkingu innri markaðarins varðandi neytendalán. Tilskipunin gildi um neytendalán að upphæð milli 200 evra og 75 000 evra. Húsnæðislán og lán tengd kaup á landi eða fasteign séu undanskilin gildissviði tilskipunarinnar. Hin tilskipunin varðar undirbúning, markaðssetningu og notkun á lyfjablönduðu fóðri. Lyfjablandað fóður er dýrafóður sem hefur verið bætt með lyfjum t.d. sýklalyfjum og mótefnum. ESA segir að sú aðferð að bæta lyfjum við dýrafóður geti verið hagnýt leið til að stjórna lyfjagjöf dýra. Slík lyfjagjöf þurfi, engu að síður, að vera í samræmi við reglur um dýralyf. Reglurnar séu mikilvægar til að tryggja að leifar lyfjanna sé ekki að finna í kjöti sem ætlað sé til manneldis. Þar sem Ísland tók ekki til fullnægjandi aðgerða til að innleiða tilskipanirnar eftir að ESA gaf út ráðgefandi álit í júní og júlí 2012, mun málunum nú verða stefnt fyrir dómstólinn. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að stefna Íslandi fyrir EFTA dómstól í tveimur málum. Málin varða tvær tilskipanir sem ekki hafa verið innleiddar af Íslandi. Íslandi bar að innleiða báðar tilskipanirnar fyrir 1. nóvember í fyrra. Annars vegar er um að ræða tilskipun sem varðar lánasamninga fyrir neytendur. Tilskipunin tekur t.d. til auglýsinga og staðlaðra upplýsinga sem veita þarf neytendum og er þar af leiðandi mikilvæg fyrir neytendavernd. Í tilkynningu ESA segir að tilskipunin gegni einnig mikilvægu hlutverki í samræmingu rammalöggjafar EES réttar og styrkingu innri markaðarins varðandi neytendalán. Tilskipunin gildi um neytendalán að upphæð milli 200 evra og 75 000 evra. Húsnæðislán og lán tengd kaup á landi eða fasteign séu undanskilin gildissviði tilskipunarinnar. Hin tilskipunin varðar undirbúning, markaðssetningu og notkun á lyfjablönduðu fóðri. Lyfjablandað fóður er dýrafóður sem hefur verið bætt með lyfjum t.d. sýklalyfjum og mótefnum. ESA segir að sú aðferð að bæta lyfjum við dýrafóður geti verið hagnýt leið til að stjórna lyfjagjöf dýra. Slík lyfjagjöf þurfi, engu að síður, að vera í samræmi við reglur um dýralyf. Reglurnar séu mikilvægar til að tryggja að leifar lyfjanna sé ekki að finna í kjöti sem ætlað sé til manneldis. Þar sem Ísland tók ekki til fullnægjandi aðgerða til að innleiða tilskipanirnar eftir að ESA gaf út ráðgefandi álit í júní og júlí 2012, mun málunum nú verða stefnt fyrir dómstólinn.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira