Fleiri fréttir

Enn varað við hjálpsömu tölvuþrjótunum

Ríkislögreglustjóri telur ástæðu til þess að vara við tölvuþrjótum sem undanfarna daga hafa hringt í fólk á Íslandi undir því yfirskyni að þeir starfi hjá tölvufyrirtækinu Microsoft.

Katrín með öflugan stuðning í Hafnarfirði - Gaukur vinnur fyrir Árna

Fangelsisstjórinn og fyrrverandi þingmaðurinn, Margrét Frímannsdóttir, hefur lýst yfir stuðningi við Katrínu Júlíusdóttur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Eins hefur Ágúst Einarsson fyrrverandi þingmaður og rektor hjá Bifröst, lýst yfir stuðningi við Katrínu.

Obama um úrslitin: Það besta er framundan

Barack Obama hélt sigurræðu sína eldsnemma í morgun að íslenskum tíma. Á sigurhátíð hans hljómaði lag Stevie Wonders, Sign Sealed deliverd þegar Barack gekk inn í salinn ásamt Michelle, eiginkonu sinni og dætrum þeirra tveimur. "Takk takk takk,“ sagði Obama og hélt síðan áfram að ræða niðurstöður kosninganna.

Íslensku barnabókaverðlaunin veitt í dag

Íslensku barnabókaverðlaunin verða afhent miðvikudaginn í dag klukkan hálf tólf. Athöfnin fer fram í bíósal Austurbæjarskólans í Reykjavík en þar verður skýrt frá því hvaða handrit ber sigur úr býtum í samkeppninni um verðlaunabók ársins 2012, en ríflega sextíu handrit bárust.

Óttast frekari náttúruhamfarir í New York

Hætta er á að náttúruhamfarir skelli enn og aftur á austurströnd Bandaríkjanna í dag og á morgun, en veðurspáin gerir ráð fyrir mikilli rigningu, sjó og hvössu veðri. Þetta gæti orsakað ný flóð og áframhaldandi rafmagnsleysi og þar með tefja fyrir björgunarstarfi sem unnið hefur verið frá því að fellibylurinn Sandy reið yfir austurströndina í síðustu viku. Stormurinn verður mun minni en hann var í síðustu viku en vegna þess hversu mikil eyðilegging varð þá er ljóst að margir Bandaríkjamenn eru berskjaldaðir fyrir óveðrinu sem búist er við.

Mögulegt að barnaníðingurinn sé þingmaður

Þingmaður breska Verkamannaflokksins segir að ef íhaldsmaðurinn sem sakaður er um að hafa misnotað börn á barnaheimili í Wales á áttunda og níunda áratug síðustu aldar er þingmaður, þá eigi hann samstundis að víkja af þingi.

Norðmenn setja milljarða í að undirbúa olíuvinnslu við Jan Mayen

Norsk stjórnvöld áforma að verja nærri þremur milljörðum íslenskra króna, 130 milljónum norskra króna, á næsta ári til að undirbúa tvö ný svæði til olíuvinnslu. Þetta eru Jan Mayen-svæðið og sá hluti Barentshafs sem er vestan lögsögumarkanna við Rússland. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Noregs fyrir árið 2013 sem nú er til umfjöllunar í Stórþinginu. Í fréttatilkynningu olíu- og orkumálaráðuneytisins segir að áætlað sé að nota fjármunina til kortlagningar, hljóðbylgjumælinga og annarra jarðfræðirannsókna á umræddum hafsvæðum. Fyrir áform íslenskra stjórnvalda að opna Drekasvæðið til olíuvinnslu teljast það góð tíðindi hversu þunga áherslu Norðmenn ætla að leggja á Jan Mayen-svæðið.

Gríska þingið kýs um niðurskurðaráform

Gríska þingið kýs í dag um 14 milljarða evra, 2300 milljarða króna, niðurskurð á fjárlögum. Niðurskurðurinn er nauðsynlegur til þess að ríkið fái fjárhagsaðstoð frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikkja, hvetur þingmenn til þess að greiða atkvæði með niðurskurðartillögunum enda verði að bjarga ríkinu frá hörmungum. Allsherjarverkfall er í Grikklandi vegna tillagnanna.

Rauðvínsdrykkja eykur lífslíkur kvenna með brjóstakrabbamein

Konur sem hafa greinst með brjóstakrabbamein geta aukið lífslíkur sínar með því að drekka eitt vínglas á dag, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem unnin var við Háskólann í Cambridge. Paul Pharoah, doktor í lýðheilsufræði við skólann, sagði í samtali við Times að niðurstöður þeirra bendi til þess að konur ættu ekki að neita sér um vín, en það þyrfti að drekka það í hófi. Við vinnslu rannsóknarinnar var meira en þrettán þúsund konum fylgt eftir í allt að fimmtán ár.

Fagnar sigri Obama með teboði

Leikarinn kunni, Steve Martin, ætlar að halda tepartý til þess að fagna sigri Baracks Obama í kosningunum. Þetta sagði Martin á Twitter strax eftir að úrslitin urðu ljós. Með þessu er Martin að gera grín að öfgafyllsta armi Repúblikanaflokksins, sannkristna frjálshyggjumenn sem kallaður eru Teboðshreyfingin.

Leo DiCaprio vill þrjá milljarða fyrir húsið sitt

Stórleikarinn Leonardo DiCaprio setti nýlega húsið sitt á Malibu í Kaliforníu á sölu. Hann vill fá 2,9 milljarða íslenskra króna fyrir húsið, sem er sjö svefnherbergja og með jafnmörg baðherbergi. Það er vefútgáfa blaðsins Los Angeles Times sem segir frá þessu, en ekki kemur fram hversu stórt húsið er í fermetrum talið. DiCaprio hafði auglýst húsið til leigu í sumar og átti langtímaleigjandi þá að geta leigt það á 9,5 milljónir íslenskra króna á mánuði, en leigjandi sem hugðist vera skemur en í sex mánuði átti að greiða tvöfalt hærra verð.

Brotist inn í fyrirtæki við Bæjarhraun

Brotist var inn í fyrirtæki við Bæjarhraun í Hafnarfirði í gærkvöldi og þaðan stolið skiptimynt og fatnaði. Þjófirnn braut sér leið í gegnum glugga og komst undan. Hann er ófundinn. Þá var nýju sjónvarpi stolið úr íbúð í Grafarvogi í gærkvöldi á meðan húsráðandi brá sér út í búð. Kunningi hans varð eftir í íbúðinni, en ekki kemur fram í skeyti lögreglunnar hvort hann er grunaður um þjófnaðinn.-

Krókódíll gómaður eftir tveggja ára leit

Krókódíll sem slapp úr dýragarði í bænum Beit Lahia á Gaza ströndinni fyrir tveimur árum var gómaður aftur í gær. Lögreglan biðlaði til óbreyttra borgara um að þeir hjálpuðu þeim að þurrka upp holræsið og veiða krókódílinn með hákarlanetum. Dýrið hefur verið sent aftur í dýragarðinn. Um var að ræða 180 sentimetra langan krókódíl. Hann er sagður hafa verið mjög orkumikill þegar hann náðist. Vegna styrks síns og ákveðins skaps var krókódíllinn kallaður Steinninn eða "The Rock".

Á slysadeild eftir bílveltu á Þingvallavegi

Ökumaður og farþegar sluppu lítið meiddir þegar bíll valt út af Þingvallavegi á móts við Kjósarskarðsveg í gærkvöldi. Krapi og hálka voru á veginum þegar slysið varð og hafnaði bíllinn á hliðinni. Fólkið var flutt á slysadeild til aðhlynningar en fékk að fara heim að því loknu. Víða snjóaði á landinu í nótt nema á suðvesturlandi, og féll til dæmis fimm sentímetra djúpur snjór ofan á svellaðar götur á Akureyri í nótt þannig að þar er mikil hálka. Það er líka hálka á flestum fjallvegum.-

Generalprufa fyrir formannskjör

Katrín Júlíusdóttir og Árni Páll Árnason berjast um fyrsta sætið á lista Samfylkingarinnar í Kraganum og öðrum þræði um formannsstólinn. Um 750 skráðu sig í flokkinn eða sem stuðningsmenn fyrir prófkjörið. Allir þingmenn flokksins gefa kost á sér.

Stasi taldi að Svavar væri útsendari CIA

Austurþýska leyniþjónustan Stasi taldi að Svavar Gestsson ynni fyrir bandarísku leyniþjónustuna þegar hann var við nám í Austur-Þýskalandi. Pólitískir andstæðingar hans á Íslandi brigsluðu honum um að ganga erinda Stasi.

Vill sama refsiramma fyrir stera og fíkniefni

Maður tekinn í Leifsstöð með 35 þúsund steratöflur. Formaður lyfjaráðs ÍSÍ vill hertar refsingar. Hann segir ljóst að steranotkun hafi aukist mjög á liðnum árum og sé ekki lengur feimnismál. „Það hræðir mann svolítið,“ segir hann.

Bæjarstjórinn boðar úttekt á skólafæðinu

Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að úttekt verði gerð á gæðum matar í skólum bæjarins. Framkvæmdastjóri Skólamatar segir máltíðir þaðan hollar. Kennarar segja matinn í lagi en vilja jafnræði og næði frá nemendunum á matartímum.

Hver undanþágulyfseðill tekur hálftíma

Læknar þurfa að fylla út sérstök eyðublöð í þríriti til viðbótar við umsókn um lyfjaskírteini til að ávísa sjúklingum sínum lyf sem eru á undanþágulista Lyfjastofnunar.

Óvissa um stuðning þingsins

Tveggja sólarhringa allsherjarverkfall hófst í Grikklandi í gær til að mótmæla nýju niðurskurðarfrumvarpi, sem greidd verða atkvæði um á þingi í dag.

Kosningaskjálfti í Kraganum

Alls eru um 5.650 á kjörskrá fyrir prófkjör Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Tæplega 5.000 voru skráð í flokkinn og bættust rúmlega 150 nýir félagar í flokkinn. Þá skráðu tæplega 600 sig á stuðningsmannalista og fá því að kjósa í prófkjörinu. Um 15 prósentum fleiri eru því á kjörskrá en voru skráðir í flokkinn áður en prófkjörsbaráttan hófst.

Stjórnin verði beðin að víkja

Ríkisendurskoðun hefur hafnað beiðni stjórnar hjúkrunarheimilisins Eirar um að taka út starfsemi og rekstur þess. Ríkisendurskoðun telur það ekki í sínum verkahring.

Áverkar í munni ógna velferð hrossa

Áverkar í munni eru helsta ógnin við velferð keppnishrossa, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Matvælastofnunar (Mast). Skýrslan nefnist „Klár í keppni 2012“ en í henni er fjallað um heilbrigðisskoðanir keppnis- og sýningarhrossa á Landsmóti hestamanna og Íslandsmóti í hestaíþróttum á þessu ári.

Eldur í Gilinu

Eldur kviknaði í veitingahúsinu Gilinu í Ólafsvík um klukkan ellefu í gærkvöldi. Hans varð fljótt vart og var þegar kallað á slökkvilið, sem réði niðurlögum hans. Að sögn slökkviliðsmanna mátti ekki tæpara standa að liðið kæmi á vettvang svo eldurinn næði útbreiðslu, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Endurbætur hafa staðið yfir í húsinu, en eldsupptök eru ókunn. Nokkrar skemmdir urðu innanstokks, einkum af reyk.

Obama endurkjörinn

Barack Obama hefur verið endurkjörinn forseti Bandaríkjanna.

Obama spilaði körfubolta við Scottie Pippen

Barack Obama var mun afslappaðri en Mitt Romney áður en fyrstu tölur úr kosningunum voru lesnar upp í dag. Hann spilaði körfubolta með félögum sínum. Og það voru engir smá mótherjar sem hann fékk að spreyta sig á. Þar fór fremstur í flokki Scottie Pippen, sem lék með Chicago Bulls körfuboltaliðinu þegar Michael Jordan var upp á sitt besta. og Randy Brown sem einnig lék með Chicago Bulls. Aðrir sem fengu að spila með voru Arne Duncan, menntamálaráðherra Bandaríkjanna, og Giannoulias, fyrrverandi fjármálaráðherra í Illinois.

Spenna í Flórída í upphafi talningar

Barack Obama er með 51% fylgi í Flórída, þegar búið er að telja um þrjátíu og fimm prósent atkvæða. Flórída er eitt af tíu lykilríkjunum sem gefur 29 kjörmenn. Fyrirfram var talið að Mitt Romney hefði yfirburði í ríkinu. Mitt Romney er með 48% atkvæða.

Romney með sigurræðuna tilbúna

Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins, er sigurviss svo um munar. Von er á fyrstu tölum von bráðar en frambjóðandinn hefur nú þegar ritað sigurræðu sína.

„Ég er hálfgerður kosningafíkill“

"Frá fyrstu tíð hef ég talið að Obama muni sigra þessar kosningar og það hefur ekkert breyst." Þetta segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.

Kosningasjónvarp CNN - bein útsending

Vísir verður með beina útsendingu í allt kvöld og í nótt frá forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Kosningasjónvarpi CNN verður streymt þar til niðurstöður verða skýrar undir morgun. Þá má einnig nálgast CNN á fjölvarpinu.

Sendiherra Íslendinga í Washington: Hátíðisdagur í Bandaríkjunum

"Þetta er hátíðisdagur, það er umfram allt það. Maður verður var við það allstaðar að það er kjördagur," segir Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. "Fyrir gamlan pólitíkus eins og mig er þetta dýrðardagur að upplifa," segir hann jafnframt. Hann bætir því þó við að hann hafi ekki hugmynd um það, fremur en nokkur annar, hvernig niðurstöðurnar verða.

Romney enn á fullu - Obama spilar körfubolta

Forsetaframbjóðendurnir tveir, Barack Obama og Mitt Romney, eru nú að setja sig í stellingar fyrir kvöldið enda má búast við fyrstu tölum á miðnætti - á sama tíma og kjörstaðir loka.

Greiddi atkvæði á leiðinni á fæðingardeildina

Hin 21 ára gamla Galicia Malone var staðráðin í að greiða atkvæði í forsetakosningunum í dag. Svo ákveðin var hún að barnsburður aftraði henni ekki frá því að koma við á kjörstað.

Herbert Guðmundsson talar um nýju ástina í lífinu

Það er Eurovision að þakka að ástin blómstrar hjá Herberti Guðmundssyni í dag. Þegar Eighties-smellurinn Can't Walk away kom út var kærastan hans, Lísa Dögg Helgadóttir, 5 ára en nú 26 árum seinna eru þau trúlofuð.

Tilfinningaþrungin stund í Iowa

Hátt í 20 þúsund manns fylgdust með Barack Obama, Bandaríkjaforseta, binda enda á kosningabaráttu sína í Des Moines í Iowaríki.

Fyrstu tölur á miðnætti - allt í beinni á Vísi

Forsetakosningar fara nú fram í Bandaríkjunum þar sem þeir Barack Obama sitjandi forseti og Mitt Romney berjast um eitt valdamesta embætti heims. Þrátt fyrir harða keppni eru flestir sérfræðingar á því að Obama fari með sigur af hólmi.

Björn Valur um Eir: Lítur út eins og skipulögð glæpastarfsemi

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, vill að stjórnendur hjúkrunarheimilisins Eirar verði kærðir til lögreglu og segir að staða heimilisins sé ekki bara dæmi um tæra spillingu, heldur lítur út fyrir að um sé að ræða skipulagða glæpastarfsemi.

"Auðvitað líður mér ekki vel yfir þessu“

Stjórnarformaður Eirar segist miður sín yfir þeirri stöðu sem upp er kominn hjá félaginu en segist þó ekki ætla að víkja. Hann vissi af fjárhagserfiðleikum fyrir tæpu einu og hálfu ári en tókst ekki að bjarga málum.

Marshall aðstoðar í Bandaríkjunum

"Kjörsóknin er betri en búist var við, allavega í Norður-Karólínu, þar sem ég er. Þetta er að fara mjög vel af stað hérna,“ segir Róbert Marshall þingmaður sem nú er staddur í Bandaríkjunum við kosningaeftirlit vegna forsetakosninganna þar í landi.

Stuðningsmiðstöð fyrir börn opnuð í dag

Ný stuðningsmiðstöð fyrir börn með alvarlega, sjaldgæfa sjúkdóma og fjölskyldur þeirra opnaði í dag. Þessa miðstöð gaf þjóðin í söfnuninni Á allra vörum og var opið hús af því tilefni í dag. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra undirritaði viljayfirlýsingu um rekstur hússins eftir að söfnunarféð er uppurið, gospelkór Lindakirkju söng, undir stjórn Óskars Einarssonar og séra Vigfús Bjarni Albertsson blessaði húsið.

Skarphéðinn og Margrét ráðin dagskrárstjórar

Skarphéðinn Guðmundsson hefur verið ráðinn dagskrárstjóri RÚV. Umsækjendur fengu upplýsingar um þetta í dag. Skarphéðinn hefur starfað sem dagskrárstjóri Stöðvar 2 um árabil. Skarphéðinn leysir Sigrúnu Stefánsdóttur af hólmi en hún lét af störfum á dögunum vegna ágreinings við Pál Magnússon útvarpsstjóra.

582 þúsund ferðamenn sótt Ísland heim frá áramótum

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru 44.994 erlendir ferðamenn frá landinu í október síðastliðnum eða um sex þúsund fleiri en í sama mánuði árið 2011 samkvæmt tilkynningu sem Ferðamálastofan sendi frá sér.

Sjá næstu 50 fréttir