Obama endurkjörinn 7. nóvember 2012 04:29 Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden varaforseti óska hvor öðrum til hamingju. Í baksýn eru eiginkonur þeirra. MYND/AFP Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur verið endurkjörinn í embætti. Mótframbjóðandinn, Mitt Romney, óskaði honum til hamingju með sigurinn rétt fyrir klukkan sex í morgun. Það liggur þó enn ekki fyrir hversu miklir yfirburðir Obama eru þar sem þrjú ríki eiga enn eftir að tilkynna lokaniðurstöður talninga. En allt útlit er þó fyrir að Obama hafi fengið 290 kjörmenn og Romney 206. Kosningakerfið í Bandaríkjunum virkar þannig að hvert ríki fær ákveðinn fjölda kjörmanna í hlutfalli við fjölda íbúa í ríkinu. Sá forsetaframbjóðandi sem fær 270 kjörmenn vinnur kosningarnar. Atkvæði á landsvísu þykja táknræn og líka pólitísk mikilvæg en hafa þó lítið að segja um úrslit kosninganna. Enn liggur ekki fyrir hvor fékk fleiri atkvæði á landsvísu, Obama eða Romney. Obama náði kjöri með því að vinna meirihluta kjörmanna í ríkjum sem hingað til hafa stutt dyggilega við bakið á demókrötum og hann fékk líka meirihluta í fjölmörgum lykilríkjum, eins og Colorado, Iowa, Pennsylvaníu, Michigan, Minnesota og Wisconsin. Naumur sigur hans í Ohio, tryggði honum svo endanlega sigurinn. Í gær voru einnig kosnir ríkisstjórar í ellefu ríkjum, auk þess sem kosið var um 100 fulltrúa í öldungadeild þingsins og öll 435 sætin í fulltrúadeildinni. Búist er við því að Repúblikanar haldi meirihluta í fulltrúadeildinni en Demókratar verði enn með meirihluta í öldungadeildinni. Það þykir nokkrum tíðindum sæta að Obama hafi náð endurkjöri sem forseti enda er atvinnuleysi í Bandaríkjunum nokkuð hátt, eða um 7,9% og efnahagslífið frekar slæmt.Á Twittersíðu sinni sagði Obama:"Þetta er ykkur að þakka. Takk fyrir.""Við erum öll í þessu saman. Við lögðum upp með það, og það er það sem við erum. Takk fyrir. -bo""Fjögur ár í viðbót!" Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur verið endurkjörinn í embætti. Mótframbjóðandinn, Mitt Romney, óskaði honum til hamingju með sigurinn rétt fyrir klukkan sex í morgun. Það liggur þó enn ekki fyrir hversu miklir yfirburðir Obama eru þar sem þrjú ríki eiga enn eftir að tilkynna lokaniðurstöður talninga. En allt útlit er þó fyrir að Obama hafi fengið 290 kjörmenn og Romney 206. Kosningakerfið í Bandaríkjunum virkar þannig að hvert ríki fær ákveðinn fjölda kjörmanna í hlutfalli við fjölda íbúa í ríkinu. Sá forsetaframbjóðandi sem fær 270 kjörmenn vinnur kosningarnar. Atkvæði á landsvísu þykja táknræn og líka pólitísk mikilvæg en hafa þó lítið að segja um úrslit kosninganna. Enn liggur ekki fyrir hvor fékk fleiri atkvæði á landsvísu, Obama eða Romney. Obama náði kjöri með því að vinna meirihluta kjörmanna í ríkjum sem hingað til hafa stutt dyggilega við bakið á demókrötum og hann fékk líka meirihluta í fjölmörgum lykilríkjum, eins og Colorado, Iowa, Pennsylvaníu, Michigan, Minnesota og Wisconsin. Naumur sigur hans í Ohio, tryggði honum svo endanlega sigurinn. Í gær voru einnig kosnir ríkisstjórar í ellefu ríkjum, auk þess sem kosið var um 100 fulltrúa í öldungadeild þingsins og öll 435 sætin í fulltrúadeildinni. Búist er við því að Repúblikanar haldi meirihluta í fulltrúadeildinni en Demókratar verði enn með meirihluta í öldungadeildinni. Það þykir nokkrum tíðindum sæta að Obama hafi náð endurkjöri sem forseti enda er atvinnuleysi í Bandaríkjunum nokkuð hátt, eða um 7,9% og efnahagslífið frekar slæmt.Á Twittersíðu sinni sagði Obama:"Þetta er ykkur að þakka. Takk fyrir.""Við erum öll í þessu saman. Við lögðum upp með það, og það er það sem við erum. Takk fyrir. -bo""Fjögur ár í viðbót!"
Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira