Fleiri fréttir Magnúsi Orra bannað að auglýsa bókina sína "Þetta snýst um það að frambjóðendur mega ekki kaupa sér auglýsingar,“ sagði Valgerður Guðjónsdóttir, formaður kjörstjórnar Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi en þeim tilmælum var komið til Magnúsar Orra Schram, þingmanns flokksins, að hann mætti ekki auglýsa bók sína og yrði það gert ógildir hann framboð sitt í prófkjöri Samfylkingarinnar í kjördæminu. 6.11.2012 13:43 Hárkollukona í fimmtán mánaða fangelsi fyrir smygl Erlend kona var í dag dæmd í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að smygla inn 670 grömmum af kókaíni inn til landsins. Hún mun hafa komið til landsins i byrjun ágúst síðastliðins með flugi frá Spáni, falin í pakkningu undir hárkollu sem samuð var við hár konunnar. 6.11.2012 13:15 Kosning hafin í Bandaríkjunum. Búist er við því að 120 milljónir Bandaríkjamanna gangi að kjörborðinu í dag. Þar taka þeir afstöðu til þess hvort þeir vilji hafa Barack Obama, núverandi forseta Bandaríkjanna, í forystu næstu fjögur árin eða fá Romney í staðinn. Skoðanakannanir sýna að staðan er jöfn. Fyrstu kjörstaðir opnuðu á austurhluta Bandaríkjanna og í miðvesturríkjunum um klukkan ellefu. 6.11.2012 12:18 Upprættu kannabisræktun í Hafnarfirði Kannabisræktun var upprætt í húsi í Hafnarfirði í gær. Við húsleit á áðurnefndum stað fann lögreglan 25 kannabisplöntur, auk græðlinga. Húsráðandi, karl um tvítugt, viðurkenndi aðild sína að málinu. 6.11.2012 11:58 Tólf óku undir áhrifum - sú elsta var sextug Tólf ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Lögreglan stöðvaði átta þeirra í Reykjavík, tveir voru í Kópavogi og einn í Hafnarfirði og einn í Mosfellsbæ. 6.11.2012 11:20 Ævisparnaðurinn í hættu: Greinilega mjög alvarlegt mál "Mín skoðun er sú að þetta eigi ekki að bitna að neinu leyti á þjónustu við íbúana á hjúkrunarheimilinu," segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara um þá grafalvarlegu stöðu sem er komin upp í hjúkrunarheimilinu Eir. 6.11.2012 10:46 Gestir á Sigur Rós sektaðir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sektaði um hundrað ökumenn sem lögðu ólöglega við Laugardalshöllina síðasta sunnudag. 6.11.2012 10:13 Systkinum verði ekki bannað að sofa saman Einingarlistinn í Danmörku vill afnema bann við kynlífi milli systkina. Málið hefur vakið gríðarlega athygli í Danmörku og hafa nær allir stærstu fjölmiðlar fjallað um það. Samkvæmt löggjöfinni núna er kynlíf systkina ólöglegt og getur varðað tveggja ára fangelsi. 6.11.2012 09:39 Putin rak varnarmálaráðherrann vegna spillingarmála Vladimir Putin, forseti Rússlands, rak varnarmálaráðherrann sinn í morgun eftir að ráðuneyti hans flæktist inn í svikama´l. Sergei Shoigu, fyrrverandi orkumálaráðherra, tekur við varnarmálaráðuneytinu. Verið er að rannsaka hvort ráðuneytið hafi selt eignir sínar undir markaðsverði til valinkunnra einstaklinga. Putin segist hafa rekið ráðherrann til þess að hægt sé að láta fara fram hlutlausa rannsókn á málinu. 6.11.2012 08:59 Tollurinn fann 35 þúsund steratöflur Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur gert upptækar rúmlega 35 þúsund steratöflur og rúmlega 500 ambúlur sem fundust í farangri farþega sem kom til landsins frá Berlín aðfararnótt 27. október síðastliðins. Í Morgunblaðinu kemur fram að efnin fundust við reglulegt eftirlit tollvarða, en að sögn Kára Gunnlaugssonar, aðaldeildarstjóra hjá tollgæslunni, er um mikið magn af sterum að ræða. Manninum var sleppt eftir að efnin voru haldlögð. 6.11.2012 08:49 Búist við hörðum mótmælum í Aþenu Fjörtíu og átta klukkustunda allsherjarverkfall hefst í Grikklandi í dag, en þá verður nýjum niðurskurðarhugmyndum ríkisstjórnarinnar mótmælt. Mótmælagöngur verða farnar um miðborg Aþenu en hingað til hafa þær endað með átökum milli almennings og lögreglumanna. Niðurskurðartillögurnar snúast um að skerða heilbrigðisþjónustu, lækka opinber laun og eftirlaun og hækka eftirlaunaaldur. Þingið mun greiða atkvæði um tillögurnar á morgun. 6.11.2012 08:16 Slasaðist við BSÍ Erlend ferðakona slasaðist þegar hún var að stíga út úr rútubíl við BSÍ á ellefta tímanum í gærkvöldi. Hún var flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum hennar, sem ekki reyndust meiriháttar. Önnur kona slapp líka vel þegar hún varð fyrir bíl við Hrafnistu í Hafnarfirði á tólfta tímanum í gærkvöldi. Hún fékk kúlu á höfuðið en taldi ekki nauðsyn á að leita til læknis.- 6.11.2012 08:10 Kynferðisbrotamál teygir anga sína til Íhaldsflokksins David Cameron hefur fyrirskipað rannsókn á því hvernig staðið var að meðferð kynferðisbrotamála sem komu upp á barnaheimili í Wales fyrir nokkrum áratugum síðan. 6.11.2012 07:58 Strandsiglingar hefjist á ný Stefnt er að því að hefja strandsiglingar umhverfis landið á ný, eftir margra ára hlé, að því er kom farm í svari Ögmundar Jónasssonar innanríkisráðherra við fyrirspurn á Alþingi í gær. Málið er nú til umsagnar hjá eftirlitsstofnun EFTA, en stefnt er að nokkurra ára tilraunaverkefni. Ögmundur sagðist vonast til að hægt verði að bjóða verkefnið út upp úr áramótum, en stefnt er að því að skip sigli einu sinni í viku umhverfis landið með viðkomu á mörgum höfnum í öllum landshlutum. Vonast er til að þessi flutningamáti muni létta á þungaflutningum um þjóðvegina.- 6.11.2012 07:13 Enn skelfur jörð við Siglufjörð Fimm jarðskjálftar yfir tveimur stigum mældust norðaustur af Siglufirði í gær og fyrradag. Sá snarpasti var 2,6 stig okg síðan haf margir vægari mællst. Skjálftahrynunni á þessu svæði virðist því hvergi nærri lokið. Þessa stundina er jákvæðu fréttirnar að upptökin eru norðaustur af Siglufirði, en ekki út af Gjögurtá, sem gæti verið fyrirboði frekari tíðinda.- 6.11.2012 07:10 Bítill styður Obama Það er gömul hefð að þegar kosið er birta þekktir leikarar, íþróttamenn, söngvarar og aðrir Bandaríkjamenn opinberlega skilaboð um stuðning sinn við einhvern tiltekinn frambjóðenda. Nú í ár hafa til dæmis leikararnir Samuel L. Jackson og Crish Rock sett myndskeið á YouTube þar sem þeir hvetja almenning til að kjósa Barack Obama. Það er óalgengara að útlendingar hvetji almenning til að kjósa á einn eða annan hátt. Það gerði aftur á móti breski Bítillinn Paul McCartney í gær þegar hann hvatti Bandaríkjamenn til að kjósa Obama. 6.11.2012 07:06 Grundarfjörðurinn fullur af síld Síldveiðar eru byrjaðar af fullum krafti eftir bræluna, og er veiðin nú mun líflegri en fyrir bræluna. Skipstjóri, sem fréttastofan ræddi við í morgun þakkar það því, að sjávarhitinn hafi lækkað um tvær gráður í óveðrinu og þá leiti síldinn í ríkari mæli inn í fjörðinn. Hann sagði að Grundarfjörðurinn hafi verið smekk fullur af síld í gær og öll skip fengið góðan afla. Verið er að vinna úr þeim afla um borð í vinnsluskikpunum, en veiðin sjálf er aðseins stunduð í björtu.- 6.11.2012 07:01 Obama mun sigurstranglegri Komið er að úrslitastund í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Barack Obama þykir líklegri til að hrósa sigri, en Mitt Romney heldur enn í vonina. Stjórnmálafræðingur spáir hörðum deilum á komandi árum. 6.11.2012 07:00 Lækka kröfurnar ef ráðuneyti krefst þess Viðskiptaháskólinn í Kaupmannahöfn hafnar ásökunum um mismunun á grundvelli tungumála. Hann muni þó breyta skilyrðum sínum ef yfirvöld ytra úrskurði um slíkt. Íslenskur nemi er tilbúinn að leita réttar síns fyrir dómi. 6.11.2012 07:00 Hætta framleiðslu á vinsælu geðklofalyfi Magnús Haraldsson, geðlæknir á Landspítalanum, segir það grafalvarlegt mál að lyfjaframleiðandinn Merck Sharp & Dome (MSD) ætli að hætta framleiðslu á geðklofalyfinu perfenazíni (Trilafon) í töfluformi. Um gamalt og vinsælt geðlyf sé að ræða, sem um leið sé eitt það ódýrasta á markaðnum og sé notað af hundruðum Íslendinga í dag með góðum árangri. 6.11.2012 07:00 Kennarar leiðir á skólabjúgum Félag grunnskólakennara í Hafnarfirði segir bæinn mismuna starfsmönnum. Á bæjarskrifstofunni sé tvíréttað í hádeginu en kennarar bíði í röð með nemendum til að fá mat miðaðan við bragðlauka barna. 6.11.2012 07:00 Gamlir neyðarkallar hlupu strax í skarðið Sala á Neyðarkalli Slysavarnafélagsins Landsbjargar gekk svo vel að sumar björgunarsveitir kláruðu birgðir sínar og gripu þá til eldri gerða af Neyðarkalli. Allt að 75 þúsundum eintaka keypt og tekjurnar fara yfir 100 milljónir króna. 6.11.2012 07:00 Tónlistarfólk sektað fyrir utan Hörpu „Óánægjan með óliðlegheit bílastæðavarða og annarra er gríðarlega mikil í okkar hópi,“ segir Frank Arthur Blöndal Cassata, gítarleikari hljómsveitarinnar Nóru og einn af tugum tónlistarmanna sem fengu stöðubrotssekt fyrir utan Hörpu um helgina á meðan þeir ferjuðu hljóðfæri og búnað inn í tónlistarhúsið þar sem hátíðin Iceland Airwaves fór fram. 6.11.2012 07:00 Kína býður fé í námuverkefni Grænlenska landsstjórnin á nú í samningaviðræðum við stærsta ríkisbanka Kína um fjármögnun námuverkefnis fyrir utan Nuuk sem mun veita Kínverjum aðgang að eftirsóttum náttúruauðlindum. 6.11.2012 07:00 Segir mannorð sitt eyðilagt Steinar Aubertsson, sem sætir ákæru fyrir að hafa skipulagt smygl á 570 grömmum af kókaíni til Íslands, segir ákæruna til þess ætlaða að eyðileggja mannorð hans. Við aðalmeðferðina í gær sagði hann að ákæruvaldið ætti að skammast sín. 6.11.2012 07:00 Meira en 40 veik börn á listanum Stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur og aðstandendur barna með sjaldgæfa og alvarlega sjúkdóma verður opnuð við hátíðlega athöfn í dag. Miðstöðin var stofnuð fyrir féð sem safnaðist í átakinu Á allra vörum. 6.11.2012 07:00 Fyrsta húsið friðað í Kópavogi Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur samþykkt tillögu Húsafriðunarnefndar um að friða gamla Kópavogsbæinn á Kópavogstúni. Bæjarstjórn Kópavogs ákvað nýverið að hefja undirbúning að nauðsynlegum lagfæringum á húsinu, sem er það fyrsta í Kópavogi sem er friðað. 6.11.2012 07:00 Stóra stundin að renna upp Frambjóðendurnir í bandarísku forsetakosningunum gerðu víðreist í gær, á lokadegi formlegrar kosningabaráttu þeirra. Skoðanakannanir benda til þess að Obama forseti hafi naumt forskot á Romney. 6.11.2012 06:55 Obama talar spænsku í nýju myndbandi Það má með sanni segja að forsetaframbjóðendurnir reyni að gera allt til að ná í atkvæði. Barack Obama hefur nú gefið út myndbanda þar sem hann talar spænsku en með því vill hann höfða til spænskumælandi íbúa í landinu. Myndbandið, sem má sjá hér að ofan, er mjög týpískt - með öllum frösunum sem einkenna kosningabaráttur sem þessar. 5.11.2012 23:46 Mikið að gera hjá sjúkraflutningamönnum Mikið hefur verið að gera hjá sjúkraflutningamönnum í höfuðborginni síðasta sólarhringinn því yfir 90 sjúkraflutningar eru skráðir hjá varðstjóra hjá slökkviliðinu frá því á miðnætti í gær. Það er vel yfir meðallagi, að sögn varðstjóra. Flestir flutningarnir snúa að veikindum, en þá hafa einhver minniháttar óhöpp átt sér stað. 5.11.2012 23:30 „Blóðgjöf bjargaði lífi sonar míns“ "Blóðgjöf bjargaði lífi sonar míns og blóðbankinn er sá banki sem ég skulda mest" segir Signý Gunnarsdóttir, en sonur hennar Gunnar Hrafn glímdi við hvítblæði og þurfti margoft á blóðgjöf að halda. 5.11.2012 23:04 Rolling Stone um Of Monsters and Men: Salurinn í Hörpu glataður David Fricke tónlistargagnrýnandi Rolling Stone, eins virtasta tónlistartímarits í heiminum, fer fögrum orðum um Iceland Airwaves-hátíðina sem lauk í gær. Fricke þessi hefur komið hingað til lands síðustu ár og heillast mjög af íslenskum tónlistarmönnum og umstangi hátíðarinnar. 5.11.2012 22:08 Will Ferrell ætlar að borða rusl ef fólk kýs Obama Myndbandið hefur fengið gríðarlega mikla athygli vestanhafs og hafa yfir 850 þúsund manns horft á það. 5.11.2012 19:48 Hætta með auðkennislykilinn Auðkennislykillinn heyrir nú brátt sögunni til fyrir 100 þúsund Íslendinga því Landsbankinn hefur innleitt nýtt öryggiskerfi fyrir netbanka sem gerir auðkennislykilinn óþarfan og er fyrsti bankinn á Norðurlöndunum til að gera slíkt. 5.11.2012 19:08 Spáir Obama sigri Á morgun ganga Bandaríkjamenn að kjörborðinu og velja sér forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir á landsvísu benda til þess að mjótt sé á munum en bandarískur prófessor segir næsta víst að Barack Obama muni tryggja sér endurkjör. 5.11.2012 18:45 Margar tilkynningar til tryggingafélaga vegna óveðursins Tryggingafélögin hafa tekið við á þriðja hundrað tjóna tilkynningum vegna óveðursins á föstudaginn. Flestar tilkynningar eru vegna skemmda á fasteignum en fokin trampólín og garðhúsgögn fást ekki bætt. 5.11.2012 18:45 Villi er sagður hafa leynt upplýsingum Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eirar og núverandi stjórnarformaður, er sagður hafa leynt upplýsingum um slæma fjárhagsstöðu hjúkrunarheimilsins. Það hafi gert það að verkum að vandamálið uppgötvaðist mun seinna en ella. 5.11.2012 18:30 Er til próf sem sigtar út barnaníðinga? Sigríður Björnsdóttir verkefnisstjóri samtakanna Blátt áfram segir að allir þeir sem starfi í kringum börn fái fræðslu um hvernig sé hægt að sporna við kynferðisofbeldi. 5.11.2012 17:44 Jóhann Einvarðsson látinn Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, flutti minningarorð um Jóhann Einvarðsson, fyrrverandi alþingismann, á þingfundi 5. nóvember 2012. Hann lést síðastliðið laugardagskvöld, 3. nóvember, á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Keflavík. Hann var 74 ára að aldri. 5.11.2012 17:10 Tvær unglingsstúlkur krotuðu á Oddgeir Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í nógu að snúast í vikunni sem leið og einna mest í lok vikunnar í tengslum við það norðanóveður sem gekk yfir Eyjarnar, en lögreglan fékk um 20 útköll sem rekja má til veðurhamsins. 5.11.2012 15:52 Einar Bárðarson ráðinn forstöðumaður Höfuðborgarstofu Einar Bárðarson hefur verið valinn úr hópi 27 umsækjenda til að taka við stöðu forstöðumanns Höfuðborgarstofu samkvæmt tilkynningu. 5.11.2012 15:40 Ekki hægt að svipta séra Georg Fálkaorðunni "Við andlát þarf að skila Fálkaorðunni, það er því erfitt að svipta menn einhverju sem þeir ekki hafa,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari, spurður hvort það komi til álita að svipta séra Ágúst Georg, fyrrverandi skólastjóra Landakotsskóla, Fálkaorðunni. 5.11.2012 15:37 Ekið á átta ára barn Ekið var á átta ára gamalt barn á gatnamótum Langholtsvegur og Laugarásvegar um klukkan tvö í dag. Barnið lenti undir bílnum en náðist fljótt undan honum og að sögn sjúkraflutningamanna virtist barnið ekki hafa slasast alvarlega. Þá voru tveir fluttir á slysadeild þegar árekstur varð fyrir utan Verzlunarskólann um tvöleytið í dag. Þeir fengu nokkuð högg á sig þegar líknarpúðar sprungu út við áreksturinn. 5.11.2012 15:36 Kaþólska kirkjan stofnar fagráð Biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, pétur Burcher, skipaði í dag þá Eirík Elís Þorláksson, hrl og sérfræðing við lagadeild Háskólans í Reykjavík, April Frigge, mannfræðing og Skúla Guðmundsson lögfræðing til að veita forstöðu nýju fagráði kirkjunnar varðandi kynferðisbrot. 5.11.2012 14:38 Michael Jackson í fangelsi fyrir kynferðisbrot Barnaníðingur að nafni Michael Jackson er vistaður í fangelsi um óákveðinn tíma fyrir að hafa misnotað tíu ára gamlan dreng. Maðurinn heitir í rauninni Albert English en lét breyta nafninu sínu í Michael Jackson af því að fyrrverandi konan hans var svo mikill aðdáandi söngvarans sáluga, að því er fram kemur í frétt Daily Mail. Jackson gekkst við því að hafa beitt drenginn kynferðisofbeldi og haldið honum í þrjá klukkutíma gegn vilja hans. 5.11.2012 14:35 Sjá næstu 50 fréttir
Magnúsi Orra bannað að auglýsa bókina sína "Þetta snýst um það að frambjóðendur mega ekki kaupa sér auglýsingar,“ sagði Valgerður Guðjónsdóttir, formaður kjörstjórnar Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi en þeim tilmælum var komið til Magnúsar Orra Schram, þingmanns flokksins, að hann mætti ekki auglýsa bók sína og yrði það gert ógildir hann framboð sitt í prófkjöri Samfylkingarinnar í kjördæminu. 6.11.2012 13:43
Hárkollukona í fimmtán mánaða fangelsi fyrir smygl Erlend kona var í dag dæmd í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að smygla inn 670 grömmum af kókaíni inn til landsins. Hún mun hafa komið til landsins i byrjun ágúst síðastliðins með flugi frá Spáni, falin í pakkningu undir hárkollu sem samuð var við hár konunnar. 6.11.2012 13:15
Kosning hafin í Bandaríkjunum. Búist er við því að 120 milljónir Bandaríkjamanna gangi að kjörborðinu í dag. Þar taka þeir afstöðu til þess hvort þeir vilji hafa Barack Obama, núverandi forseta Bandaríkjanna, í forystu næstu fjögur árin eða fá Romney í staðinn. Skoðanakannanir sýna að staðan er jöfn. Fyrstu kjörstaðir opnuðu á austurhluta Bandaríkjanna og í miðvesturríkjunum um klukkan ellefu. 6.11.2012 12:18
Upprættu kannabisræktun í Hafnarfirði Kannabisræktun var upprætt í húsi í Hafnarfirði í gær. Við húsleit á áðurnefndum stað fann lögreglan 25 kannabisplöntur, auk græðlinga. Húsráðandi, karl um tvítugt, viðurkenndi aðild sína að málinu. 6.11.2012 11:58
Tólf óku undir áhrifum - sú elsta var sextug Tólf ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Lögreglan stöðvaði átta þeirra í Reykjavík, tveir voru í Kópavogi og einn í Hafnarfirði og einn í Mosfellsbæ. 6.11.2012 11:20
Ævisparnaðurinn í hættu: Greinilega mjög alvarlegt mál "Mín skoðun er sú að þetta eigi ekki að bitna að neinu leyti á þjónustu við íbúana á hjúkrunarheimilinu," segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara um þá grafalvarlegu stöðu sem er komin upp í hjúkrunarheimilinu Eir. 6.11.2012 10:46
Gestir á Sigur Rós sektaðir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sektaði um hundrað ökumenn sem lögðu ólöglega við Laugardalshöllina síðasta sunnudag. 6.11.2012 10:13
Systkinum verði ekki bannað að sofa saman Einingarlistinn í Danmörku vill afnema bann við kynlífi milli systkina. Málið hefur vakið gríðarlega athygli í Danmörku og hafa nær allir stærstu fjölmiðlar fjallað um það. Samkvæmt löggjöfinni núna er kynlíf systkina ólöglegt og getur varðað tveggja ára fangelsi. 6.11.2012 09:39
Putin rak varnarmálaráðherrann vegna spillingarmála Vladimir Putin, forseti Rússlands, rak varnarmálaráðherrann sinn í morgun eftir að ráðuneyti hans flæktist inn í svikama´l. Sergei Shoigu, fyrrverandi orkumálaráðherra, tekur við varnarmálaráðuneytinu. Verið er að rannsaka hvort ráðuneytið hafi selt eignir sínar undir markaðsverði til valinkunnra einstaklinga. Putin segist hafa rekið ráðherrann til þess að hægt sé að láta fara fram hlutlausa rannsókn á málinu. 6.11.2012 08:59
Tollurinn fann 35 þúsund steratöflur Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur gert upptækar rúmlega 35 þúsund steratöflur og rúmlega 500 ambúlur sem fundust í farangri farþega sem kom til landsins frá Berlín aðfararnótt 27. október síðastliðins. Í Morgunblaðinu kemur fram að efnin fundust við reglulegt eftirlit tollvarða, en að sögn Kára Gunnlaugssonar, aðaldeildarstjóra hjá tollgæslunni, er um mikið magn af sterum að ræða. Manninum var sleppt eftir að efnin voru haldlögð. 6.11.2012 08:49
Búist við hörðum mótmælum í Aþenu Fjörtíu og átta klukkustunda allsherjarverkfall hefst í Grikklandi í dag, en þá verður nýjum niðurskurðarhugmyndum ríkisstjórnarinnar mótmælt. Mótmælagöngur verða farnar um miðborg Aþenu en hingað til hafa þær endað með átökum milli almennings og lögreglumanna. Niðurskurðartillögurnar snúast um að skerða heilbrigðisþjónustu, lækka opinber laun og eftirlaun og hækka eftirlaunaaldur. Þingið mun greiða atkvæði um tillögurnar á morgun. 6.11.2012 08:16
Slasaðist við BSÍ Erlend ferðakona slasaðist þegar hún var að stíga út úr rútubíl við BSÍ á ellefta tímanum í gærkvöldi. Hún var flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum hennar, sem ekki reyndust meiriháttar. Önnur kona slapp líka vel þegar hún varð fyrir bíl við Hrafnistu í Hafnarfirði á tólfta tímanum í gærkvöldi. Hún fékk kúlu á höfuðið en taldi ekki nauðsyn á að leita til læknis.- 6.11.2012 08:10
Kynferðisbrotamál teygir anga sína til Íhaldsflokksins David Cameron hefur fyrirskipað rannsókn á því hvernig staðið var að meðferð kynferðisbrotamála sem komu upp á barnaheimili í Wales fyrir nokkrum áratugum síðan. 6.11.2012 07:58
Strandsiglingar hefjist á ný Stefnt er að því að hefja strandsiglingar umhverfis landið á ný, eftir margra ára hlé, að því er kom farm í svari Ögmundar Jónasssonar innanríkisráðherra við fyrirspurn á Alþingi í gær. Málið er nú til umsagnar hjá eftirlitsstofnun EFTA, en stefnt er að nokkurra ára tilraunaverkefni. Ögmundur sagðist vonast til að hægt verði að bjóða verkefnið út upp úr áramótum, en stefnt er að því að skip sigli einu sinni í viku umhverfis landið með viðkomu á mörgum höfnum í öllum landshlutum. Vonast er til að þessi flutningamáti muni létta á þungaflutningum um þjóðvegina.- 6.11.2012 07:13
Enn skelfur jörð við Siglufjörð Fimm jarðskjálftar yfir tveimur stigum mældust norðaustur af Siglufirði í gær og fyrradag. Sá snarpasti var 2,6 stig okg síðan haf margir vægari mællst. Skjálftahrynunni á þessu svæði virðist því hvergi nærri lokið. Þessa stundina er jákvæðu fréttirnar að upptökin eru norðaustur af Siglufirði, en ekki út af Gjögurtá, sem gæti verið fyrirboði frekari tíðinda.- 6.11.2012 07:10
Bítill styður Obama Það er gömul hefð að þegar kosið er birta þekktir leikarar, íþróttamenn, söngvarar og aðrir Bandaríkjamenn opinberlega skilaboð um stuðning sinn við einhvern tiltekinn frambjóðenda. Nú í ár hafa til dæmis leikararnir Samuel L. Jackson og Crish Rock sett myndskeið á YouTube þar sem þeir hvetja almenning til að kjósa Barack Obama. Það er óalgengara að útlendingar hvetji almenning til að kjósa á einn eða annan hátt. Það gerði aftur á móti breski Bítillinn Paul McCartney í gær þegar hann hvatti Bandaríkjamenn til að kjósa Obama. 6.11.2012 07:06
Grundarfjörðurinn fullur af síld Síldveiðar eru byrjaðar af fullum krafti eftir bræluna, og er veiðin nú mun líflegri en fyrir bræluna. Skipstjóri, sem fréttastofan ræddi við í morgun þakkar það því, að sjávarhitinn hafi lækkað um tvær gráður í óveðrinu og þá leiti síldinn í ríkari mæli inn í fjörðinn. Hann sagði að Grundarfjörðurinn hafi verið smekk fullur af síld í gær og öll skip fengið góðan afla. Verið er að vinna úr þeim afla um borð í vinnsluskikpunum, en veiðin sjálf er aðseins stunduð í björtu.- 6.11.2012 07:01
Obama mun sigurstranglegri Komið er að úrslitastund í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Barack Obama þykir líklegri til að hrósa sigri, en Mitt Romney heldur enn í vonina. Stjórnmálafræðingur spáir hörðum deilum á komandi árum. 6.11.2012 07:00
Lækka kröfurnar ef ráðuneyti krefst þess Viðskiptaháskólinn í Kaupmannahöfn hafnar ásökunum um mismunun á grundvelli tungumála. Hann muni þó breyta skilyrðum sínum ef yfirvöld ytra úrskurði um slíkt. Íslenskur nemi er tilbúinn að leita réttar síns fyrir dómi. 6.11.2012 07:00
Hætta framleiðslu á vinsælu geðklofalyfi Magnús Haraldsson, geðlæknir á Landspítalanum, segir það grafalvarlegt mál að lyfjaframleiðandinn Merck Sharp & Dome (MSD) ætli að hætta framleiðslu á geðklofalyfinu perfenazíni (Trilafon) í töfluformi. Um gamalt og vinsælt geðlyf sé að ræða, sem um leið sé eitt það ódýrasta á markaðnum og sé notað af hundruðum Íslendinga í dag með góðum árangri. 6.11.2012 07:00
Kennarar leiðir á skólabjúgum Félag grunnskólakennara í Hafnarfirði segir bæinn mismuna starfsmönnum. Á bæjarskrifstofunni sé tvíréttað í hádeginu en kennarar bíði í röð með nemendum til að fá mat miðaðan við bragðlauka barna. 6.11.2012 07:00
Gamlir neyðarkallar hlupu strax í skarðið Sala á Neyðarkalli Slysavarnafélagsins Landsbjargar gekk svo vel að sumar björgunarsveitir kláruðu birgðir sínar og gripu þá til eldri gerða af Neyðarkalli. Allt að 75 þúsundum eintaka keypt og tekjurnar fara yfir 100 milljónir króna. 6.11.2012 07:00
Tónlistarfólk sektað fyrir utan Hörpu „Óánægjan með óliðlegheit bílastæðavarða og annarra er gríðarlega mikil í okkar hópi,“ segir Frank Arthur Blöndal Cassata, gítarleikari hljómsveitarinnar Nóru og einn af tugum tónlistarmanna sem fengu stöðubrotssekt fyrir utan Hörpu um helgina á meðan þeir ferjuðu hljóðfæri og búnað inn í tónlistarhúsið þar sem hátíðin Iceland Airwaves fór fram. 6.11.2012 07:00
Kína býður fé í námuverkefni Grænlenska landsstjórnin á nú í samningaviðræðum við stærsta ríkisbanka Kína um fjármögnun námuverkefnis fyrir utan Nuuk sem mun veita Kínverjum aðgang að eftirsóttum náttúruauðlindum. 6.11.2012 07:00
Segir mannorð sitt eyðilagt Steinar Aubertsson, sem sætir ákæru fyrir að hafa skipulagt smygl á 570 grömmum af kókaíni til Íslands, segir ákæruna til þess ætlaða að eyðileggja mannorð hans. Við aðalmeðferðina í gær sagði hann að ákæruvaldið ætti að skammast sín. 6.11.2012 07:00
Meira en 40 veik börn á listanum Stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur og aðstandendur barna með sjaldgæfa og alvarlega sjúkdóma verður opnuð við hátíðlega athöfn í dag. Miðstöðin var stofnuð fyrir féð sem safnaðist í átakinu Á allra vörum. 6.11.2012 07:00
Fyrsta húsið friðað í Kópavogi Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur samþykkt tillögu Húsafriðunarnefndar um að friða gamla Kópavogsbæinn á Kópavogstúni. Bæjarstjórn Kópavogs ákvað nýverið að hefja undirbúning að nauðsynlegum lagfæringum á húsinu, sem er það fyrsta í Kópavogi sem er friðað. 6.11.2012 07:00
Stóra stundin að renna upp Frambjóðendurnir í bandarísku forsetakosningunum gerðu víðreist í gær, á lokadegi formlegrar kosningabaráttu þeirra. Skoðanakannanir benda til þess að Obama forseti hafi naumt forskot á Romney. 6.11.2012 06:55
Obama talar spænsku í nýju myndbandi Það má með sanni segja að forsetaframbjóðendurnir reyni að gera allt til að ná í atkvæði. Barack Obama hefur nú gefið út myndbanda þar sem hann talar spænsku en með því vill hann höfða til spænskumælandi íbúa í landinu. Myndbandið, sem má sjá hér að ofan, er mjög týpískt - með öllum frösunum sem einkenna kosningabaráttur sem þessar. 5.11.2012 23:46
Mikið að gera hjá sjúkraflutningamönnum Mikið hefur verið að gera hjá sjúkraflutningamönnum í höfuðborginni síðasta sólarhringinn því yfir 90 sjúkraflutningar eru skráðir hjá varðstjóra hjá slökkviliðinu frá því á miðnætti í gær. Það er vel yfir meðallagi, að sögn varðstjóra. Flestir flutningarnir snúa að veikindum, en þá hafa einhver minniháttar óhöpp átt sér stað. 5.11.2012 23:30
„Blóðgjöf bjargaði lífi sonar míns“ "Blóðgjöf bjargaði lífi sonar míns og blóðbankinn er sá banki sem ég skulda mest" segir Signý Gunnarsdóttir, en sonur hennar Gunnar Hrafn glímdi við hvítblæði og þurfti margoft á blóðgjöf að halda. 5.11.2012 23:04
Rolling Stone um Of Monsters and Men: Salurinn í Hörpu glataður David Fricke tónlistargagnrýnandi Rolling Stone, eins virtasta tónlistartímarits í heiminum, fer fögrum orðum um Iceland Airwaves-hátíðina sem lauk í gær. Fricke þessi hefur komið hingað til lands síðustu ár og heillast mjög af íslenskum tónlistarmönnum og umstangi hátíðarinnar. 5.11.2012 22:08
Will Ferrell ætlar að borða rusl ef fólk kýs Obama Myndbandið hefur fengið gríðarlega mikla athygli vestanhafs og hafa yfir 850 þúsund manns horft á það. 5.11.2012 19:48
Hætta með auðkennislykilinn Auðkennislykillinn heyrir nú brátt sögunni til fyrir 100 þúsund Íslendinga því Landsbankinn hefur innleitt nýtt öryggiskerfi fyrir netbanka sem gerir auðkennislykilinn óþarfan og er fyrsti bankinn á Norðurlöndunum til að gera slíkt. 5.11.2012 19:08
Spáir Obama sigri Á morgun ganga Bandaríkjamenn að kjörborðinu og velja sér forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir á landsvísu benda til þess að mjótt sé á munum en bandarískur prófessor segir næsta víst að Barack Obama muni tryggja sér endurkjör. 5.11.2012 18:45
Margar tilkynningar til tryggingafélaga vegna óveðursins Tryggingafélögin hafa tekið við á þriðja hundrað tjóna tilkynningum vegna óveðursins á föstudaginn. Flestar tilkynningar eru vegna skemmda á fasteignum en fokin trampólín og garðhúsgögn fást ekki bætt. 5.11.2012 18:45
Villi er sagður hafa leynt upplýsingum Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eirar og núverandi stjórnarformaður, er sagður hafa leynt upplýsingum um slæma fjárhagsstöðu hjúkrunarheimilsins. Það hafi gert það að verkum að vandamálið uppgötvaðist mun seinna en ella. 5.11.2012 18:30
Er til próf sem sigtar út barnaníðinga? Sigríður Björnsdóttir verkefnisstjóri samtakanna Blátt áfram segir að allir þeir sem starfi í kringum börn fái fræðslu um hvernig sé hægt að sporna við kynferðisofbeldi. 5.11.2012 17:44
Jóhann Einvarðsson látinn Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, flutti minningarorð um Jóhann Einvarðsson, fyrrverandi alþingismann, á þingfundi 5. nóvember 2012. Hann lést síðastliðið laugardagskvöld, 3. nóvember, á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Keflavík. Hann var 74 ára að aldri. 5.11.2012 17:10
Tvær unglingsstúlkur krotuðu á Oddgeir Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í nógu að snúast í vikunni sem leið og einna mest í lok vikunnar í tengslum við það norðanóveður sem gekk yfir Eyjarnar, en lögreglan fékk um 20 útköll sem rekja má til veðurhamsins. 5.11.2012 15:52
Einar Bárðarson ráðinn forstöðumaður Höfuðborgarstofu Einar Bárðarson hefur verið valinn úr hópi 27 umsækjenda til að taka við stöðu forstöðumanns Höfuðborgarstofu samkvæmt tilkynningu. 5.11.2012 15:40
Ekki hægt að svipta séra Georg Fálkaorðunni "Við andlát þarf að skila Fálkaorðunni, það er því erfitt að svipta menn einhverju sem þeir ekki hafa,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari, spurður hvort það komi til álita að svipta séra Ágúst Georg, fyrrverandi skólastjóra Landakotsskóla, Fálkaorðunni. 5.11.2012 15:37
Ekið á átta ára barn Ekið var á átta ára gamalt barn á gatnamótum Langholtsvegur og Laugarásvegar um klukkan tvö í dag. Barnið lenti undir bílnum en náðist fljótt undan honum og að sögn sjúkraflutningamanna virtist barnið ekki hafa slasast alvarlega. Þá voru tveir fluttir á slysadeild þegar árekstur varð fyrir utan Verzlunarskólann um tvöleytið í dag. Þeir fengu nokkuð högg á sig þegar líknarpúðar sprungu út við áreksturinn. 5.11.2012 15:36
Kaþólska kirkjan stofnar fagráð Biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, pétur Burcher, skipaði í dag þá Eirík Elís Þorláksson, hrl og sérfræðing við lagadeild Háskólans í Reykjavík, April Frigge, mannfræðing og Skúla Guðmundsson lögfræðing til að veita forstöðu nýju fagráði kirkjunnar varðandi kynferðisbrot. 5.11.2012 14:38
Michael Jackson í fangelsi fyrir kynferðisbrot Barnaníðingur að nafni Michael Jackson er vistaður í fangelsi um óákveðinn tíma fyrir að hafa misnotað tíu ára gamlan dreng. Maðurinn heitir í rauninni Albert English en lét breyta nafninu sínu í Michael Jackson af því að fyrrverandi konan hans var svo mikill aðdáandi söngvarans sáluga, að því er fram kemur í frétt Daily Mail. Jackson gekkst við því að hafa beitt drenginn kynferðisofbeldi og haldið honum í þrjá klukkutíma gegn vilja hans. 5.11.2012 14:35