Innlent

Enn varað við hjálpsömu tölvuþrjótunum

Ríkislögreglustjóri telur ástæðu til þess að vara við tölvuþrjótum sem undanfarna daga hafa hringt í fólk á Íslandi undir því yfirskyni að þeir starfi hjá tölvufyrirtækinu Microsoft.

Fólki er sagt að það hafi uppgötvast tölvuvírus í tölvu viðkomandi og boðin er fram aðstoð til þess að lagfæra vandann í gegnum síma. Fólk er beðið um að sýna varkárni og ekki undir neinum kringumstæðum að láta glepjast af slíkum tilboðum.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þessari aðferð er beitt, en þrjótarnir reyndu fyrr á þessu ári sömu aðferðir. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi fallið fyrir bragðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.