Generalprufa fyrir formannskjör 7. nóvember 2012 07:00 Samfylkingin fékk fjóra þingmenn í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum og er stærsti flokkurinn í kjördæminu. Ánægja ríkti á kosningavöku flokksins árið 2009. Fréttblaðið/Arnþór Katrín Júlíusdóttir og Árni Páll Árnason berjast um fyrsta sætið á lista Samfylkingarinnar í Kraganum og öðrum þræði um formannsstólinn. Um 750 skráðu sig í flokkinn eða sem stuðningsmenn fyrir prófkjörið. Allir þingmenn flokksins gefa kost á sér. Staða Samfylkingarinnar hefur verið sterk í Suðvesturkjördæmi á síðustu fjórum árum. Hún er stærsti flokkur kjördæmisins, fékk fjóra þingmenn kjörna við síðustu alþingiskosningar, 32,2 prósent atkvæða, og oddviti listans, Árni Páll Árnason, er fyrsti þingmaður kjördæmisins. Þá átti kjördæmið tvo af fimm ráðherrum flokksins fram að síðustu áramótum. Ekki er á vísan að róa með að Kraginn haldi þessari sterku stöðu sinni á næsta kjörtímabili. Kynjasjónarmið spiluðu inn í þegar Katrín var gerð að ráðherra. Konur sækjast nú eftir efsta sæti í öllum kjördæmum, utan Norðausturs. Komist Samfylkingin í ríkisstjórn er því engan veginn öruggt, raunar frekar ólíklegt, að tveir ráðherrar flokksins komi úr Kraganum. FormannsslagurÁrni Páll hefur lýst yfir framboði sínu til formanns flokksins, en kjör hans fer fram upp úr áramótum. Hann hefur sagt að úrslit prófkjörsins núna skilji ekki á milli feigs og ófeigs hvað það varðar; hann sækist eftir formennsku hvort sem hann hefur sigur nú eður ei. Engum blöðum er þó um það að fletta að sá frambjóðandi sem ber sigur úr býtum í prófkjörinu stendur sterkar að vígi í formannskjörinu. Heimildarmenn Fréttablaðsins herma að beri Katrín sigur úr býtum í prófkjörinu sé öruggt að hún gefi kost á sér til formanns. Vissulega sækir formaður fylgi sitt út fyrir eigið kjördæmi, en það veikir óneitanlega stöðu hans að vera ekki oddviti. Samkvæmt hefðinni mætast oddvitar kjördæmanna í umræðum í kosningabaráttu. Það gætu því fylgt því ýmisleg vandkvæði að vera með formanninn í öðru sæti. Ljóst er að Árni Páll hefur undirbúið framboð sitt af kostgæfni. Hann hefur sótt fundi í kjördæmisfélögum og skrifað ýtarlega um pólitík í Fréttablaðið og víðar. Katrín hefur verið í fæðingarorlofi og er nú fjármálaráðherra og hefur því knappari tíma til að sinna eigin pólitískum frama. Þingmenn gefa kost á sérAuk Árna Páls og Katrínar eru Magnús Orri Schram og Lúðvík Geirsson þingmenn í kjördæminu. Magnús skipaði fjórða sæti lista flokksins við síðustu kosningar og náði því kjöri til þings. Nú sækist hann eftir 2.-3. sæti. Hann var kjörinn formaður þingflokksins á meðan Oddný G. Harðardóttir gegndi embætti ráðherra. Magnús gaf nýverið út bókina Við stöndum á tímamótum, en þar setur hann fram pólitíska sýn sína. Hún hefur mælst vel fyrir og mun ekki skemma fyrir honum í slagnum. Lúðvík skipaði fimmta sæti listans síðast og kom inn á þing þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem skipaði þriðja sætið, hætti í stjórnmálum í september 2011. Lúðvík, sem er fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, sækist eftir 2. sæti. Allir fjórir þingmenn flokksins gefa því kost á sér til endurkjörs. Auk þeirra gefa fimm kost á sér í prófkjörinu. Amal Tamimi varaþingmaður í 2.-3. sæti, Anna Sigríður Guðnadóttir í 2.-4., Geir Guðbrandsson í 5., Margrét Gauja Magnúsdóttir í 3.-4., Margrét Júlía Rafnsdóttir í 3.-4. og Stefán Rafn Sigurbjörnsson í 3.-5. sæti. Blásið til bandalaga?Það þykir ekki góð latína í dag að mynda bandalög í prófkjörum. Á tímum þar sem krafan um að allt sé uppi á borðum er í hávegum höfð, þykir ekki par fínt að frambjóðendur hópi sig saman. Slíkt gæti hins vegar verið skynsamlegt, þó ekki fari sú skoðun hátt. Heimildarmenn Fréttablaðsins nefndu í því skyni helst að hagsmunir Katrínar og Lúðvíks færu saman. Í herbúðum Árna Páls óttast menn að þar hafi myndast bandalag, en í herbúðum Katrínar er fólk duglegt að neita því. Bandalög geta verið tvíbent vopn því bindi Katrín trúss sitt um of við Lúðvík gæti það komið niður á stuðningi við hana hjá stuðningsfólki Magnúsar Orra. Opnasta flokksvaliðForvalið í Kraganum stendur yfir í tvo daga, hefst á miðnætti aðfaranótt föstudags og lýkur klukkan 17 á laugardag. Kosið verður rafrænt og á kjörstað. Allir flokksmenn geta tekið þátt í prófkjörinu, en einnig þeir sem skrá sig á stuðningslista. Frestur til þess rann út á miðnætti síðasta föstudag. Flokksfélagar í kjördæminu voru tæplega 5.000 talsins. Rúmlega 150 nýir félagar skráðu sig í flokkinn og tæplega 600 á stuðningslista, en það var nægilegt til að taka þátt í prófkjörinu. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir og Árni Páll Árnason berjast um fyrsta sætið á lista Samfylkingarinnar í Kraganum og öðrum þræði um formannsstólinn. Um 750 skráðu sig í flokkinn eða sem stuðningsmenn fyrir prófkjörið. Allir þingmenn flokksins gefa kost á sér. Staða Samfylkingarinnar hefur verið sterk í Suðvesturkjördæmi á síðustu fjórum árum. Hún er stærsti flokkur kjördæmisins, fékk fjóra þingmenn kjörna við síðustu alþingiskosningar, 32,2 prósent atkvæða, og oddviti listans, Árni Páll Árnason, er fyrsti þingmaður kjördæmisins. Þá átti kjördæmið tvo af fimm ráðherrum flokksins fram að síðustu áramótum. Ekki er á vísan að róa með að Kraginn haldi þessari sterku stöðu sinni á næsta kjörtímabili. Kynjasjónarmið spiluðu inn í þegar Katrín var gerð að ráðherra. Konur sækjast nú eftir efsta sæti í öllum kjördæmum, utan Norðausturs. Komist Samfylkingin í ríkisstjórn er því engan veginn öruggt, raunar frekar ólíklegt, að tveir ráðherrar flokksins komi úr Kraganum. FormannsslagurÁrni Páll hefur lýst yfir framboði sínu til formanns flokksins, en kjör hans fer fram upp úr áramótum. Hann hefur sagt að úrslit prófkjörsins núna skilji ekki á milli feigs og ófeigs hvað það varðar; hann sækist eftir formennsku hvort sem hann hefur sigur nú eður ei. Engum blöðum er þó um það að fletta að sá frambjóðandi sem ber sigur úr býtum í prófkjörinu stendur sterkar að vígi í formannskjörinu. Heimildarmenn Fréttablaðsins herma að beri Katrín sigur úr býtum í prófkjörinu sé öruggt að hún gefi kost á sér til formanns. Vissulega sækir formaður fylgi sitt út fyrir eigið kjördæmi, en það veikir óneitanlega stöðu hans að vera ekki oddviti. Samkvæmt hefðinni mætast oddvitar kjördæmanna í umræðum í kosningabaráttu. Það gætu því fylgt því ýmisleg vandkvæði að vera með formanninn í öðru sæti. Ljóst er að Árni Páll hefur undirbúið framboð sitt af kostgæfni. Hann hefur sótt fundi í kjördæmisfélögum og skrifað ýtarlega um pólitík í Fréttablaðið og víðar. Katrín hefur verið í fæðingarorlofi og er nú fjármálaráðherra og hefur því knappari tíma til að sinna eigin pólitískum frama. Þingmenn gefa kost á sérAuk Árna Páls og Katrínar eru Magnús Orri Schram og Lúðvík Geirsson þingmenn í kjördæminu. Magnús skipaði fjórða sæti lista flokksins við síðustu kosningar og náði því kjöri til þings. Nú sækist hann eftir 2.-3. sæti. Hann var kjörinn formaður þingflokksins á meðan Oddný G. Harðardóttir gegndi embætti ráðherra. Magnús gaf nýverið út bókina Við stöndum á tímamótum, en þar setur hann fram pólitíska sýn sína. Hún hefur mælst vel fyrir og mun ekki skemma fyrir honum í slagnum. Lúðvík skipaði fimmta sæti listans síðast og kom inn á þing þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem skipaði þriðja sætið, hætti í stjórnmálum í september 2011. Lúðvík, sem er fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, sækist eftir 2. sæti. Allir fjórir þingmenn flokksins gefa því kost á sér til endurkjörs. Auk þeirra gefa fimm kost á sér í prófkjörinu. Amal Tamimi varaþingmaður í 2.-3. sæti, Anna Sigríður Guðnadóttir í 2.-4., Geir Guðbrandsson í 5., Margrét Gauja Magnúsdóttir í 3.-4., Margrét Júlía Rafnsdóttir í 3.-4. og Stefán Rafn Sigurbjörnsson í 3.-5. sæti. Blásið til bandalaga?Það þykir ekki góð latína í dag að mynda bandalög í prófkjörum. Á tímum þar sem krafan um að allt sé uppi á borðum er í hávegum höfð, þykir ekki par fínt að frambjóðendur hópi sig saman. Slíkt gæti hins vegar verið skynsamlegt, þó ekki fari sú skoðun hátt. Heimildarmenn Fréttablaðsins nefndu í því skyni helst að hagsmunir Katrínar og Lúðvíks færu saman. Í herbúðum Árna Páls óttast menn að þar hafi myndast bandalag, en í herbúðum Katrínar er fólk duglegt að neita því. Bandalög geta verið tvíbent vopn því bindi Katrín trúss sitt um of við Lúðvík gæti það komið niður á stuðningi við hana hjá stuðningsfólki Magnúsar Orra. Opnasta flokksvaliðForvalið í Kraganum stendur yfir í tvo daga, hefst á miðnætti aðfaranótt föstudags og lýkur klukkan 17 á laugardag. Kosið verður rafrænt og á kjörstað. Allir flokksmenn geta tekið þátt í prófkjörinu, en einnig þeir sem skrá sig á stuðningslista. Frestur til þess rann út á miðnætti síðasta föstudag. Flokksfélagar í kjördæminu voru tæplega 5.000 talsins. Rúmlega 150 nýir félagar skráðu sig í flokkinn og tæplega 600 á stuðningslista, en það var nægilegt til að taka þátt í prófkjörinu.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sjá meira