Innlent

Neituðu allir að hafa keyrt bílinn

Mikill erill var hjá lögreglu, mikið um útköll vegna hávaða og minniháttar pústra. Þá voru sex ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur og einn ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Klukkan rúmlega tvö í nótt hafði lögreglan í Kópavogi svo afskipti af þremur aðilum á bifreið en bifreiðin bilaði þegar þeir óku ógætilega yfir hraðahindrun. Mennirnir voru allir ölvaðir og neituðu allir að hafa ekið bifreiðinni. Þeir voru því fluttir á lögreglustöðina Hverfisgötu þar sem þeir voru vistaðir í fangageymslu vegna frekari rannsóknar.

Rétt fyrir klukkan fimm var svo tilkynnt um bílveltu á Faxagötu við Hörpu tónlistarhús, þrír voru í bifreiðinni og var einn fluttur á slysadeild til rannsóknar en ekki liggur fyrir hver meiðsl hans eru. Krókur sá um að flytja bifreiðina af vettvangi.

Þá gista sex fangageymslu lögreglunnar við Hverfisgötu vegna margvíslegra mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×