Innlent

Ölvaður á stolnum bíl á BSÍ

Ölvaður einstaklingur var handtekinn á Umferðarmiðstöðinni við Vatnsmýrarveg, BSÍ, um klukkan hálf sjö í morgun en sjá er grunaður um að hafa stolið bíl. Tekin verður skýrsla af honum þegar hann hefur sofið áfengisvímuna úr sér í fangaklefa. Á svipuðum tíma var tilkynnt um brotna rúðu í húsi við Ránargötu. Þegar lögreglan kom á svæðið var grunaði enn á vettvangi. Málið var afgreitt á staðnum með skýrslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×