Innlent

Enn finnast lifandi kindur

Kindur á fjórhjóli
Kindur á fjórhjóli Mynd/bryngeir Jónsson
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa um helgina verið að aðstoða bændur. Störfin felast að mestu leiti í smalamennsku og leit að sauðfé.

Þó nokkrar heimtur hafa orðið og eru menn að finna lifandi fé grafið í fönn ásamt dýrum sem hafa drepist. Leitin hefur aðallega farið fram í Húnavatnssýslu, Skagafirði, Eyjafirði og í Þingeyjarsýslu.

Um 100 björgunarsveitamenn víða af landinu hafa verið að störfum á þessum svæðum og hafa notað um 20 sérútbúna bíla og um 10 fjórhjól og snjóbíla.

Einnig hafa fjölmargir bændur ásamt öðrum komið til aðstoðar. Leitað verður fram á kvöld en síðan verða einhverjir hópar við leit á morgun. Eftir það telja menn sig hafa lokið leit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×