Innlent

Ölvaður ökumaður velti bifreið og stakk af

Tilkynnt var um undarlegar mannaferðir í kringum bifreið við Grýtubakka í Reykjavík í morgun. Að sögn lögreglu var par handtekið grunað um að hafa ekið henni en þau voru bæði í mjög mikilli vímu. Þau voru flutt á lögreglustöð og vistuð í fangageymslu þar til unnt var að ræða við þau.

Þá var einnig komið að mannlausri bifreið á Helgafellsvegi sem hafði oltið. Stutt síðar var ökumaðurinn handtekinn enn hann var ölvaður.

Um klukkan eitt var lögreglan kölluð að verslun í Hagasmára en þar hafið einstaklingur stolið vörum. Klukkan hálf þrjú var svo tilkynnt um eignaspjöll á bifreið í Völuteig í borginni en í henni höfðu rúður verið brotnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×