Innlent

Bóndinn horfir ekki á sjónvarp

Í þættinum Beint frá býli í kvöld mætir Jónas Sigurðsson og Ritvélar Framtíðarinnar á Háls í Kjós. Þetta er fjölmennasta hljómsveitin hingað til en meðlimir hennar eru tíu talsins og voru þeir allir komnir saman í stofunni heima hjá ábúendum á Hálsi. Þess ber að gera að áhorfendur voru ekki nema sex talsins.

Hjónin á bænum reka búð þar sem þau selja kjötafurðir sem þau rækta og verka sjálf. Matarbúrið heitir verslunin hefur heldur betur slegið í gegn og um hverja helgi kemur hellingur af fólki að versla kjöt og aðrar afurður hjá þeim.

Bóndinn er með fullt af áhugamálum ásamt bústörfunum og þegar hann var spurður af því hvernig hann hefur tíma fyrir þetta allt saman þá sagðist hann ekki horfa á sjónvarp, þau eiga ekki einu sinni sjónvarp enda hafa þau margt annað að gera.

Þátturinn á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:30 í kvöld strax á eftir fréttum og Heimsókn með Sindra Sindrasyni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×