Innlent

Selja gömul leikföng í dag

Gömlum leikföngum hefur síðustu daga verið safnað saman á dótabasar sem haldinn er í dag til styrktar kvennadeild Landspítalans.

Það er styrktarfélagið Líf sem stendur fyrir basarnum. Félagið auglýsti fyrir nokkru eftir gömlum leikföngum sem fólk væri tilbúið að gefa. Fólk var hvatt til að skoða háaloftin og geymslurnar enda væru bæði bækur og leikföng vel þegin á basarinn.

Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og töluvert safnast bæði af nýjum og gömlum leikföngum. Afraksturinn er til sölu á Suðurlandsbraut 24 í dag til klukkan sex. Ein þeirra sem er í fjáröflunarnefnd Lífs átti hugmyndina að basarnum.

Eftir að hafa áttað sig á að hillur heima hjá henni voru fullar af gömlu dóti sem enginn var lengur að leika sér með datt henni í hug að það væri jafnvel einhver annar sem vildi nota það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×