Innlent

Góð þátttaka í hjartadagshlaupinu

Frá Hjartahlaupinu í morgun
Frá Hjartahlaupinu í morgun
Sjötta hjartadagshlaupið var ræst klukkan 10 í morgun á Kópavogsvelli. Tvær veglengdir voru í boði, 5 og 10 km og var þátttaka ókeypis. Alls luku 152 keppni og sigurvegarar í 10 km voru þau Ingvar Hjartarson sem hjlóp á 34:26 mín og Fríða Rún Þórðardóttir sem hljóp á 41:36.

Sigurvegarar í 5 km voru Anna Þuríður Pálsdóttir sem hljóp á 20:46 mín og Hlynur Andrésson sem hljóp á 16:33 mín.

Alþjóðlegur hjartadagur var haldinn í hátíðlegur í yfir 150 löndum í gær og í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×