Treystir að Al Thani-málið fari sömu leið 16. október 2012 09:00 Rannsókn SFO snerist um lánveitingar Kaupþings til Tchenguiz-bræðra. Embættið hefur þurft að biðja Vincent Tchenguiz afsökunar á aðferðum sínum. Fréttablaðið/stefán Breska efnahagsbrotalögreglan, Serious Fraud Office (SFO), hefur hætt rannsókn á málefnum Kaupþings. Þar með er Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, ekki lengur í sigti hennar. Áður hafði rannsókn á þætti nokkurra annarra fyrrverandi starfsmanna Kaupþings og bræðrunum Vincent og Robert Tchenguiz verið látin niður falla. „Ég fagna því að þessi niðurstaða sé loksins komin en það sem veldur vonbrigðum er hvað þetta hefur tekið langan tíma," segir Sigurður Einarsson í samtali við Fréttablaðið. Málið hófst með húsleitum og handtökum í London og á Íslandi í mars í fyrra. 135 tóku þátt í aðgerðunum og níu voru handteknir. Til rannsóknar voru lánveitingar Kaupþings til Tchenguiz-bræðra. Sigurður segir að þau gögn sem hann hafi séð um rannsóknina og snúi að honum hafi verið „þvílík endemis þvæla og skáldskapur". „Ég tel útilokað annað en að þær upplýsingar hafi að miklu leyti komið frá embætti sérstaks saksóknara á Íslandi," bætir hann við. Sigurður er einn þeirra sem nú sæta ákæru sérstaks saksóknara fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í svokölluðu Al Thani-máli. Málið snýst um meint svik og blekkingar þegar katörskum sjeik og Ólafi Ólafssyni voru lánaðir um 30 milljarðar skömmu fyrir bankahrun. „Þær ávirðingar eru jafninnantómar og þær sem SFO hefur núna látið niður falla," segir Sigurður. „Ég treysti að það sé stutt í að sérstakur saksóknari sjái sóma sinn í því – eins og SFO hefur gert – að falla frá rannsókn sinni." Í greinargerð Sigurðar vegna Al Thani-málsins, sem lögð var fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur fyrr í mánuðinum, segir að „allnokkur mál" séu til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara þar sem Sigurður hafi réttarstöðu sakbornings. Spurður hvort hann eigi von á að þær rannsóknir leiði til ákæru segist Sigurður ekki telja að svo verði. „Ég á ekki von á því, en það er erfitt fyrir mig að tjá mig um það því að ég er ekki búinn að sjá neinar niðurstöður um það hjá saksóknaranum." stigur@frettabladid.is Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Breska efnahagsbrotalögreglan, Serious Fraud Office (SFO), hefur hætt rannsókn á málefnum Kaupþings. Þar með er Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, ekki lengur í sigti hennar. Áður hafði rannsókn á þætti nokkurra annarra fyrrverandi starfsmanna Kaupþings og bræðrunum Vincent og Robert Tchenguiz verið látin niður falla. „Ég fagna því að þessi niðurstaða sé loksins komin en það sem veldur vonbrigðum er hvað þetta hefur tekið langan tíma," segir Sigurður Einarsson í samtali við Fréttablaðið. Málið hófst með húsleitum og handtökum í London og á Íslandi í mars í fyrra. 135 tóku þátt í aðgerðunum og níu voru handteknir. Til rannsóknar voru lánveitingar Kaupþings til Tchenguiz-bræðra. Sigurður segir að þau gögn sem hann hafi séð um rannsóknina og snúi að honum hafi verið „þvílík endemis þvæla og skáldskapur". „Ég tel útilokað annað en að þær upplýsingar hafi að miklu leyti komið frá embætti sérstaks saksóknara á Íslandi," bætir hann við. Sigurður er einn þeirra sem nú sæta ákæru sérstaks saksóknara fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í svokölluðu Al Thani-máli. Málið snýst um meint svik og blekkingar þegar katörskum sjeik og Ólafi Ólafssyni voru lánaðir um 30 milljarðar skömmu fyrir bankahrun. „Þær ávirðingar eru jafninnantómar og þær sem SFO hefur núna látið niður falla," segir Sigurður. „Ég treysti að það sé stutt í að sérstakur saksóknari sjái sóma sinn í því – eins og SFO hefur gert – að falla frá rannsókn sinni." Í greinargerð Sigurðar vegna Al Thani-málsins, sem lögð var fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur fyrr í mánuðinum, segir að „allnokkur mál" séu til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara þar sem Sigurður hafi réttarstöðu sakbornings. Spurður hvort hann eigi von á að þær rannsóknir leiði til ákæru segist Sigurður ekki telja að svo verði. „Ég á ekki von á því, en það er erfitt fyrir mig að tjá mig um það því að ég er ekki búinn að sjá neinar niðurstöður um það hjá saksóknaranum." stigur@frettabladid.is
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira