Treystir að Al Thani-málið fari sömu leið 16. október 2012 09:00 Rannsókn SFO snerist um lánveitingar Kaupþings til Tchenguiz-bræðra. Embættið hefur þurft að biðja Vincent Tchenguiz afsökunar á aðferðum sínum. Fréttablaðið/stefán Breska efnahagsbrotalögreglan, Serious Fraud Office (SFO), hefur hætt rannsókn á málefnum Kaupþings. Þar með er Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, ekki lengur í sigti hennar. Áður hafði rannsókn á þætti nokkurra annarra fyrrverandi starfsmanna Kaupþings og bræðrunum Vincent og Robert Tchenguiz verið látin niður falla. „Ég fagna því að þessi niðurstaða sé loksins komin en það sem veldur vonbrigðum er hvað þetta hefur tekið langan tíma," segir Sigurður Einarsson í samtali við Fréttablaðið. Málið hófst með húsleitum og handtökum í London og á Íslandi í mars í fyrra. 135 tóku þátt í aðgerðunum og níu voru handteknir. Til rannsóknar voru lánveitingar Kaupþings til Tchenguiz-bræðra. Sigurður segir að þau gögn sem hann hafi séð um rannsóknina og snúi að honum hafi verið „þvílík endemis þvæla og skáldskapur". „Ég tel útilokað annað en að þær upplýsingar hafi að miklu leyti komið frá embætti sérstaks saksóknara á Íslandi," bætir hann við. Sigurður er einn þeirra sem nú sæta ákæru sérstaks saksóknara fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í svokölluðu Al Thani-máli. Málið snýst um meint svik og blekkingar þegar katörskum sjeik og Ólafi Ólafssyni voru lánaðir um 30 milljarðar skömmu fyrir bankahrun. „Þær ávirðingar eru jafninnantómar og þær sem SFO hefur núna látið niður falla," segir Sigurður. „Ég treysti að það sé stutt í að sérstakur saksóknari sjái sóma sinn í því – eins og SFO hefur gert – að falla frá rannsókn sinni." Í greinargerð Sigurðar vegna Al Thani-málsins, sem lögð var fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur fyrr í mánuðinum, segir að „allnokkur mál" séu til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara þar sem Sigurður hafi réttarstöðu sakbornings. Spurður hvort hann eigi von á að þær rannsóknir leiði til ákæru segist Sigurður ekki telja að svo verði. „Ég á ekki von á því, en það er erfitt fyrir mig að tjá mig um það því að ég er ekki búinn að sjá neinar niðurstöður um það hjá saksóknaranum." stigur@frettabladid.is Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira
Breska efnahagsbrotalögreglan, Serious Fraud Office (SFO), hefur hætt rannsókn á málefnum Kaupþings. Þar með er Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, ekki lengur í sigti hennar. Áður hafði rannsókn á þætti nokkurra annarra fyrrverandi starfsmanna Kaupþings og bræðrunum Vincent og Robert Tchenguiz verið látin niður falla. „Ég fagna því að þessi niðurstaða sé loksins komin en það sem veldur vonbrigðum er hvað þetta hefur tekið langan tíma," segir Sigurður Einarsson í samtali við Fréttablaðið. Málið hófst með húsleitum og handtökum í London og á Íslandi í mars í fyrra. 135 tóku þátt í aðgerðunum og níu voru handteknir. Til rannsóknar voru lánveitingar Kaupþings til Tchenguiz-bræðra. Sigurður segir að þau gögn sem hann hafi séð um rannsóknina og snúi að honum hafi verið „þvílík endemis þvæla og skáldskapur". „Ég tel útilokað annað en að þær upplýsingar hafi að miklu leyti komið frá embætti sérstaks saksóknara á Íslandi," bætir hann við. Sigurður er einn þeirra sem nú sæta ákæru sérstaks saksóknara fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í svokölluðu Al Thani-máli. Málið snýst um meint svik og blekkingar þegar katörskum sjeik og Ólafi Ólafssyni voru lánaðir um 30 milljarðar skömmu fyrir bankahrun. „Þær ávirðingar eru jafninnantómar og þær sem SFO hefur núna látið niður falla," segir Sigurður. „Ég treysti að það sé stutt í að sérstakur saksóknari sjái sóma sinn í því – eins og SFO hefur gert – að falla frá rannsókn sinni." Í greinargerð Sigurðar vegna Al Thani-málsins, sem lögð var fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur fyrr í mánuðinum, segir að „allnokkur mál" séu til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara þar sem Sigurður hafi réttarstöðu sakbornings. Spurður hvort hann eigi von á að þær rannsóknir leiði til ákæru segist Sigurður ekki telja að svo verði. „Ég á ekki von á því, en það er erfitt fyrir mig að tjá mig um það því að ég er ekki búinn að sjá neinar niðurstöður um það hjá saksóknaranum." stigur@frettabladid.is
Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira