Lán fyrir geðfatlaða verða felld niður BBI skrifar 16. október 2012 14:50 Lánveitingum smálánafyrirtækja til ungs fólks undir 20 ára aldri verður hætt þegar í stað. Auk þess verður lokað á lán til geðfatlaðra einstaklinga. Þetta var ákveðið í gær á fundi Útlána, regnhlífarsamtaka smálánafyrirtækja. Það eru smálánafyrirtækin 1909 ehf., Hraðpeningar ehf., Kredia ehf. og Smálán ehf. sem munu breyta starfsemi sinni samkvæmt þessari ákvörðun. Mjög skiptar skoðanir hafa verið um ágæti smálánastarfseminnar að undanförnu en nú ríða fyrirtækin á vaðið og bæta starfsemi sína. „Við höfum fengið ábendingar um að einhverjir af lánþegum aðildarfyrirtækjanna kunni að vera einstaklingar sem eiga við andlega erfiðleika að stríða," sagði Haukur Örn Birgisson hrl., lögmaður Útlána, og útskýrir að fyrirtækin vilji leggja sitt af mörkum til að greiða úr vandamálum þessa hóps. „Því stendur þeim eða aðstandendum þeirra til boða að setja sig í samband við sinn lánveitanda og sækja um fulla niðurfellingu höfuðstóls, áfallins kostnaðar og vaxta." Lágmarksaldur lánþega verður einnig hækkaður og nú verður fólk að vera orðið 20 ára til að fá lán. „Því miður er það svo að yngstu lántakendurnir okkar hafa verið þeir einstaklingar sem hafa verið líklegastir til þess að lenda í vandræðum síðar meir," sagði Haukur Örn. „Aðildarfélög Útlána vilja því leggja sitt af mörkum til þess að koma í veg fyrir að veganesti þessa hóps út í lífið séu fjárhagsvandræði." Greint var frá því í Fréttablaðinu á laugardaginn að fjárhagsstaða margra sjúklinga, sem leggjast inn á geðdeild Landspítalans að Kleppi, er þannig að þeir hafa ekki nokkurt efni á útborgun í sína eigin íbúð eða getu til að borga leigu. Þá er mikið um að sjúklingar taki smálán og er það orðið alvarlegt vandamál innan spítalans, þar sem töluvert er um að sjúklingar sem leggist inn séu með miklar smálánaskuldir á bakinu. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Lánveitingum smálánafyrirtækja til ungs fólks undir 20 ára aldri verður hætt þegar í stað. Auk þess verður lokað á lán til geðfatlaðra einstaklinga. Þetta var ákveðið í gær á fundi Útlána, regnhlífarsamtaka smálánafyrirtækja. Það eru smálánafyrirtækin 1909 ehf., Hraðpeningar ehf., Kredia ehf. og Smálán ehf. sem munu breyta starfsemi sinni samkvæmt þessari ákvörðun. Mjög skiptar skoðanir hafa verið um ágæti smálánastarfseminnar að undanförnu en nú ríða fyrirtækin á vaðið og bæta starfsemi sína. „Við höfum fengið ábendingar um að einhverjir af lánþegum aðildarfyrirtækjanna kunni að vera einstaklingar sem eiga við andlega erfiðleika að stríða," sagði Haukur Örn Birgisson hrl., lögmaður Útlána, og útskýrir að fyrirtækin vilji leggja sitt af mörkum til að greiða úr vandamálum þessa hóps. „Því stendur þeim eða aðstandendum þeirra til boða að setja sig í samband við sinn lánveitanda og sækja um fulla niðurfellingu höfuðstóls, áfallins kostnaðar og vaxta." Lágmarksaldur lánþega verður einnig hækkaður og nú verður fólk að vera orðið 20 ára til að fá lán. „Því miður er það svo að yngstu lántakendurnir okkar hafa verið þeir einstaklingar sem hafa verið líklegastir til þess að lenda í vandræðum síðar meir," sagði Haukur Örn. „Aðildarfélög Útlána vilja því leggja sitt af mörkum til þess að koma í veg fyrir að veganesti þessa hóps út í lífið séu fjárhagsvandræði." Greint var frá því í Fréttablaðinu á laugardaginn að fjárhagsstaða margra sjúklinga, sem leggjast inn á geðdeild Landspítalans að Kleppi, er þannig að þeir hafa ekki nokkurt efni á útborgun í sína eigin íbúð eða getu til að borga leigu. Þá er mikið um að sjúklingar taki smálán og er það orðið alvarlegt vandamál innan spítalans, þar sem töluvert er um að sjúklingar sem leggist inn séu með miklar smálánaskuldir á bakinu.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira