60 íslenskir hönnuðir sameinast í 17-húsinu 16. október 2012 06:00 Ásta Kristjánsdóttir Vörur 60 íslenskra hönnuða verða til sölu í ATMO, nýrri verslun í gamla Sautján-húsinu á Laugaveginum. Nokkrum hönnunarverslunum verður samtímis lokað. Rekstur í kjallara í samstarfi við Rauða krossinn. Gló með veitingar í húsinu. Eftir einn mánuð, eða þann 15. nóvember næstkomandi, færist líf í efri hluta Laugavegarins. Þá verður opnuð verslun í húsnæðinu þar sem verslunin Sautján var áður en það hefur staðið autt í næstum tvö ár. "Þetta verður stærsta tísku- og hönnunarhús sinnar tegundar því að þarna verða til sölu vörur 60 íslenskra hönnuða," segir Ásta Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri ATMO, sem verður nafn verslunarinnar. Að mati Ástu var löngu orðið tímabært að koma upp slíkri verslun. "Það er oft þungur rekstur fyrir hönnuð að reka verslun og sjá jafnframt um hönnun og framleiðslu," segir hún. Spurð að því hvort einhverjum hönnunarverslunum verði lokað vegna opnunar ATMO segir hún svo vera. "Nokkrum sem flytja inn í ATMO verður lokað samtímis, til dæmis Nikita og Munda. Við sjáum svo hvernig þetta þróast. Það eru margir með rekstur á tveimur stöðum." Ásta segir markmið ATMO vera að auðvelda aðgang að íslenskri hönnun og auka veg hennar og virðingu. "Við erum að byggja upp þennan bransa. Hugmyndir eru uppi um að vera með sérstakt sýningarherbergi, sem á ensku er kallað "show room", fyrir erlenda kaupendur og jafnvel námskeið og ýmislegt sem snýr að hönnun til að styrkja greinina í heild sinni."Þann 15. nóvember næstkomandi verður ATMO opnað með pompi og prakt í gamla Sautján húsinu.Í ATMO verður hægt að kaupa fatnað, skó, snyrtivörur og gjafavörur svo eitthvað sé nefnt, allt hannað af Íslendingum. "Í kjallaranum verður svo skiptimarkaður hönnunarfatnaðar og second hand-fatnaður, gömul húsgögn og gjafavara. Reksturinn þar verður í samstarfi við Rauða krossinn og hagnaðinum verður varið til að styrkja gott málefni," greinir Ásta frá. Veitingarekstur verður á tveimur stöðum í húsnæðinu, sem er alls þrjú þúsund fermetrar og á þremur hæðum. "Veitingastaðurinn Gló verður með veitingar í ATMO. Okkur finnst það mjög spennandi því að Solla í Gló er heimsmeistari í hráfæði." Að ATMO standa auk Ástu, sem er stofnandi Eskimo, Reykjavík Fashion Festival og E-Label, nokkrir aðilar sem hafa mikla reynslu af rekstri, markaðssetningu, sölu og framleiðslu á íslenskri hönnun. Meðal þeirra er Bolli Kristinsson, stofnandi Sautján og eigandi húsnæðisins. ibs@frettabladid.is Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Vörur 60 íslenskra hönnuða verða til sölu í ATMO, nýrri verslun í gamla Sautján-húsinu á Laugaveginum. Nokkrum hönnunarverslunum verður samtímis lokað. Rekstur í kjallara í samstarfi við Rauða krossinn. Gló með veitingar í húsinu. Eftir einn mánuð, eða þann 15. nóvember næstkomandi, færist líf í efri hluta Laugavegarins. Þá verður opnuð verslun í húsnæðinu þar sem verslunin Sautján var áður en það hefur staðið autt í næstum tvö ár. "Þetta verður stærsta tísku- og hönnunarhús sinnar tegundar því að þarna verða til sölu vörur 60 íslenskra hönnuða," segir Ásta Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri ATMO, sem verður nafn verslunarinnar. Að mati Ástu var löngu orðið tímabært að koma upp slíkri verslun. "Það er oft þungur rekstur fyrir hönnuð að reka verslun og sjá jafnframt um hönnun og framleiðslu," segir hún. Spurð að því hvort einhverjum hönnunarverslunum verði lokað vegna opnunar ATMO segir hún svo vera. "Nokkrum sem flytja inn í ATMO verður lokað samtímis, til dæmis Nikita og Munda. Við sjáum svo hvernig þetta þróast. Það eru margir með rekstur á tveimur stöðum." Ásta segir markmið ATMO vera að auðvelda aðgang að íslenskri hönnun og auka veg hennar og virðingu. "Við erum að byggja upp þennan bransa. Hugmyndir eru uppi um að vera með sérstakt sýningarherbergi, sem á ensku er kallað "show room", fyrir erlenda kaupendur og jafnvel námskeið og ýmislegt sem snýr að hönnun til að styrkja greinina í heild sinni."Þann 15. nóvember næstkomandi verður ATMO opnað með pompi og prakt í gamla Sautján húsinu.Í ATMO verður hægt að kaupa fatnað, skó, snyrtivörur og gjafavörur svo eitthvað sé nefnt, allt hannað af Íslendingum. "Í kjallaranum verður svo skiptimarkaður hönnunarfatnaðar og second hand-fatnaður, gömul húsgögn og gjafavara. Reksturinn þar verður í samstarfi við Rauða krossinn og hagnaðinum verður varið til að styrkja gott málefni," greinir Ásta frá. Veitingarekstur verður á tveimur stöðum í húsnæðinu, sem er alls þrjú þúsund fermetrar og á þremur hæðum. "Veitingastaðurinn Gló verður með veitingar í ATMO. Okkur finnst það mjög spennandi því að Solla í Gló er heimsmeistari í hráfæði." Að ATMO standa auk Ástu, sem er stofnandi Eskimo, Reykjavík Fashion Festival og E-Label, nokkrir aðilar sem hafa mikla reynslu af rekstri, markaðssetningu, sölu og framleiðslu á íslenskri hönnun. Meðal þeirra er Bolli Kristinsson, stofnandi Sautján og eigandi húsnæðisins. ibs@frettabladid.is
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira