60 íslenskir hönnuðir sameinast í 17-húsinu 16. október 2012 06:00 Ásta Kristjánsdóttir Vörur 60 íslenskra hönnuða verða til sölu í ATMO, nýrri verslun í gamla Sautján-húsinu á Laugaveginum. Nokkrum hönnunarverslunum verður samtímis lokað. Rekstur í kjallara í samstarfi við Rauða krossinn. Gló með veitingar í húsinu. Eftir einn mánuð, eða þann 15. nóvember næstkomandi, færist líf í efri hluta Laugavegarins. Þá verður opnuð verslun í húsnæðinu þar sem verslunin Sautján var áður en það hefur staðið autt í næstum tvö ár. "Þetta verður stærsta tísku- og hönnunarhús sinnar tegundar því að þarna verða til sölu vörur 60 íslenskra hönnuða," segir Ásta Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri ATMO, sem verður nafn verslunarinnar. Að mati Ástu var löngu orðið tímabært að koma upp slíkri verslun. "Það er oft þungur rekstur fyrir hönnuð að reka verslun og sjá jafnframt um hönnun og framleiðslu," segir hún. Spurð að því hvort einhverjum hönnunarverslunum verði lokað vegna opnunar ATMO segir hún svo vera. "Nokkrum sem flytja inn í ATMO verður lokað samtímis, til dæmis Nikita og Munda. Við sjáum svo hvernig þetta þróast. Það eru margir með rekstur á tveimur stöðum." Ásta segir markmið ATMO vera að auðvelda aðgang að íslenskri hönnun og auka veg hennar og virðingu. "Við erum að byggja upp þennan bransa. Hugmyndir eru uppi um að vera með sérstakt sýningarherbergi, sem á ensku er kallað "show room", fyrir erlenda kaupendur og jafnvel námskeið og ýmislegt sem snýr að hönnun til að styrkja greinina í heild sinni."Þann 15. nóvember næstkomandi verður ATMO opnað með pompi og prakt í gamla Sautján húsinu.Í ATMO verður hægt að kaupa fatnað, skó, snyrtivörur og gjafavörur svo eitthvað sé nefnt, allt hannað af Íslendingum. "Í kjallaranum verður svo skiptimarkaður hönnunarfatnaðar og second hand-fatnaður, gömul húsgögn og gjafavara. Reksturinn þar verður í samstarfi við Rauða krossinn og hagnaðinum verður varið til að styrkja gott málefni," greinir Ásta frá. Veitingarekstur verður á tveimur stöðum í húsnæðinu, sem er alls þrjú þúsund fermetrar og á þremur hæðum. "Veitingastaðurinn Gló verður með veitingar í ATMO. Okkur finnst það mjög spennandi því að Solla í Gló er heimsmeistari í hráfæði." Að ATMO standa auk Ástu, sem er stofnandi Eskimo, Reykjavík Fashion Festival og E-Label, nokkrir aðilar sem hafa mikla reynslu af rekstri, markaðssetningu, sölu og framleiðslu á íslenskri hönnun. Meðal þeirra er Bolli Kristinsson, stofnandi Sautján og eigandi húsnæðisins. ibs@frettabladid.is Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Vörur 60 íslenskra hönnuða verða til sölu í ATMO, nýrri verslun í gamla Sautján-húsinu á Laugaveginum. Nokkrum hönnunarverslunum verður samtímis lokað. Rekstur í kjallara í samstarfi við Rauða krossinn. Gló með veitingar í húsinu. Eftir einn mánuð, eða þann 15. nóvember næstkomandi, færist líf í efri hluta Laugavegarins. Þá verður opnuð verslun í húsnæðinu þar sem verslunin Sautján var áður en það hefur staðið autt í næstum tvö ár. "Þetta verður stærsta tísku- og hönnunarhús sinnar tegundar því að þarna verða til sölu vörur 60 íslenskra hönnuða," segir Ásta Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri ATMO, sem verður nafn verslunarinnar. Að mati Ástu var löngu orðið tímabært að koma upp slíkri verslun. "Það er oft þungur rekstur fyrir hönnuð að reka verslun og sjá jafnframt um hönnun og framleiðslu," segir hún. Spurð að því hvort einhverjum hönnunarverslunum verði lokað vegna opnunar ATMO segir hún svo vera. "Nokkrum sem flytja inn í ATMO verður lokað samtímis, til dæmis Nikita og Munda. Við sjáum svo hvernig þetta þróast. Það eru margir með rekstur á tveimur stöðum." Ásta segir markmið ATMO vera að auðvelda aðgang að íslenskri hönnun og auka veg hennar og virðingu. "Við erum að byggja upp þennan bransa. Hugmyndir eru uppi um að vera með sérstakt sýningarherbergi, sem á ensku er kallað "show room", fyrir erlenda kaupendur og jafnvel námskeið og ýmislegt sem snýr að hönnun til að styrkja greinina í heild sinni."Þann 15. nóvember næstkomandi verður ATMO opnað með pompi og prakt í gamla Sautján húsinu.Í ATMO verður hægt að kaupa fatnað, skó, snyrtivörur og gjafavörur svo eitthvað sé nefnt, allt hannað af Íslendingum. "Í kjallaranum verður svo skiptimarkaður hönnunarfatnaðar og second hand-fatnaður, gömul húsgögn og gjafavara. Reksturinn þar verður í samstarfi við Rauða krossinn og hagnaðinum verður varið til að styrkja gott málefni," greinir Ásta frá. Veitingarekstur verður á tveimur stöðum í húsnæðinu, sem er alls þrjú þúsund fermetrar og á þremur hæðum. "Veitingastaðurinn Gló verður með veitingar í ATMO. Okkur finnst það mjög spennandi því að Solla í Gló er heimsmeistari í hráfæði." Að ATMO standa auk Ástu, sem er stofnandi Eskimo, Reykjavík Fashion Festival og E-Label, nokkrir aðilar sem hafa mikla reynslu af rekstri, markaðssetningu, sölu og framleiðslu á íslenskri hönnun. Meðal þeirra er Bolli Kristinsson, stofnandi Sautján og eigandi húsnæðisins. ibs@frettabladid.is
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira