Geir Jón: Dómstólar létu undan þrýstingi í nímenningamálinu BBI skrifar 16. október 2012 13:37 Geir Jón Þórisson í Valhöll í dag. Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, telur að dómstólar hafi látið undan þrýstingi í þjóðfélaginu í máli nímenninganna sem réðust á Alþingi í mótmælunum eftir hrunið. Geir Jón hélt erindi í Valhöll, húsnæði Sjálfstæðisflokksins, í hádeginu þar sem hann lýsti upplifun sinni af mótmælunum eftir hrunið. Hann segist viss um að umræðan í þjóðfélaginu hafi haft áhrif á niðurstöðu dómstóla í nímenningamálinu og tekur þar að eigin sögn undir skoðanir Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Í málinu voru níu aðilar sem ruddust til inngöngu í Alþingishúsið þann 8. desember árið 2008 sýknaðir af ákæru fyrir árás á Alþingi. Einhverjir þeirra hlutu hins vegar dóm fyrir minni afbrot. Geir lítur á þennan dag, 8. desember 2008, sem einn alvarlegasta dag mótmælanna. Að hans mati komu þeir starfsmenn þingsins og lögreglumenn sem stóðu í vegi fyrir mótmælendunum við inngang Alþings í veg fyrir mikla innrás. „Þingið hefði verið tekið þar yfir ef starfsfólkið hefði ekki staðið gegn mótmælendunum," segir hann og viðraði þá skoðun að mannréttindahugtakið væri stundum dálítið háð hentistefnu.Kostnaður lögreglu Á fundinum í Valhöll fór Geir Jón yfir atburðarrásina stuttu eftir hrunið og lýsti því álagi sem lögreglan varð fyrir. Hann telur að kostnaður lögreglunnar vegna mótmælanna eftir hrun nemi tæpum 100 milljónum á verðlagi dagsins í dag. „Og einmitt á þessum tímum var ákveðið að skera niður hjá lögreglunni eins og annars staðar," segir hann.Alþingismenn tóku þátt Geir Jón fjallaði ekki um skýrslu sem hann skrifaði sem vinnuplagg fyrir lögregluna um mótmælin á fundinum í dag. Margir ætla að þar komi fram upplýsingar um hvaða þingmenn hafi skipt sér af mótmælunum, verið í símasambandi við mótmælendur og haft áhrif á framgang mála. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur neitað Alþingi um afrit af skýrslunni, enda sé hún vinnuplagg lögreglu og eigi ekki erindi í þingsal. Geir Jón sagði engu að síður lítillega frá þessum atvikum á fundinum í dag og rifjaði upp hvernig lögreglan fékk vitneskju frá þingmönnum sjálfum um hverjir þeirra voru í sambandi við mótmælendur. Á sínum tíma hefði þó verið ákveðið að lögregla skipti sér ekki frekar að þeim þætti málsins. „Nú er Alþingi að kalla eftir skýrslu sem ég gerði um málið," sagði hann og finnst það frekar öfugsnúið þar sem að hann fékk sjálfur sínar upplýsingar frá Alþingi. „Öll vitneskja sem skiptir máli er til í Alþingishúsinu. Það þarf bara að kíkja á fundargerð forsætisnefndar þingsins frá 21. janúar árið 2009," sagði hann.Álag á lögregluGeir Jón segir að þessir atburðir hafi verið erfiðir fyrir lögreglumenn sem máttu standa undir stanslausum svívirðingum, árásum og grjótkasti. „Lögreglumenn voru að leggja líf sitt í þessa aðgerð. Þeir komu ekki heim tímunum saman. Stóðu þarna í 18 klukkutíma. Fengu jafnvel grjót í höfuðið. Eftir nóttina lágu 9 lögreglumenn slasaðir," segir hann um mótmælin 21. janúar 2009. „Þetta er í fyrsta skipti og vonandi síðasta skipti sem íslensk þjóð og lögreglan þurfa að standa frammi fyrir svona aðgerðum. Þetta er það erfiðasta sem ég hef tekið þátt í. Og enn á kannski eftir að gera upp áhrifin sem þetta hafði á lögreglumenn. Lögreglumenn voru í sömu stöðu og margir þeirra sem voru að mótmæla, höfðu kannski misst allt sitt," sagði Geir í lok ávarpsins. Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, telur að dómstólar hafi látið undan þrýstingi í þjóðfélaginu í máli nímenninganna sem réðust á Alþingi í mótmælunum eftir hrunið. Geir Jón hélt erindi í Valhöll, húsnæði Sjálfstæðisflokksins, í hádeginu þar sem hann lýsti upplifun sinni af mótmælunum eftir hrunið. Hann segist viss um að umræðan í þjóðfélaginu hafi haft áhrif á niðurstöðu dómstóla í nímenningamálinu og tekur þar að eigin sögn undir skoðanir Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Í málinu voru níu aðilar sem ruddust til inngöngu í Alþingishúsið þann 8. desember árið 2008 sýknaðir af ákæru fyrir árás á Alþingi. Einhverjir þeirra hlutu hins vegar dóm fyrir minni afbrot. Geir lítur á þennan dag, 8. desember 2008, sem einn alvarlegasta dag mótmælanna. Að hans mati komu þeir starfsmenn þingsins og lögreglumenn sem stóðu í vegi fyrir mótmælendunum við inngang Alþings í veg fyrir mikla innrás. „Þingið hefði verið tekið þar yfir ef starfsfólkið hefði ekki staðið gegn mótmælendunum," segir hann og viðraði þá skoðun að mannréttindahugtakið væri stundum dálítið háð hentistefnu.Kostnaður lögreglu Á fundinum í Valhöll fór Geir Jón yfir atburðarrásina stuttu eftir hrunið og lýsti því álagi sem lögreglan varð fyrir. Hann telur að kostnaður lögreglunnar vegna mótmælanna eftir hrun nemi tæpum 100 milljónum á verðlagi dagsins í dag. „Og einmitt á þessum tímum var ákveðið að skera niður hjá lögreglunni eins og annars staðar," segir hann.Alþingismenn tóku þátt Geir Jón fjallaði ekki um skýrslu sem hann skrifaði sem vinnuplagg fyrir lögregluna um mótmælin á fundinum í dag. Margir ætla að þar komi fram upplýsingar um hvaða þingmenn hafi skipt sér af mótmælunum, verið í símasambandi við mótmælendur og haft áhrif á framgang mála. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur neitað Alþingi um afrit af skýrslunni, enda sé hún vinnuplagg lögreglu og eigi ekki erindi í þingsal. Geir Jón sagði engu að síður lítillega frá þessum atvikum á fundinum í dag og rifjaði upp hvernig lögreglan fékk vitneskju frá þingmönnum sjálfum um hverjir þeirra voru í sambandi við mótmælendur. Á sínum tíma hefði þó verið ákveðið að lögregla skipti sér ekki frekar að þeim þætti málsins. „Nú er Alþingi að kalla eftir skýrslu sem ég gerði um málið," sagði hann og finnst það frekar öfugsnúið þar sem að hann fékk sjálfur sínar upplýsingar frá Alþingi. „Öll vitneskja sem skiptir máli er til í Alþingishúsinu. Það þarf bara að kíkja á fundargerð forsætisnefndar þingsins frá 21. janúar árið 2009," sagði hann.Álag á lögregluGeir Jón segir að þessir atburðir hafi verið erfiðir fyrir lögreglumenn sem máttu standa undir stanslausum svívirðingum, árásum og grjótkasti. „Lögreglumenn voru að leggja líf sitt í þessa aðgerð. Þeir komu ekki heim tímunum saman. Stóðu þarna í 18 klukkutíma. Fengu jafnvel grjót í höfuðið. Eftir nóttina lágu 9 lögreglumenn slasaðir," segir hann um mótmælin 21. janúar 2009. „Þetta er í fyrsta skipti og vonandi síðasta skipti sem íslensk þjóð og lögreglan þurfa að standa frammi fyrir svona aðgerðum. Þetta er það erfiðasta sem ég hef tekið þátt í. Og enn á kannski eftir að gera upp áhrifin sem þetta hafði á lögreglumenn. Lögreglumenn voru í sömu stöðu og margir þeirra sem voru að mótmæla, höfðu kannski misst allt sitt," sagði Geir í lok ávarpsins.
Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira