Telur að um tímamótasamning sé að ræða BBI skrifar 16. október 2012 15:56 Huang Nubo. Mynd/Getty Drögin að samningunum við Huang Nubo sem liggja fyrir eru að mörgu leyti tímamótasamningar að mati Bergs Elíasar Ágústssonar, bæjarstjóra í Norðurþingi. Þar skuldbindur kínverski auðmaðurinn sig með afdráttarlausum hætti til að hlúa að náttúrunni og byggja upp ferðaþjónustu á svæðinu, sem aðrir mættu taka sér til fyrirmyndar að sögn bæjarstjórans. Í samningsdrögunum segir orðrétt: „Zhongkun [fyrirtæki Nubo] hyggst markaðssetja svæðið sem áfangastað erlendra ferðamanna með áherslu útivist, náttúruskoðun, ráðstefnur og menningu. Zhongkun mun stuðla að viðhaldi lífríkis, frekari uppgræðslu lands með það að markmiði að styðja við og efla náttúrulega þróun lífríkis þess." Bergur telur þessi samningsákvæði til mikillar fyrirmyndar, enda teljast náttúruvernd og ferðamennska til jákvæðra fyrirbæra hér á landi. Hann sér ekki að Nubo vilji eða geti farið fram hjá þessum samningsákvæðum. „Hér er aðili sem er tilbúinn til að leggja ýmislegt á sig til að styðja við og efla náttúrulega þróun lífríkis. Það væru ansi mörg ferðaþjónustufyrirtæki sem gætu tekið sér þetta til fyrirmyndar," segir hann. Samningsdrögin eru ekki fullbúin, en þau eru langt komin. Auk þess bíða þau umsagnar sérstakrar ráðherranefndar sem var skipuð til að fara yfir samningana. Bergur veit reyndar ekki nákvæmlega hvaða stjórnsýslulegu stöðu sú nefnd hefur en vill þó gera þetta í samstöðu við nefndina. „Við viljum gera þetta í takt við stjórnvöld," segir Bergur. Hann vonast til að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum.Erlend frétt uppspuni Í erlendum fjölmiðlum birtist frétt í dag þar sem fullyrt er að Nubo hafi þegar náð samkomulagi við íslensku ríkisstjórnina um 99 ára leigusamning um jörðina Grímsstaði á fjöllum. Leiguverðið er sagt sex milljónir dollara og fullyrt að fulltrúar ríkisstjórnarinnar séu á leiðinni til Beijing í þessum mánuði til að skrifa undir samningana. Bergur Elías segir að þessi fréttaflutningur sé ekki sannleikanum samkvæmur. Í fyrsta lagi sé Nubo ekki beinlínis í samningaviðræðum við ríkisstjórnina. Í öðru lagi sé 99 ára leiga ekki í spilunum. Þá liggi endanlegir samningar ekki fyrir og engir fulltrúar ríkisstjórnarinnar séu á leið út til að skrifa undir. Í fréttinni er einnig fullyrt að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi hvatt Nubo til að fjárfesta á Íslandi. Hvort það er sannleikanum samkvæmt skal ósagt látið. Tengdar fréttir Undanþágur inni í myndinni fyrir Nubo Í drögum að samningi sveitarfélaga á Norðurlandi við fyrirtæki Huang Nubo kemur fram að hægt er að veita ýmsar undanþágur til nýtingar auðlinda. Fréttastofa hefur þessi óbirtu drög undir höndum. 9. október 2012 18:53 Samningsdrög vegna Grímsstaða komin í hendur ótengdra aðila Drögum að samningi við Huang Nubo vegna Grímsstaða á Fjöllum var lekið til ótengdra aðila. Talsmaður Nubo segir þennan trúnaðarbrest alvarlegt mál. 8. október 2012 19:33 Nubo vill borga 5 milljónir dala Fyrirtæki Huang Nubo greiðir fimm milljónir bandaríkjadala, eða um 615 milljónir króna á núvirði, fyrir sextíu ára leigu á Grímsstöðum á Fjöllum, samkvæmt samningsdrögum. Þetta er þremur milljónum dollara minna en upphaflega var áætlað. 10. október 2012 20:12 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Drögin að samningunum við Huang Nubo sem liggja fyrir eru að mörgu leyti tímamótasamningar að mati Bergs Elíasar Ágústssonar, bæjarstjóra í Norðurþingi. Þar skuldbindur kínverski auðmaðurinn sig með afdráttarlausum hætti til að hlúa að náttúrunni og byggja upp ferðaþjónustu á svæðinu, sem aðrir mættu taka sér til fyrirmyndar að sögn bæjarstjórans. Í samningsdrögunum segir orðrétt: „Zhongkun [fyrirtæki Nubo] hyggst markaðssetja svæðið sem áfangastað erlendra ferðamanna með áherslu útivist, náttúruskoðun, ráðstefnur og menningu. Zhongkun mun stuðla að viðhaldi lífríkis, frekari uppgræðslu lands með það að markmiði að styðja við og efla náttúrulega þróun lífríkis þess." Bergur telur þessi samningsákvæði til mikillar fyrirmyndar, enda teljast náttúruvernd og ferðamennska til jákvæðra fyrirbæra hér á landi. Hann sér ekki að Nubo vilji eða geti farið fram hjá þessum samningsákvæðum. „Hér er aðili sem er tilbúinn til að leggja ýmislegt á sig til að styðja við og efla náttúrulega þróun lífríkis. Það væru ansi mörg ferðaþjónustufyrirtæki sem gætu tekið sér þetta til fyrirmyndar," segir hann. Samningsdrögin eru ekki fullbúin, en þau eru langt komin. Auk þess bíða þau umsagnar sérstakrar ráðherranefndar sem var skipuð til að fara yfir samningana. Bergur veit reyndar ekki nákvæmlega hvaða stjórnsýslulegu stöðu sú nefnd hefur en vill þó gera þetta í samstöðu við nefndina. „Við viljum gera þetta í takt við stjórnvöld," segir Bergur. Hann vonast til að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum.Erlend frétt uppspuni Í erlendum fjölmiðlum birtist frétt í dag þar sem fullyrt er að Nubo hafi þegar náð samkomulagi við íslensku ríkisstjórnina um 99 ára leigusamning um jörðina Grímsstaði á fjöllum. Leiguverðið er sagt sex milljónir dollara og fullyrt að fulltrúar ríkisstjórnarinnar séu á leiðinni til Beijing í þessum mánuði til að skrifa undir samningana. Bergur Elías segir að þessi fréttaflutningur sé ekki sannleikanum samkvæmur. Í fyrsta lagi sé Nubo ekki beinlínis í samningaviðræðum við ríkisstjórnina. Í öðru lagi sé 99 ára leiga ekki í spilunum. Þá liggi endanlegir samningar ekki fyrir og engir fulltrúar ríkisstjórnarinnar séu á leið út til að skrifa undir. Í fréttinni er einnig fullyrt að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi hvatt Nubo til að fjárfesta á Íslandi. Hvort það er sannleikanum samkvæmt skal ósagt látið.
Tengdar fréttir Undanþágur inni í myndinni fyrir Nubo Í drögum að samningi sveitarfélaga á Norðurlandi við fyrirtæki Huang Nubo kemur fram að hægt er að veita ýmsar undanþágur til nýtingar auðlinda. Fréttastofa hefur þessi óbirtu drög undir höndum. 9. október 2012 18:53 Samningsdrög vegna Grímsstaða komin í hendur ótengdra aðila Drögum að samningi við Huang Nubo vegna Grímsstaða á Fjöllum var lekið til ótengdra aðila. Talsmaður Nubo segir þennan trúnaðarbrest alvarlegt mál. 8. október 2012 19:33 Nubo vill borga 5 milljónir dala Fyrirtæki Huang Nubo greiðir fimm milljónir bandaríkjadala, eða um 615 milljónir króna á núvirði, fyrir sextíu ára leigu á Grímsstöðum á Fjöllum, samkvæmt samningsdrögum. Þetta er þremur milljónum dollara minna en upphaflega var áætlað. 10. október 2012 20:12 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Undanþágur inni í myndinni fyrir Nubo Í drögum að samningi sveitarfélaga á Norðurlandi við fyrirtæki Huang Nubo kemur fram að hægt er að veita ýmsar undanþágur til nýtingar auðlinda. Fréttastofa hefur þessi óbirtu drög undir höndum. 9. október 2012 18:53
Samningsdrög vegna Grímsstaða komin í hendur ótengdra aðila Drögum að samningi við Huang Nubo vegna Grímsstaða á Fjöllum var lekið til ótengdra aðila. Talsmaður Nubo segir þennan trúnaðarbrest alvarlegt mál. 8. október 2012 19:33
Nubo vill borga 5 milljónir dala Fyrirtæki Huang Nubo greiðir fimm milljónir bandaríkjadala, eða um 615 milljónir króna á núvirði, fyrir sextíu ára leigu á Grímsstöðum á Fjöllum, samkvæmt samningsdrögum. Þetta er þremur milljónum dollara minna en upphaflega var áætlað. 10. október 2012 20:12