Erlent

Svörtu kassarnir fundnir

Mynd/AP
Björgunarlið í Indónesíu hefur fundið svörtu kassana úr rússnesku Sukhoi þotunni sem hrapaði í landinu á dögunum með þeim afleiðingum að allir um borð, fimmtíu talsins, fórust. Vélin, sem var af nýrri tegund farþegavéla sem Rússar voru að reyna að selja Indónesum, hrapaði í hlíðum eldfjalls tæpri klukkustund eftir að hafa lagt af stað í kynningarflug frá höfuðborginni Jakarta. Vonast er til að kassarnir geti varpað ljósi á hvað varð til þess að vélin hrapaði en rannsókn á kössunum ætti að taka tvær til þrjár vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×