Innlent

Björgunarsveitir aðstoða fasta ferðamenn

Björgunarsveitarmenn frá Kirkjubæjarklaustri voru kallaðir út í gærkvöldi til að aðstoða erlenda ferðamenn sem sátu fastir í bíl sínum við Lakagíga. Leiðangurinn gekk vel og sama er að segja um leiðangur björgunarsveitarmanna úr Borgarfirði, sem fóru í gærkvöldi að aðstoða erlenda ferðamenn í föstum bíl á Hraunhreppsvegi.

Þá var björgunarsveitin á Kópaskeri kölluð út í nótt, til að aðstoða íslenskan ferðamann, sem sat í föstum bíl sínum einhversstaðar í grennd við Ásbyrgi, en vissi ekki nákvæmlega hvar. Hann er í símasamabndi og amar ekkert að honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×