Erlent

Þrír geimfarar á leið í geimstöðina

Geimstöðin ferðast á 28.000 kílómetra hraða umhverfis jörðina og er í tæpar 90 mínútur að fara heilann hring.
Geimstöðin ferðast á 28.000 kílómetra hraða umhverfis jörðina og er í tæpar 90 mínútur að fara heilann hring. mynd/AP
Rússnesk Soyuz geimflaug hóf sig til lofts í morgun en leið hennar liggur að alþjóðlegu geimstöðunni sem er á braut um jörðu. Þrír geimfarar eru um borð, einn Bandaríkjamaður og tveir Rússar. Þeir munu hitta fyrir í geimstöðinni þrjá kollega sína, Bandaríkjamann, Rússa og Hollending.

Geimstöðin er rekin í sameiningu af NASA, geimferðarstofnun Bandaríkjanna, Rússnesku geimferðastofnuninni, þeirri Evrópsku, japönsku og Kanadísku. Rússar eru hinsvegar eina landið þessa stundina sem hefur yfir geimflaugum sem borið geta geimfara að ráða. Bandaríkjamenn hafa hætt notkun geimskutlunnar sem í áratugi þjónaði þeim dyggilega og nú eru þeir undir Rússa komnir vilji þeir koma Bandaríkjamönnum upp í geiminn.

Áætlanir gera hinsvegar ráð fyrir að á endanum verði geimferðir einkavæddar. Einkafyrirtæki muni sjá um að koma vistum og geimförum upp að geimstöðinni. En í millitíðinni þurfa Bandaríkjamenn að reiða sig á gömlu keppinautana frá því á dögum geimferðakapphlaupsins, Rússa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×