Erlent

Slátrarinn frá Bosníu fyrir dóm á morgun

Ratko Mladic
Ratko Mladic
Stríðsglæpadómstóll Sameinu Þjóðanna í Haag kemur saman á morgun til að fjalla um mál Ratko Mladic, fyrrverandi yfirmanns herliðs Bosníu-Serba.

Lögmenn Mladic hafa farið fram á að málinu verði frestað um nokkra mánuði og að nýr dómari verði fenginn til að sjá um málið.

Seinni kröfunni var vísað frá en dómstóllinn hefur ekki enn tekið ákvörðun um frestun málsins.

Ákærurnar gegn Mladic, sem oft hefur verið kallaður Slátrarinn frá Bosníu, eru í 11 liðum. Meðal annars er hann sakaður um glæpi gegn mannkyni og þjóðernishreinsanir.

Þá er hann sagður bera ábyrgð á dauða 8 þúsund Bosníu-múslima í borginni Srebrenica árið 1995.

Mladic hefur ekki svarað ákærunum. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×