Fleiri fréttir

Mikilvægast að vera sýknaður í öllum helstu efnisatriðum

"Ég taldi að Geir yrði sýknaður af öllum ákæruatriðum. Ég er ekki sammála því að það sé tilefni til sakfellingar að hafa ekki haldið formlega ráðherrafundi af því að verkhefðin í öllum ríkisstjórnum hefur verið með þessum hætti,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um niðurstöður Landsdóms í máli Alþingis gegn Geir Haarde. Geir var sýknaður í þremur ákæruliðum af fjórum en sakfelldur í einum. Honum er ekki gerð refsing.

Þór Saari: Hann brást algjörlega í starfi sínu

"Hann er sakfelldur fyrir að hafa brugðist sem forsætisráðherra,“ segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, um niðurstöðu Landsdóms þar sem Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra var dæmdur fyrir brot gegn stjórnarskránni í dag. Þór segir brotin alvarleg og að dómurinn væri áfellidsómur yfir íslenskri stjórnsýslu í heild sinni og íslenskri stjórnmálamenningu.

Steingrímur telur að málið hafi átt erindi í Landsdóm

Það var ekki undan því vikist að takast á við þetta mál og mér sýnist niðurstaðan sýna að þetta mál átti erindi þangað sem það fór, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, um niðurstöðu Landsdóms í dag. "Meira er ekki um það að segja,“ segir Steingrímur.

Mikið mannfall í Homs í dag

Að minnsta kosti 20 manns létust í Sýrlandi í dag þegar stjórnarhermenn létu sprengjum rigna yfir borgina Homs. Samkvæmt andspyrnumönnum var mannfall mikið og eru margir sagðir særðir.

Geir átti að upplýsa Björgvin um fundinn

Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bar að upplýsa Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, um fund sem Geir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, og Árni Mathiesen þáverandi fjármálaráðherra áttu með bankastjórn Seðlabankans. Þetta er niðurstaða meirihluta Landsdóms sem kvað upp dóm sinn í dag. Samkvæmt dómnum er Geir sýknaður af þremur ákæruliðum af fjórum. Hann var aftur á móti fundinn sekur um að hafa ekki haldið fundi um mikilvæg málefni.

Geir heitt í hamsi: Dómurinn fáránlegur og sprenghlægilegur

"Ég er að sjálfsögðu ekki ánægður með þennan dóm," sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra við fréttamenn eftir dómsuppkvaðninguna í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Geir var sakfelldur í einum ákærulið af fjórum og snýr sá liður að því að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni.

Dómurinn þríklofnaði í afstöðu sinni

Dómur Landsdóms í málinu gegn Geir Haarde þríklofnaði í afstöðu sinni til málsins. Níu dómarar stóðu að meirihlutaáliti, fimm dómarar stóðu að öðru minnihlutaálitinu og Sigrún Magnúsdóttir stóð ein að hinu. Markús Sigurbjörnsson, Brynhildur Flóvenz, Eggert Óskarsson, Eiríkur Tómasson, Hlöðver Kjartansson, Ingibjörg Benediktsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Viðar Már Matthíasson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson töldu öll að sýkna ætti Geir af þremur ákæruliðum en sakfella fyrir ákærulið 2.

Kjartan Gunnarsson: Dómurinn alveg út í hött

"Mín fyrstu viðbrögð eru þau að ég harma þessa niðurstöðu. Ég tel að fella dóm yfir Geir H. Haarde og þó honum sé ekki dæmd refsing; það er alveg út í hött,“ segir Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og vinur Geirs.

Brotið snýr að 17. grein stjórnarskrárinnar

Brotið sem Geir H. Haarde er dæmdur fyrir lýtur að 17. grein stjórnarskrárinnar, að hafa ekki haldið fundi um mikilvæg mál. Í dómnum er tekið fram að brotið sé framið af stórfelldu gáleysi.

Geir sakfelldur í einum lið af fjórum

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra var sýknaður af þremur ákæruliðum en sakfelldur í einum. Sá ákæruliður sem hann var sakfelldur fyrir snýr að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Dómurinn var klofinn í afstöðu sinni, en fimm dómarar skiluðu sératkvæði og töldu að sýkna ætti hann í öllum ákæruliðum. Níu voru hinsvegar á því að sakfella fyrir einn lið eins og áður sagði. Honum er ekki gerð refsing fyrir ákæruliðinn sem hann var sakfelldur fyrir.

Geir Haarde mættur í Landsdóm - Bein útsending

Einungis örfáar mínútur eru í að Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms, gerir kunnugt um niðurstöðu dómsins í máli Alþingis gegn Geir. Niðurstaðan verður lesin upp klukkan tvö.

Lögreglan hafði afskipti af 50 bílum sem lagt var ólöglega

Mikið er um stöðubrot í Reykjavík en lögreglan þurfti að hafa afskipti af fimmtíu ökutækjum um liðna helgi vegna þessa. Þannig var fjölmörgum bílum lagt ólöglega í nágrenni og við Skautahöllina og Húsdýragarðinn en lögreglu bárust margar kvartanir vegna þessa.

Kapphlaupið um miðjuna er hafið

Hver er staða Mitts Romneys í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum? Þegar Rick Santorum tilkynnti að hann hygðist draga sig út úr baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust varð endanlega ljóst það sem lengi hafði stefnt í. Mitt Romney átti útnefninguna vísa.

Dómurinn í Landsdómsmálinu á fimmta hundrað blaðsíður

Einungis dómsorðið verður lesið upp kl. 14:00 þegar kveðinn verður upp dómur í Landsdómsmálinu og það verður Markús Sigbjörnsson, forseti dómsins, sem les. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti ætti það ekki að taka meira en örfáar mínútur, eins og gildir um dóma Hæstaréttar. Dómur Landsdóms, sem mun birtast á vef Landsóms 30 mínútum eftir dómsuppkvaðningu, er á fimmta hundrað blaðsíður.

Barroso segir makríldeiluna ótengda aðildarviðræðum

José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að makríldeilan og aðildarviðræður Íslands að ESB séu tvö aðskilin mál og ekki eigi að blanda þeim saman. Þetta kom fram á fundi Barroso með formanni utanríkismálanefndar Alþingis í morgun.

Skýrist á miðvikudaginn hver verður biskup

Atkvæði í seinni umferð biskupskosninganna verða talin á miðvikudaginn kemur, samkvæmt upplýsingum frá Steinunni Arnþrúði Björnsdóttur hjá biskupsstofu. Hún segir að talið verði á Dómkirkjuloftinu og talningin muni hefjast klukkan tíu. Úrslitin ættu svo að vera ljós þá síðar um daginn.

Sautján ára gamall Í gæsluvarðhald

Sautján ára piltur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. apríl. Hann er grunaður um að hafa veitt konu á þrítugsaldri áverka með hnífi í Kópavogi um helgina. Pilturinn sætir gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Japanska bolta rak til Alaska

Blakbolti og fótbolti sem nýlega fundust við strendur eyjunnar Middleton Island í Alaskaflóa, eru brak úr flóðbylgjunni sem gekk yfir Japan í fyrra.

Breivik bað ópólitísk fórnarlömb afsökunar

Anders Behring Breivik bað í morgun aðstandendur þeirra sem hann drap í stjórnarráðshverfinu í Osló afsökunar á gerðum sínum. Aðstandendur ungmennanna sem hann drap í Útey fengu enga afsökunarbeiðni. Réttarhöldin vegna fjöldamorðanna 22. júlí síðastliðinn yfir Breivik héldu áfram í dag.

Fundu risavaxin risaeðluegg í grjótnámu

Verkamenn í grjótnámu í Kákasusfjöllunum hafa fundið það sem talin eru stærstu risaeðluegg í sögunni. Sum þessara eggja eru allt að meter að ummáli.

Russel Crowe á leið til landsins til að leika Nóa

Stórstjarnan Russel Crowe mun leika aðalhlutverkið í Noah, kvikmynd eftir Darren Aronofsky sem tekin verður hér á landi í júlí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum myndarinnar en Crowe hafði áður verið orðaður við hlutverkið. Önnur stjarna, Liam Neeson, er einnig sagður líklegur til þess að fara með hlutverk.

Styrkja vilja til góðra breytinga

Viðtalstækni sem nefnist „áhugahvetjandi samtal“ (eða motivational interviewing) verður innleidd með kerfisbundnari hætti en áður á meðferðarheimilinu Stuðlum.

Snarpasti skjálftinn mældist 3 á Richter

Samkvæmt yfirförnum tölum Veðurstofunnar á skjálftahrinunni sem hófst norð-norðvestur af Hellisheiðarvirkjun í fyrrakvöld, mældist snarpasti skjálftinn 3 á Richter og þrír til viðbótar mældust á bilinu 2 til 3 á Richter.

Hnífstungumaðurinn í gæsluvarðhald

Maðurinn sem er grunaður um að hafa stungið konu með hnífi í Kópavogi aðfararnótt laugardags, var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Eldur í ruslagámi

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt, eftir að vart varð við eld í ruslagámi, sem stóð við Bólstaðahlíð í Reykjavík.

Tilboðið var 18% undir kostnaði

Vegagerðin hefur tekið tilboði Eimskips um rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs árin 2012 til 2014. „Tilboðið, við seinni opnun, hljóðaði upp á 681 milljón króna,“ segir í frétt á vef Vegagerðarinnar, en ganga á frá samningi um rekstur ferjunnar í vikunni. „Siglingar Herjólfs verða því óbreyttar í höndum Eimskips til 1. júní 2014,“ segir í frétt Vegagerðarinnar.

Færri greinast með HIV-smit

Fjórir einstaklingar hafa greinst með HIV-smit það sem af er ári, tvær konur og tveir karlar. Einn einstaklinganna er sprautufíkill og smitaðist í gegnum óhreina sprautunál, en hinir fengu veiruna við samfarir. Um er að ræða þrjá Íslendinga og einn útlending.

Landsdómur sker í dag úr um sekt eða sakleysi Geirs

Landsdómur kemur saman í dag, væntanlega í síðasta skipti í langan tíma. Kveðinn verður upp dómur yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sem ákærður var af Alþingi fyrir það sem hann gerði, eða gerði ekki í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008.

Fræg freigáta fundin á botni Siglufjarðar

Atvinnukafarinn Erlendur Guðmundsson fann á laugardaginn flak danska glæsiskipsins Tordenskjold á botni Siglufjarðar. Skipið þjónaði danska sjóhernum um árabil en síðar sem birgðaskip í síldarhöfninni á Siglufirði á öðrum og þriðja áratug 20. aldar.

Vítisenglar smygluðu tonni af hassi

Fjórir menn, þar af þrír núverandi og fyrrverandi meðlimir í mótorhjólasamtökunum Vítisenglum, hafa í Kaupmannahöfn verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir stórfellt smygl á tæpu tonni af hassi til Danmerkur.

Karlar koma með fyrnd brot

Nær helmingur þolenda kynferðisbrota sem leitaði til Aflins á Akureyri á síðasta ári voru karlmenn. Alls leituðu 12 karlar og 14 konur til samtakanna í fyrra, að því er fram kemur í ársskýrslu. Starfsmenn Aflsins, sem eru samtök gegn kynferðisofbeldi, tóku 685 einkaviðtöl á árinu, en þau voru 427 árið 2010. Viðtölum fjölgaði því um rúm 60 prósent á milli ára.

Varðskipið Þór senn á heimleið

Reiknað er með að varðskipið Þór verði afhent Landhelgisgæslunni í vikunni og verði þá siglt heim til Íslands. Þór hefur verið í Bergen í Noregi frá 9. febrúar síðastliðinn þar sem skipt var um gallaða aðalvél í skipinu.

Njósnaflugvél endursmíðuð

Íranir eru að smíða endurgerð af ómannaðri bandarískri njósnavél sem herinn þar í landi gerði upptæka á síðasta ári. Írönum tókst að finna í vélinni upplýsingar um fyrri ferðir hennar og að sögn hershöfðingjans Amir Ali Hajizadeh hafði hún ferðast um norðvesturhluta Pakistan þar sem bandarískir hermenn fundu Osama Bin Laden og drápu hann.

Fara verður varlega í að bora eftir vatni

Grunnvatnsbirgðir djúpt undir yfirborðinu á meginlandi Afríku eru um 100 sinnum meiri en allt vatn á yfirborðinu í álfunni, samkvæmt rannsókn jarðvísindamanna. Þeir vara við að farið verði of geyst í að bora eftir vatninu.

Ekki má reykja á vinnutíma

Stjórnarandstaðan í Danmörku hefur gagnrýnt ný reykingalög. Þeir telja að með lögunum séu reykingar gerðar meira spennandi fyrir ungt fólk, samkvæmt frétt Berlingske Tidende.

Tugir þúsunda mótmæla í Prag

Tugir þúsunda manns gengu um götur Prag, höfuðborgar Tékklands, á laugardag til að mótmæla niðurskurði stjórnvalda. Þetta voru ein fjölmennustu mótmælin gegn stjórnvöldum í Tékklandi síðan kommúnisminn féll fyrir næstum 23 árum.

Bein útsending frá Landsdómi á Stöð 2 og Vísi

Bein útsending verður á Stöð tvö og á Vísi í dag þegar Landsdómur fellir dóm sinn yfir Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Útsendingin hefst klukkan 13:50 og verður rætt við þau Kristínu Edwald hæstaréttarlögmann og Guðna Th. Jóhannesson áður en skipt verður yfir í dómssalinn klukkan 14:00 þegar dómurinn verður lesinn upp.

Fegurðin skiptir miklu máli

Í húsinu númer átta við Hrannargötu á Ísafirði búa hjónin Nína Ivanova og Ómar Smári Kristinsson . Bæði eru þau listamenn og lífskúnstnerar. Hún sinnir mest grafískri hönnun og tölvan er hennar aðalgræja, hann málar hús, bæi og kort á pappír með handverkfærum og nostrar við hvert smáatriði. Gunnþóra Gunnarsdóttir kíkti í heimsókn til þeirra.

Michael Jackson á tónleikaferðalag?

Poppgoðsögnin Michael Jackson gæti hugsanlega farið í tónleikaferð á næsta ári með bræðrum sínum. Jackson lést í júní árið 2009 vegna ofneyslu lyfja en hér er ekki verið að tala um að söngvarinn rísi upp frá dauðum heldur myndi Jackson koma fram með hjálp heilmyndartækni, eða hologram eins og það nefnist á ensku.

Sjá næstu 50 fréttir