Erlent

Japanska bolta rak til Alaska

Fótbolti og blakbolti fundust á eyjunni Middleton Island, sem er í Alaskaflóa. mynd/AP
Fótbolti og blakbolti fundust á eyjunni Middleton Island, sem er í Alaskaflóa. mynd/AP
Blakbolti og fótbolti sem nýlega fundust við strendur eyjunnar Middleton Island í Alaskaflóa, eru brak úr flóðbylgjunni sem gekk yfir Japan í fyrra.

Dagblaðið Anchorage Daily News segir radartæknimann sem starfar á eyjunni hafa fundið boltana. Eiginkonu hans tókst að rekja skriftina á öðrum boltanum til japansks skóla sem varð fyrir flóðbylgjunni. Vísindamenn telja hlutina á meðal þeirra fyrstu sem rekur á strendur Bandaríkjanna úr flóðinu í Japan. - fb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×