Erlent

Tugir þúsunda mótmæla í Prag

Tugir þúsunda mótmæltu niðurskurði tékkneskra stjórnvalda.
mynd/ap
Tugir þúsunda mótmæltu niðurskurði tékkneskra stjórnvalda. mynd/ap
Tugir þúsunda manns gengu um götur Prag, höfuðborgar Tékklands, á laugardag til að mótmæla niðurskurði stjórnvalda. Þetta voru ein fjölmennustu mótmælin gegn stjórnvöldum í Tékklandi síðan kommúnisminn féll fyrir næstum 23 árum.

Mótmælendurnir sem fjölmenntu af öllu landinu hvöttu stjórnvöld til að hætta við niðurskurðinn og segja af sér. Þeir kröfðust einnig þingkosninga. Ríkisstjórnin segir að niðurskurðurinn og fleiri breytingar sem þurfi að gera séu nauðsynlegar til að þjóðin falli ekki í djúpt skuldafen. - fb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×