Erlent

Mikið mannfall í Homs í dag

Frá Homs í dag
Frá Homs í dag mynd/AP
Að minnsta kosti 20 manns létust í Sýrlandi í dag þegar stjórnarhermenn létu sprengjum rigna yfir borgina Homs. Samkvæmt andspyrnumönnum var mannfall mikið og eru margir sagðir særðir.

Í kjölfarið hafa nokkrir utanríkisráðherrar Evrópusambandsins farið fram á að refsiaðgerðir gegn Sýrlandi verði hertar.

Utanríkisráðherra Bretlands, William Hague, sagði í dag að yfirvöld í landinu hefðu gengið á bak orða sinna um að viðhalda vopnahléinu.

Kofi Annan, sem hafði milligöngu um vopnahléið fyrir hönd Sameinuðu Þjóðanna og Arabandalagsins, sagði í gær að aukning eftirlitsmanna í landinu myndi ráða úrslitum um hvort að friðaráætlun hans nái fram að ganga.

Sameinuðu Þjóðirnar hafa nú þegar ákveðið að flytja 300 eftirlitsmenn til landsins í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×