Erlent

Fara verður varlega í að bora eftir vatni

Talið er að yfir 300 milljónir manna í Afríku hafi ekki aðgang að hreinu vatni.
Talið er að yfir 300 milljónir manna í Afríku hafi ekki aðgang að hreinu vatni.
Grunnvatnsbirgðir djúpt undir yfirborðinu á meginlandi Afríku eru um 100 sinnum meiri en allt vatn á yfirborðinu í álfunni, samkvæmt rannsókn jarðvísindamanna. Þeir vara við að farið verði of geyst í að bora eftir vatninu.

Talið er að yfir 300 milljónir manna í Afríku hafi ekki aðgang að hreinu vatni, og því mikill áhugi á niðurstöðum vísindamannanna sem kortlögðu grunnvatnslindir undir þessari gríðarstóru heimsálfu.

Gríðarlegar vatnsbirgðir má til dæmis finna undir eyðimörkum Líbíu, Alsír og Tsjad, en vandinn er sá að lítið bætist í vatnslindirnar enda úrkoman lítil að því er fram kemur í frétt BBC um málið.

Ekkert vatn hefur bæst við gríðarstórar grunnvatnslindir undir Sahara-eyðimörkinni í um 5.000 ár. Sama á við um fleiri lindir sem finna má undir yfirborðinu. Þar sem ekki bætist í lindirnar ætti ekki að fara í stórvirkar aðgerðir til að dæla upp grunnvatninu, að mati vísindamannanna. Betra væri að bora minni brunna fyrir samfélög þar sem hreint vatn skorti.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×