Fleiri fréttir

Tvöfalt fleiri erlendir ríkisborgarar nú en fyrir áratug

Á síðastliðnum 10 árum hefur fjöldi erlendra ríkisborgara á Íslandi tvöfaldast. Þann 1. janúar 2012 voru skráðir hérlendis 20.957 erlendir ríkisborgarar, samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti í morgun. Hlutfall erlendra ríkisborgara af heildarmannfjölda var 6,6% samanborið við 3,4% árið 2002. Aftur á móti fækkaði erlendum ríkisborgurum milli 2011 og 2012 um 186. Hlutfall erlendra ríkisborgara stóð þó í stað.

Lækka virðisaukaskatt á græna bíla

Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að lækka skatta á umhverfisvæna bíla. Frumvarp þess efnis var kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Hobbitinn heitir eftir eigandanum sjálfum

"Ég held að þeir séu varla að fara að setja sig í samband við mann einhvers staðar í afdölum á Íslandi sem er hvort sem er farið á hausinn,“ segir Einar Magnús Gunnlaugsson, eigandi söluskálans Hobbitans í Ólafsvík.

Öflug sprengja sprakk í Bankastræti

Öflug sprengja var sprengd á rúðu skartgripaverslunar við Bankastræti klukkan korter fyrir fimm í morgun og segir lögregla að hætta hafi skapast af af henni.

Fleiri gerðir húsnæðislána í boði en áður

Valkostum húsnæðiskaupenda á lánamarkaði hefur fjölgað með tilkomu óverðtryggðra fasteignalána. Til margs ber að líta þegar lánagerð er valin en væntingar um verðbólgu og vexti eru lykilatriði. Fréttablaðið gerði stuttan samanburð á verðtryggðum og óverðtryggðum fastvaxtalánum.

Norðmenn segja upp samningum við Færeyjar vegna makrílsdeilu

Vefsíðan fishupdate greinir frá því að Norðmenn ætli að segja upp öllum tvíhliða fiskveiðisamningum sínum við Færeyjar vegna makríldeilunnar. Í frétt um málið er sagt áhugavert að sjá hvort Norðmenn leiki sama leikinn við Íslendinga.

ESB flýtir ákvörðun um refsiaðgerðir gegn Íslandi og Færeyjum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að flýta ákvörðun um refsiaðgerðir gegn Íslendingum og Færeyingum vegna makríldeilunnar svo málið verði útkljáð þegar viðræður um sjávarútvegskaflann í aðildarvilðræðum Íslands að sambandinu hefjast í næsta mánuði.

Víða vandræði vegna illviðris og ófærðar

Björgunarsveitarmenn í Búðardal voru kallaðir út í gærkvöldi til að aðstoða fólk í föstum bílum á Bröttubrekku, en þar var illviðri eins og víða um vestanvert landið í gærkvöldi.

Gífurleg leit að árásarmanninum í Toulouse

Einhver mesta lögregluleit í sögu Frakklands er nú gerð að árásarmanninum sem skaut fjóra til bana, þar af þrjú börn fyrir utan gyðingaskóla í borginni Toulouse í gærmorgun.

Lögregla gagnrýnir innanríkisráðherra - fréttaskýring

Hversu langt eiga stjórnvöld að ganga til að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi? Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ekki trú á því að lagalegt bann við starfsemi alþjóðlegra glæpasamtaka hér á landi skili nokkru.

Romney vann stórisgur í Púertó Ríkó

Mitt Romney vann stórsigur í forkosningum Repúblikanaflokksins í Púertó Ríkó á sunnudag. Romney hlaut yfir áttatíu prósent atkvæða og alla tuttugu kjörmennina.

Fjöldamorðingja leitað í Frakklandi

Fjórir eru látnir eftir að byssumaður á vespu eða mótorhjóli hóf skothríð við gyðingaskóla í borginni Toulouse í Frakklandi í gærmorgun. Þrjú börn létust og eitt er alvarlega sært. Viðtæk leit hefur verið gerð að manninum.

NASA birtir atlas næturhiminsins

Geimferðastofnun Bandaríkjanna hefur birt samsetta mynd sem WISE gervihnötturinn tók á tíu mánaða tímabili. Myndin sýnir næturhimininn í allri sinni dýrð.

Fyrirsæta sökuð um að hafa stjórnað glæpahring

Simone Farrow, fyrrverandi baðfatamódel, var handsömuð í Ástralíu í gær. Hún flúði úr landi eftir að hún handtekin í Hollywood árið 2009. Saksóknari segir að hún sé heilinn á bak við alþjóðlegan glæpahring.

Leðurblökumaðurinn berst gegn glæpum í Brasilíu

Leðurblökumaðurinn aðstoðar nú lögregluyfirvöld í borginni Taubate í Brasilíu. Glæpir eru alvarlegt vandamál í borginni og vonast lögreglan til að ofurhetjan geti beint ungmennum á rétta braut.

Bresk kona vill losna við hægri hönd sína

Bresk kona íhugar nú að láta fjarlægja hægri hönd sína. Hún vill fá vélræna gervihendi í staðinn en hún missti mátt í höndinni eftir að hafa lent í bílslysi.

Lýsti eftirköstum sjálfsvígs móður sinnar - upplifði þöggun

"Ég var búin að ganga lengi með þessa grein í maganum,“ segir Anna Sigríður Ólafsdóttir, sem skrifaði áhrifaríka grein á Vísi í dag þar sem hún lýsir eftirköstum sjálfsvígs móður sinnar. Anna Sigríður segir að það hafi ekki verið fyrr en maður kom til hennar þremur árum eftir sjálfsvígið sem hún áttaði sig á því að hún þyrfti að minnast lífsins, en ekki dauðans.

Ögmundur gekk hálf lamaður út af Svörtum á leik

„Ég fór að sjá myndina í gærkvöldi, og hún var hrikaleg," sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, en hann fór að sjá kvikmyndina Svartur á leik í boði Reykjavík síðdegis. Í viðtali á Bylgjunni lýsti Ögmundur upplifun sinni af myndinni. Og það er ljóst að hún hreyfði við ráðherranum.

Gandálfur kemur Hobbitanum til bjargar

Kvikmyndafyrirtæki í Hollywood og lítil krá í Bretlandi eiga í harðvítugri deilu um notkun á persónum úr hugmyndaheimi J.R.R. Tolkiens, höfundi Hringadróttinssögu og The Hobbit.

Ætla að telja allar kanínur í Reykjavík

Fyrsta almenna kanínutalningin fer nú fram í Reykjavík. Með henni á að reyna að finna út hversu margar villtar kanínur er að finna innan borgarmarkanna.

Lóan er komin - varað við ísingu og éljahryðjum

Það er víst staðreynd, Lóan er komin. Allavega greinir Skessuhorn frá því á vef sínum að fyrsta heiðlóan sé sannanlega komin til landsins. Mynd náðist af henni á heimtúninu við bæinn Ytri Hólm í Hvalfjarðarsveit, skammt sunnan við Akranes.

Fríhöfnin dýrari en Bónus

Vörukarfa með sælgæti og hreinlætisvörum er ellefu prósentum ódýrari í Bónus en í Fríhöfninni. Þrátt fyrir þetta eru vörur í Fríhöfninni undanskildar virðisaukaskatti og aðflutningsgjöldum.

Endurteknar yfirlýsingar ráðherra um uppbyggingu ekki enn ræst

Samningi um kísilver á Suðurnesjum hefur verið rift en honum lýstu forystumenn ríkisstjórnarinnar sem mikilvægum skilaboðum um að menn hefðu trú á framtíðinni á Íslandi. Ítrekaðar yfirlýsingar ráðherra undanfarin tvö ár, um að Þingeyingar ættu að búa sig undir stórfellda atvinnuuppbyggingu, hafa heldur ekki ræst.

Mikill verðmunur á kirsuberjatómötum - vitlaus samanburður

Bjarni Jónsson framkvæmdastjóri Samtaka garðyrkjubænda svaraði fyrir mikinn verðmun á innlendu og erlendu grænmeti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Ástæðan var grein sem birtist á Pressunni þar sem því var haldið fram að verðmunur á kirsuberjatómötum væri gríðarlegur.

Tveir létust í snjóflóðinu í Noregi

Tveir ferðamenn létust í snjóflóði í Kaafjord í norðurhluta Noregs í dag. Björgunarmenn leita enn þriggja manna en einn fannst á lífi fyrir stuttu.

Sama byssan notuð í árásum á hermenn

Talið er að byssan sem notuð var í skotárás í skóla fyrir gyðinga í frönsku borginni Toulouse í morgun hafi verið notuð í tveimur eldri árásum. Sama er að segja um vélhjólið sem árásarmaðurinn notaði en hjólinu og byssunni var stolið fyrir nokkru. Fjórir létust í árásinni í morgun og sautján ára piltur særðist alvarlega.

Reuters fjallar um gagnaver Verne Global

Fjallað er um Verne Global gagnaverið að Ásbrú í Reykjanesbæ á heimasíðu Reuters í dag. Þar segir að gagnaverið sem opnaði nýverið, sé umhverfisvænasta gagnaver í heiminum. Meðal annars er talað við forstjóra Verne, Jeff Monroe, sem bendir á að stuðst sé við orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum auk þess sem staðsetningin, mitt á milli Evrópu og Ameríku sé afar góð.

Hollendingur ætlaði að reykja hass á Íslandi - fékk 40 þúsund króna sekt

Hollenskur karlmaður var stöðvaður við hefðbundið eftirlit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á fimmta tímanum í gær. Fíkniefnahundurinn Nelson hafði gefið til kynna að hann væri með fíkniefni í fórum sínum og við leit fundust rúmlega þrjú grömm af meintu kannabisefni í sýnapoka. Þá reyndist hann vera með hasspípu í forum sínum, tvær hasskökur og lítinn poka með ætluðum kannabisfræjum.

Fimmtán mánaða fangelsi fyrir vopnað rán

Karlmaður um þrítugt var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir vopnað rán og akstur undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn fór inn í söluturn í Breiðholti í mars í fyrra, í félagi við konu, með andlitið á sér hulið og vopnaður hamri og hafnarboltakylfu. Hann krafðist þess að fá pening og hafði um tíu til fimmtán þúsund krónur með sér á brott. Þá ók hann einnig bifreið undir áhrifum amfetamíns og áfengis. Maðurinn játaði brot sín en hann rauf skilorð með brotunum. Þá var hann einnig sviptur ökuréttindum ævilangt.

Ofurölvi maður með amfetamín í sokknum

Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning aðfararnótt sunnudagsins um einstakling sem væri grunaður um að vera með amfetamín í fórum sínum. Lögreglumenn fundu fljótlega einstakling sem passaði við þá lýsingu sem gefin hafði verið.

Margfaldur munur á gjaldtöku banka

Margfaldur munur er á gjaldtöku banka við skuldaraskipti á íbúðalánum, Landsbankinn rukkar minnst en Frjálsi fjárfestingarbankinn og Íslandsbanki innheimta prósentu af lánsupphæð. Talsmaður neytenda telur óeðlilegt að innheimta hlutfallsgjald af slíkri skjalagerð.

Clarissa fann kannabis

Tveir karlmenn voru handteknir í kjölfar húsleitar sem lögreglan á Suðurnesjum gerði í umdæminu um helgina. Leitað var í íbúðarhúsnæði að fengnum dómsúrskurði. Við húsleitina fannst marijuana í tösku í stofu íbúðarinnar. Jafnframt voru í töskunni bíllyklar af bifreið sem stóð fyrir utan húsnæðið. Fíkniefnahundurinn Clarissa leitaði í bifreiðinni og fundust tvær pakkningar milli framsæta bílsins af meintu marijuana. Annar hinna handteknu játaði að eiga ofangreind efni. Í herbergi hins mannsins sem handtekinn var fundusr marijuana, sveppir og tvær e-pillur. Sá maður viðurkenndi einnig eign sína á þeim efnum. Eftir yfirheyrslur á lögreglustöð voru mennirnir látnir lausir og teljast málin upplýst.

Skrifar bók um líf dóttur sinnar - leitar eftir aðstoð almennings

Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður vinnur nú að bók um Sigrúnu Mjöll dóttur sína sem lést fyrir nokkrum misserum. Á bloggsíðu sinni segir Jóhannes að bókin verði blanda af hennar sögu og hvernig baráttan við það að koma henni til aðstoðar hafi gengið fyrir sig. Hann biðlar nú til almennings og lýsir eftir sögum og myndum af Sigrúnu, eða Sissu, eins og hún var kölluð.

Sjá næstu 50 fréttir