Fleiri fréttir Aftökunni frestað á elleftu stundu Aftöku Troy Davis, sem fara átti fram nú í kvöld, í fangelsi í Virginíu í Bandaríkjunum var frestað á elleftu stundu. Ástæðan er sú að Hæstiréttur í Bandaríkjunum ákvað að taka sér frest til þess að skoða betur hvort taka ætti upp mál Davis að nýju. 21.9.2011 23:57 Lögregluþjónar ákærðir fyrir manndráp af gáleysi Tveir lögregluþjónar í borginni Fullerton í Kaliforníu gætu átt yfir höfði sér margra ára fangelsi fyrir að hafa orðið geðsjúkum manni að bana með rafbyssu. Mennirnir voru ákærðir í gær. 21.9.2011 23:00 Atvinnuleitin erfið Atvinnulaus ungmenni segja leit að vinnu geta verið erfiða en mörg hver hafa sótt um fjölda starfa án árangurs. Um fjórðungur ungmenna sem eru atvinnulaus hefur verið án án atvinnu í meira en eitt ár. 21.9.2011 21:14 Klippum beitt til að ná manni úr bíl Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu efst í Kömbunum um fimmleytið í dag. Ekki er þó talið að hann sé í lífshættu. Tveir bílar rákust þar saman og er talið að annar þeirra hafi verið að aka inn á veginn af bílastæði sem þar er. Einn maður var í öðrum bílnum og fimm í hinum. Allir sex voru fluttir á spítala, en fimm voru með minniháttar meiðsl. Beita þurfti klippum til að ná þeim sem slasaðist mest út úr bíl sínum. 21.9.2011 20:37 Skjólskógar brutu jafnréttislög Skjólskógar á Vestfjörðum brutu jafnréttislög þegar þau sögðu konu en ekki karlmanni upp störfum á dögunum. Þetta segir í niðurstöðu kærunefndar Jafnréttisnefndar. 21.9.2011 20:27 Ævisaga Assange kemur út Um þessar mundir er að koma á markað ævisaga Julian Assange, sem þekktastur er fyrir að hafa stofnað WikiLeaks uppljóstrunarsíðuna. Bókin kemur út í óþökk Assange sjálfs. Útgefendur segja í samtali við BBC að Assange hafi skrifað undir samning um bókina þann 20 desember síðastliðinn. Hann hafi svo setið með rithöfundi í meira en 50 klukkustundir þar sem viðtöl við hann voru hljóðrituð. Svo ákvað Assange að hætta við. Útgefendurnir hjá Canongate Books segja að þá hafi verið ákveðið að birta bókina án samþykkis Assange og án þess að upplýsa hann um það hvenær hún kæmi út. 21.9.2011 21:25 Dómari neitar að þyrma lífi Davis Fátt virðist koma í veg fyrir að Roy Davis verði tekinn af lífi í fangelsi í Virginíufylki í kvöld. Davis hefur um tuttugu ára skeið setið á dauðadeild, grunaður um að hafa myrt lögreglumann á frívakt árið 1989. Brian Kammer, lögmaður hans, fór í dag fram á að mál hans yrði tekið upp aftur en því var hafnað. 21.9.2011 21:05 Hljóp tölvuþjóf uppi Sprettharður starfsmaður verslunar í miðborginni hljóp á eftir unglingspilti sem stal tölvu úr verslun í miðborginni í gær og endurheimti tölvuna. Starfsmaður lauflétti er kominn á miðjan aldur en er greinilega í góðu formi. 21.9.2011 19:11 Fjögurra ára barn í offitumeðferð Sextíu börn munu hefja meðferð vegna offitu á nýrri göngudeild Barnaspítala Hringsins í október. Það yngsta er fjögurra ára. 21.9.2011 18:51 Slökkvilið kallað út vegna misheppnaðs pizzubaksturs Lögregla og slökkvilið brunuðu að fjölbýlishúsi í Reykjavík í gær þegar tilkynnt var um reyk í húsinu. Enginn eldur reyndist vera í húsinu þegar á staðinn var komið. Í einni íbúðinni hafði hinsvegar ungur maður verið að hita sér pizzu í ofni og haft hana þar inni alltof lengi. Pizzan var auðvitað ónýt og eitthvað virðist það hafi farið í skapið á manninum því hann neitaði að hleypa lögreglu og slökkviliði inn til sín. Engar skemmdir voru sjáanlegar í íbúðinni eftir þessa misheppnuðu eldamennsku. 21.9.2011 18:19 Hljómsveitin R.E.M. hætt Hljómsveitin R.E.M. er hætt eftir að hafa starfað í 31 ár. Þetta var tilkynnt á vefsíðu hljómsveitarinnar í dag. Á starfsferli sínum gaf hljómsveitin út 15 plötur. Nýjasta platan, Collapse Into Now, kom út í mars á þessu ári. Tímaritið Rolling Stone segir að sögur hafi verið á kreiki um það á dögunum að hljómsveitin hefði komið saman í hljóðveri í sumar, en óvíst er hvort eitthvað kemur úr þeirri vinnu. 21.9.2011 18:06 Harður árekstur í Kömbunum Harður árekstur varð milli tveggja bíla í Kömbunum um fimm leytið í dag. Bílarnir voru að koma úr gagnstæðri átt þegar þeir skullu saman. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkraliði höfuðborgarsvæðinu voru sex manns fluttir á slysadeild, misjafnlega alvarlega slasaðir. Lögregla og sjúkralið frá Reykjavík, Árborgarsvæðinu og Hveragerði voru send á vettvang. 21.9.2011 17:35 Næst þyngsti kynferðisbrotadómurinn hér á landi Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Þetta er næst þyngsti dómurinn sem fellur hér á landi í kynferðisbrotamálum. 21.9.2011 16:43 Eldfjall framlag Íslands til Óskarsverðlauna Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar hafa valið Eldfjall, kvikmynd Rúnars Rúnarssonar sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2012 sem besta erlenda myndin. 21.9.2011 15:56 Dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir kynferðisofbeldi gegn þremur stúlkum Karlmaður frá Vestmannaeyjum hefur verið dæmdur í sjö ára langt fangelsi fyrir gróf kynferðisafbrot gegn þremur stúlkum á aldrinum sjö til ellefu ára. 21.9.2011 15:52 Hvetja fólk á Íslandi til að mótmæla aftöku fanga Íslandsdeild Amnesty International hvetur fólk til að mótmæla yfirvofandi aftöku Troy Davis fyrir utan bandaríska sendiráðið klukkan fjögur í dag. Davis var dæmdur til dauða árið 1991 fyrir morð á lögreglumanni og verður tekinn af lífi með banvænni sprautu í fangelsi í Georgíufylki í kvöld. 21.9.2011 15:36 Kassastrákur kærði formann VR til jafnréttisnefndar Kassastrákurinn Hallur Reynisson hefur kært sextán fyrirtæki til kærunefndar jafnréttismála og að auki formann VR, Stefán Einar Stefánsson og yfirmann sinn, Gunnar Inga Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa. 21.9.2011 15:27 Hvetur ökumenn til þess að þrífa framrúðuna: „Þetta tekur enga stund“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stingur upp á því við ökumenn að láta þrífa rúður bifreiða þeirra. 21.9.2011 15:05 RIFF sett annað kvöld Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík 2011, RIFF, verður sett annað kvöld á NASA. Opnunarmynd hátíðarinnar er myndin “Inni” með hljómsveitinni Sigur Rós. 21.9.2011 14:32 Oddný Sturludóttir formaður skóla- og frístundaráðs Skipað var í nýtt skóla- og frístundaráð á fundi borgarstjórnar 20. september. Ráðið tekur yfir stefnumótun menntamála og frístundastarfs barna og ungmenna í leik- og grunnskólum og frístundaheimilum Reykjavíkurborgar sem áður fór fram í leikskólaráði, menntaráði og að hluta til í íþrótta- og tómstundaráði. 21.9.2011 14:28 Koma úr Reykjavík til að kaupa eina röð "Það er búið að vera brjálað að gera og mikið um að fólk sé að koma og kaupa eina röð," segir Líney Ragnarsdóttir, rekstrarstjóri Jolla í Hafnarfirði. 21.9.2011 14:27 Ók á brugghús undir áhrifum fíkniefna Karlmaður ók á brugghús Víkings á Akureyri seint í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri var maðurinn að taka fram úr annarri bifreið þegar hann missti stjórn á bílnum. 21.9.2011 14:24 Kristni í lagi meðan fólk fer ekki í kirkju "Staðreyndin er sú að málflutningur á borð við þann sem Friðrik stendur fyrir veldur því að samkynhneigð ungmenni jafnt á Íslandi sem um heim allan líða miklar kvalir og í versta falli fremja sjálfsmorð því einhver prestur segir þeim að tilfinningarnar sem þau eru að upplifa séu ekki Guði þóknanlegar. Það eru þung og erfið skilaboð fyrir óharðnaða unglinga,“ skrifar Guðmundur Helgason, formaður samtaka 78´, og svarar grein sem Friðrik Schram, prestur Kristskirkjunnar í Reykjavík, ritað og birti í Fréttablaðinu og á Vísi í gær. 21.9.2011 13:45 Aldrei fleiri horft á Two and a Half Men Talið er að um 30 milljónir Bandaríkjamanna hafi horft á síðasta þátt af gamanþættinum Two and a Half Men sem er mesti fjöldi frá því að þættirnir hófu göngu sína árið 2003. 21.9.2011 13:00 Veiða ólöglega og vonast til að lenda fyrir dómi Tugum smábáta verður siglt á næstu vikum og munu þeir veiða án kvóta í mótmælaskyni. Formælandi sjómannana segist vonast til þess að bátarnir verði sviptir veiðileyfi sínu svo hægt sé að höfða mál til að breyta framkvæmd laga um stjórn fiskveiða. 21.9.2011 12:24 Kannast þú við tölurnar 2-9-16-17-38-42? "Við höfum áhyggjur af því að sá sem vann hafi hent miðanum sínum og því hvet ég alla til að skoða miðana sína," segir Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar Getspá. 21.9.2011 11:03 Ísland vinsælt í hinsegin ritum Öll helstu alþjóðlegu tímarit samkynhneigðra beina sjónum að Íslandi um þessar mundir. Landinu er lýst sem ákjósanlegum áfangastað fyrir hinsegin fólk og athygli vakin á náttúru og fjölbreyttri afþreyingu. 21.9.2011 11:00 Jón Ásgeir búinn að stefna Birni og vill um miljón í miskabætur Birni Bjarnasyni hefur verið afhent stefna vegna meintra meiðyrða í garð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sem birtust í bók Björns, Rosabaugur. 21.9.2011 10:59 Nýtt Facebook kynnt á morgun - miklar breytingar í vændum Facebook mun gjörbreyta viðmóti síðunnar í þessari viku. Sumir íslenskir notendur hafa nú þegar tekið eftir einhverjum breytingum en samkvæmt heimildum erlendra fjölmiðla mun stærsta breytingin verða gerð á morgun. 21.9.2011 10:35 Fellibylurinn Roke ógnar Fukushima Fellibylurinn Roke stefnir nú að japönsku borginni Fukushima sem varð afar illa úti í jarðskálftanum og flóðbylgjunni sem fylgdi í kjölfarið í mars síðastliðnum. Gríðarlegar rigningar fylgja fellibylnum og óttast menn að geislavirk efni gætu borist út í sjó þegar stormurinn skellur á kjarnorkuveri borgarinnar sem enn er laskað eftir flóðbylgjuna. 21.9.2011 10:21 Gröfumaður lokaði óvart metan-afgreiðslustöðum Gröfumaður sleit í sundur raflögn í gærdag sem varð til þess að viðskiptavinir bensínstöðvarinnar gátu ekki dælt metan eldsneyti á bíla sína. Í kjölfarið þurfti fyrirtækið að leggjast í lagfæringar til þess að opna metanstöðvarnar á ný. 21.9.2011 10:02 Umferðarljós tengd - en sjóndaprir ökumenn óku full hratt Betur gekk en áætlað var að endurnýja og tengja umferðarljós á gatnamótum Stekkjarbakka, Skógarsels og Breiðholtsbrautar, en þeirri vinnu lauk í gærkvöldi samkvæmt tilkynningu frá borginni. 21.9.2011 09:38 Fundu 35 lík úti á götu í Mexíkó Að minnsta kosti 35 lík fundust í vegarkanti í gær í mexíkanska ríkinu Verakruz. Líkin fundust í tveimur flutningabílum sem lagt hafði verið nálægt verslunarmiðstöð í borginni Boca del Rio. Búið er að bera kennsl á sjö líkann og er þar um að ræða menn sem hafa langar sakaskrár. Enn er þó allt á huldu um hver stóð að baki morðunum. 21.9.2011 08:58 Fyrrverandi forseti Afganistans myrtur Afganski stjórnmálamaðurinn Burhanuddin Rabbani sem um tíma var forseti landsins var myrtur á heimili sínu í gærkvöldi þegar tveir menn fóru inn til hans og sprengdi sig í loft upp. 21.9.2011 08:08 Obama hittir Abbas í dag Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlar í dag að hitta Mahmoud Abbas á fundi í New York en þar stendur nú yfir allsherjarþing sameinuðu þjóðanna. Palestínumenn ætla á föstudaginn kemur að sækja um fulla aðild að Sameinuðu þjóðunum en Bandaríkjamenn hafa þegar lýst því yfir að þeir muni neita slíkri beiðni í Öryggisráðinu. Nú keppast menn við að reyna að koma í veg fyrir að til þess þurfi að koma að Bandaríkjamenn beiti neitunarvaldi og á meðal hugmynda sem ræddar hafa verið er að Abbas leggi formlegt bréf fyrir Öryggisráðið þar sem þess er óskað að ríkið verði viðurkennt sem fullgildur meðlimur. Með því að senda bréf þyrfti öryggisráðið ekki að greiða atkvæði um tillöguna heldur aðeins að ræða hana. 21.9.2011 07:57 Reyndu að flýja undan lögreglunni - óku á 130 kílómetra hraða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti tveimur mönnum eftirför í nótt. Komið var að mönnunum þar sem þeir voru að reyna að brjótast inn í fjölbýlishú í Breiðholti um klukkan þrjú. Mennirnir forðuðu sér á bíl og elti lögreglan. 21.9.2011 07:05 Faldar myndavélar á snyrtingum Bandarískur karlmaður hefur stefnt Starbucks kaffihúsakeðjunni vinsælu. Ástæðan er sú að fimm ára gömul dóttir hans fann falda myndatökuvél á snyrtingu á einu kaffihúsanna í Washington. 21.9.2011 07:00 Gögnum um þrotabú safnað ESA, eftirlitsstofnun EFTA, féllst á þá röksemd íslenskra stjórnvalda að bíða eftir gögnum, sem varða þrotabú Landsbankans, áður en ákvörðun yrði tekin í Icesave-málinu. 21.9.2011 07:00 Hrefnuveiðiskip verði útilokuð frá Faxaflóa „Það er ekki hlustað á okkur og hrefnuveiðarnar í Faxaflóa stöðvaðar þó að við séum grenjandi af áhyggjum,“ segir Vignir Sigursveinsson, forsvarsmaður hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar í Reykjavík. 21.9.2011 06:00 Strandveiðimenn læri rétta meðferð á afla „Við skynjuðum það á bryggjunni þegar við vorum að gera þessar mælingar að vilji er til að gera rétt, en oft skortir þekkinguna. Menn átta sig kannski ekki á því en margir hafa gott af smá kennslu í réttri aflameðferð og örverufræði,“ segir Jónas R. Viðarsson, fagstjóri Matís. 21.9.2011 04:00 Kvótalaus skip lönduðu í gær Nokkrir smábátar útgerða sem eru í Samtökum íslenskra fiskimanna héldu til veiða í gær þrátt yfir að hafa ekki útgefnar aflaheimildir. Meðal annars var róið frá Hólmavík, Kópavogi og Sandgerði. Fulltrúar Fiskistofu fylgdust með þegar afla úr einum bátanna var landað í Kópavogi. 21.9.2011 04:00 Rafrænt eftirlit talið spara 10 til 15 pláss Gera má ráð fyrir að um tíu til fimmtán fangelsisrými sparist á ári hverju með rýmkun samfélagsþjónustu og upptöku rafræns eftirlits með föngum í afplánun. Þetta segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. 21.9.2011 03:30 Herlífið gekk sinn vanagang Innan Bandaríkjahers kipptu sér fáir upp við að samkynhneigðum hermönnum væri á hádegi í gær loksins leyft að tala opinskátt um kynhneigð sína, þrátt fyrir margra ára deilur um afnám lygakvaðar þeirra. 21.9.2011 03:15 Ísland vinsælt í hinsegin ritum Helstu alþjóðlegu tímarit samkynhneigðra beina nú sjónum að Íslandi. Landinu er lýst sem ákjósanlegum áfangastað meðal annars sökum þess hversu langt á veg réttindabaráttan er komin og höfuðborgin og náttúran hafin upp til skýjanna. 21.9.2011 05:00 Sextánhundruð heimili eyðilögðust í eldum Nærri sextánhundruð heimili eyðilögðust í eldum í miðhluta Texasfylkis í Bandaríkjunum í mánuðinum. Yfirvöld telja að upphaf eldanna megi rekja til þess að tré hafi fallið á rafmagnslínur. 20.9.2011 23:33 Sjá næstu 50 fréttir
Aftökunni frestað á elleftu stundu Aftöku Troy Davis, sem fara átti fram nú í kvöld, í fangelsi í Virginíu í Bandaríkjunum var frestað á elleftu stundu. Ástæðan er sú að Hæstiréttur í Bandaríkjunum ákvað að taka sér frest til þess að skoða betur hvort taka ætti upp mál Davis að nýju. 21.9.2011 23:57
Lögregluþjónar ákærðir fyrir manndráp af gáleysi Tveir lögregluþjónar í borginni Fullerton í Kaliforníu gætu átt yfir höfði sér margra ára fangelsi fyrir að hafa orðið geðsjúkum manni að bana með rafbyssu. Mennirnir voru ákærðir í gær. 21.9.2011 23:00
Atvinnuleitin erfið Atvinnulaus ungmenni segja leit að vinnu geta verið erfiða en mörg hver hafa sótt um fjölda starfa án árangurs. Um fjórðungur ungmenna sem eru atvinnulaus hefur verið án án atvinnu í meira en eitt ár. 21.9.2011 21:14
Klippum beitt til að ná manni úr bíl Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu efst í Kömbunum um fimmleytið í dag. Ekki er þó talið að hann sé í lífshættu. Tveir bílar rákust þar saman og er talið að annar þeirra hafi verið að aka inn á veginn af bílastæði sem þar er. Einn maður var í öðrum bílnum og fimm í hinum. Allir sex voru fluttir á spítala, en fimm voru með minniháttar meiðsl. Beita þurfti klippum til að ná þeim sem slasaðist mest út úr bíl sínum. 21.9.2011 20:37
Skjólskógar brutu jafnréttislög Skjólskógar á Vestfjörðum brutu jafnréttislög þegar þau sögðu konu en ekki karlmanni upp störfum á dögunum. Þetta segir í niðurstöðu kærunefndar Jafnréttisnefndar. 21.9.2011 20:27
Ævisaga Assange kemur út Um þessar mundir er að koma á markað ævisaga Julian Assange, sem þekktastur er fyrir að hafa stofnað WikiLeaks uppljóstrunarsíðuna. Bókin kemur út í óþökk Assange sjálfs. Útgefendur segja í samtali við BBC að Assange hafi skrifað undir samning um bókina þann 20 desember síðastliðinn. Hann hafi svo setið með rithöfundi í meira en 50 klukkustundir þar sem viðtöl við hann voru hljóðrituð. Svo ákvað Assange að hætta við. Útgefendurnir hjá Canongate Books segja að þá hafi verið ákveðið að birta bókina án samþykkis Assange og án þess að upplýsa hann um það hvenær hún kæmi út. 21.9.2011 21:25
Dómari neitar að þyrma lífi Davis Fátt virðist koma í veg fyrir að Roy Davis verði tekinn af lífi í fangelsi í Virginíufylki í kvöld. Davis hefur um tuttugu ára skeið setið á dauðadeild, grunaður um að hafa myrt lögreglumann á frívakt árið 1989. Brian Kammer, lögmaður hans, fór í dag fram á að mál hans yrði tekið upp aftur en því var hafnað. 21.9.2011 21:05
Hljóp tölvuþjóf uppi Sprettharður starfsmaður verslunar í miðborginni hljóp á eftir unglingspilti sem stal tölvu úr verslun í miðborginni í gær og endurheimti tölvuna. Starfsmaður lauflétti er kominn á miðjan aldur en er greinilega í góðu formi. 21.9.2011 19:11
Fjögurra ára barn í offitumeðferð Sextíu börn munu hefja meðferð vegna offitu á nýrri göngudeild Barnaspítala Hringsins í október. Það yngsta er fjögurra ára. 21.9.2011 18:51
Slökkvilið kallað út vegna misheppnaðs pizzubaksturs Lögregla og slökkvilið brunuðu að fjölbýlishúsi í Reykjavík í gær þegar tilkynnt var um reyk í húsinu. Enginn eldur reyndist vera í húsinu þegar á staðinn var komið. Í einni íbúðinni hafði hinsvegar ungur maður verið að hita sér pizzu í ofni og haft hana þar inni alltof lengi. Pizzan var auðvitað ónýt og eitthvað virðist það hafi farið í skapið á manninum því hann neitaði að hleypa lögreglu og slökkviliði inn til sín. Engar skemmdir voru sjáanlegar í íbúðinni eftir þessa misheppnuðu eldamennsku. 21.9.2011 18:19
Hljómsveitin R.E.M. hætt Hljómsveitin R.E.M. er hætt eftir að hafa starfað í 31 ár. Þetta var tilkynnt á vefsíðu hljómsveitarinnar í dag. Á starfsferli sínum gaf hljómsveitin út 15 plötur. Nýjasta platan, Collapse Into Now, kom út í mars á þessu ári. Tímaritið Rolling Stone segir að sögur hafi verið á kreiki um það á dögunum að hljómsveitin hefði komið saman í hljóðveri í sumar, en óvíst er hvort eitthvað kemur úr þeirri vinnu. 21.9.2011 18:06
Harður árekstur í Kömbunum Harður árekstur varð milli tveggja bíla í Kömbunum um fimm leytið í dag. Bílarnir voru að koma úr gagnstæðri átt þegar þeir skullu saman. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkraliði höfuðborgarsvæðinu voru sex manns fluttir á slysadeild, misjafnlega alvarlega slasaðir. Lögregla og sjúkralið frá Reykjavík, Árborgarsvæðinu og Hveragerði voru send á vettvang. 21.9.2011 17:35
Næst þyngsti kynferðisbrotadómurinn hér á landi Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Þetta er næst þyngsti dómurinn sem fellur hér á landi í kynferðisbrotamálum. 21.9.2011 16:43
Eldfjall framlag Íslands til Óskarsverðlauna Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar hafa valið Eldfjall, kvikmynd Rúnars Rúnarssonar sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2012 sem besta erlenda myndin. 21.9.2011 15:56
Dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir kynferðisofbeldi gegn þremur stúlkum Karlmaður frá Vestmannaeyjum hefur verið dæmdur í sjö ára langt fangelsi fyrir gróf kynferðisafbrot gegn þremur stúlkum á aldrinum sjö til ellefu ára. 21.9.2011 15:52
Hvetja fólk á Íslandi til að mótmæla aftöku fanga Íslandsdeild Amnesty International hvetur fólk til að mótmæla yfirvofandi aftöku Troy Davis fyrir utan bandaríska sendiráðið klukkan fjögur í dag. Davis var dæmdur til dauða árið 1991 fyrir morð á lögreglumanni og verður tekinn af lífi með banvænni sprautu í fangelsi í Georgíufylki í kvöld. 21.9.2011 15:36
Kassastrákur kærði formann VR til jafnréttisnefndar Kassastrákurinn Hallur Reynisson hefur kært sextán fyrirtæki til kærunefndar jafnréttismála og að auki formann VR, Stefán Einar Stefánsson og yfirmann sinn, Gunnar Inga Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa. 21.9.2011 15:27
Hvetur ökumenn til þess að þrífa framrúðuna: „Þetta tekur enga stund“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stingur upp á því við ökumenn að láta þrífa rúður bifreiða þeirra. 21.9.2011 15:05
RIFF sett annað kvöld Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík 2011, RIFF, verður sett annað kvöld á NASA. Opnunarmynd hátíðarinnar er myndin “Inni” með hljómsveitinni Sigur Rós. 21.9.2011 14:32
Oddný Sturludóttir formaður skóla- og frístundaráðs Skipað var í nýtt skóla- og frístundaráð á fundi borgarstjórnar 20. september. Ráðið tekur yfir stefnumótun menntamála og frístundastarfs barna og ungmenna í leik- og grunnskólum og frístundaheimilum Reykjavíkurborgar sem áður fór fram í leikskólaráði, menntaráði og að hluta til í íþrótta- og tómstundaráði. 21.9.2011 14:28
Koma úr Reykjavík til að kaupa eina röð "Það er búið að vera brjálað að gera og mikið um að fólk sé að koma og kaupa eina röð," segir Líney Ragnarsdóttir, rekstrarstjóri Jolla í Hafnarfirði. 21.9.2011 14:27
Ók á brugghús undir áhrifum fíkniefna Karlmaður ók á brugghús Víkings á Akureyri seint í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri var maðurinn að taka fram úr annarri bifreið þegar hann missti stjórn á bílnum. 21.9.2011 14:24
Kristni í lagi meðan fólk fer ekki í kirkju "Staðreyndin er sú að málflutningur á borð við þann sem Friðrik stendur fyrir veldur því að samkynhneigð ungmenni jafnt á Íslandi sem um heim allan líða miklar kvalir og í versta falli fremja sjálfsmorð því einhver prestur segir þeim að tilfinningarnar sem þau eru að upplifa séu ekki Guði þóknanlegar. Það eru þung og erfið skilaboð fyrir óharðnaða unglinga,“ skrifar Guðmundur Helgason, formaður samtaka 78´, og svarar grein sem Friðrik Schram, prestur Kristskirkjunnar í Reykjavík, ritað og birti í Fréttablaðinu og á Vísi í gær. 21.9.2011 13:45
Aldrei fleiri horft á Two and a Half Men Talið er að um 30 milljónir Bandaríkjamanna hafi horft á síðasta þátt af gamanþættinum Two and a Half Men sem er mesti fjöldi frá því að þættirnir hófu göngu sína árið 2003. 21.9.2011 13:00
Veiða ólöglega og vonast til að lenda fyrir dómi Tugum smábáta verður siglt á næstu vikum og munu þeir veiða án kvóta í mótmælaskyni. Formælandi sjómannana segist vonast til þess að bátarnir verði sviptir veiðileyfi sínu svo hægt sé að höfða mál til að breyta framkvæmd laga um stjórn fiskveiða. 21.9.2011 12:24
Kannast þú við tölurnar 2-9-16-17-38-42? "Við höfum áhyggjur af því að sá sem vann hafi hent miðanum sínum og því hvet ég alla til að skoða miðana sína," segir Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar Getspá. 21.9.2011 11:03
Ísland vinsælt í hinsegin ritum Öll helstu alþjóðlegu tímarit samkynhneigðra beina sjónum að Íslandi um þessar mundir. Landinu er lýst sem ákjósanlegum áfangastað fyrir hinsegin fólk og athygli vakin á náttúru og fjölbreyttri afþreyingu. 21.9.2011 11:00
Jón Ásgeir búinn að stefna Birni og vill um miljón í miskabætur Birni Bjarnasyni hefur verið afhent stefna vegna meintra meiðyrða í garð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sem birtust í bók Björns, Rosabaugur. 21.9.2011 10:59
Nýtt Facebook kynnt á morgun - miklar breytingar í vændum Facebook mun gjörbreyta viðmóti síðunnar í þessari viku. Sumir íslenskir notendur hafa nú þegar tekið eftir einhverjum breytingum en samkvæmt heimildum erlendra fjölmiðla mun stærsta breytingin verða gerð á morgun. 21.9.2011 10:35
Fellibylurinn Roke ógnar Fukushima Fellibylurinn Roke stefnir nú að japönsku borginni Fukushima sem varð afar illa úti í jarðskálftanum og flóðbylgjunni sem fylgdi í kjölfarið í mars síðastliðnum. Gríðarlegar rigningar fylgja fellibylnum og óttast menn að geislavirk efni gætu borist út í sjó þegar stormurinn skellur á kjarnorkuveri borgarinnar sem enn er laskað eftir flóðbylgjuna. 21.9.2011 10:21
Gröfumaður lokaði óvart metan-afgreiðslustöðum Gröfumaður sleit í sundur raflögn í gærdag sem varð til þess að viðskiptavinir bensínstöðvarinnar gátu ekki dælt metan eldsneyti á bíla sína. Í kjölfarið þurfti fyrirtækið að leggjast í lagfæringar til þess að opna metanstöðvarnar á ný. 21.9.2011 10:02
Umferðarljós tengd - en sjóndaprir ökumenn óku full hratt Betur gekk en áætlað var að endurnýja og tengja umferðarljós á gatnamótum Stekkjarbakka, Skógarsels og Breiðholtsbrautar, en þeirri vinnu lauk í gærkvöldi samkvæmt tilkynningu frá borginni. 21.9.2011 09:38
Fundu 35 lík úti á götu í Mexíkó Að minnsta kosti 35 lík fundust í vegarkanti í gær í mexíkanska ríkinu Verakruz. Líkin fundust í tveimur flutningabílum sem lagt hafði verið nálægt verslunarmiðstöð í borginni Boca del Rio. Búið er að bera kennsl á sjö líkann og er þar um að ræða menn sem hafa langar sakaskrár. Enn er þó allt á huldu um hver stóð að baki morðunum. 21.9.2011 08:58
Fyrrverandi forseti Afganistans myrtur Afganski stjórnmálamaðurinn Burhanuddin Rabbani sem um tíma var forseti landsins var myrtur á heimili sínu í gærkvöldi þegar tveir menn fóru inn til hans og sprengdi sig í loft upp. 21.9.2011 08:08
Obama hittir Abbas í dag Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlar í dag að hitta Mahmoud Abbas á fundi í New York en þar stendur nú yfir allsherjarþing sameinuðu þjóðanna. Palestínumenn ætla á föstudaginn kemur að sækja um fulla aðild að Sameinuðu þjóðunum en Bandaríkjamenn hafa þegar lýst því yfir að þeir muni neita slíkri beiðni í Öryggisráðinu. Nú keppast menn við að reyna að koma í veg fyrir að til þess þurfi að koma að Bandaríkjamenn beiti neitunarvaldi og á meðal hugmynda sem ræddar hafa verið er að Abbas leggi formlegt bréf fyrir Öryggisráðið þar sem þess er óskað að ríkið verði viðurkennt sem fullgildur meðlimur. Með því að senda bréf þyrfti öryggisráðið ekki að greiða atkvæði um tillöguna heldur aðeins að ræða hana. 21.9.2011 07:57
Reyndu að flýja undan lögreglunni - óku á 130 kílómetra hraða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti tveimur mönnum eftirför í nótt. Komið var að mönnunum þar sem þeir voru að reyna að brjótast inn í fjölbýlishú í Breiðholti um klukkan þrjú. Mennirnir forðuðu sér á bíl og elti lögreglan. 21.9.2011 07:05
Faldar myndavélar á snyrtingum Bandarískur karlmaður hefur stefnt Starbucks kaffihúsakeðjunni vinsælu. Ástæðan er sú að fimm ára gömul dóttir hans fann falda myndatökuvél á snyrtingu á einu kaffihúsanna í Washington. 21.9.2011 07:00
Gögnum um þrotabú safnað ESA, eftirlitsstofnun EFTA, féllst á þá röksemd íslenskra stjórnvalda að bíða eftir gögnum, sem varða þrotabú Landsbankans, áður en ákvörðun yrði tekin í Icesave-málinu. 21.9.2011 07:00
Hrefnuveiðiskip verði útilokuð frá Faxaflóa „Það er ekki hlustað á okkur og hrefnuveiðarnar í Faxaflóa stöðvaðar þó að við séum grenjandi af áhyggjum,“ segir Vignir Sigursveinsson, forsvarsmaður hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar í Reykjavík. 21.9.2011 06:00
Strandveiðimenn læri rétta meðferð á afla „Við skynjuðum það á bryggjunni þegar við vorum að gera þessar mælingar að vilji er til að gera rétt, en oft skortir þekkinguna. Menn átta sig kannski ekki á því en margir hafa gott af smá kennslu í réttri aflameðferð og örverufræði,“ segir Jónas R. Viðarsson, fagstjóri Matís. 21.9.2011 04:00
Kvótalaus skip lönduðu í gær Nokkrir smábátar útgerða sem eru í Samtökum íslenskra fiskimanna héldu til veiða í gær þrátt yfir að hafa ekki útgefnar aflaheimildir. Meðal annars var róið frá Hólmavík, Kópavogi og Sandgerði. Fulltrúar Fiskistofu fylgdust með þegar afla úr einum bátanna var landað í Kópavogi. 21.9.2011 04:00
Rafrænt eftirlit talið spara 10 til 15 pláss Gera má ráð fyrir að um tíu til fimmtán fangelsisrými sparist á ári hverju með rýmkun samfélagsþjónustu og upptöku rafræns eftirlits með föngum í afplánun. Þetta segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. 21.9.2011 03:30
Herlífið gekk sinn vanagang Innan Bandaríkjahers kipptu sér fáir upp við að samkynhneigðum hermönnum væri á hádegi í gær loksins leyft að tala opinskátt um kynhneigð sína, þrátt fyrir margra ára deilur um afnám lygakvaðar þeirra. 21.9.2011 03:15
Ísland vinsælt í hinsegin ritum Helstu alþjóðlegu tímarit samkynhneigðra beina nú sjónum að Íslandi. Landinu er lýst sem ákjósanlegum áfangastað meðal annars sökum þess hversu langt á veg réttindabaráttan er komin og höfuðborgin og náttúran hafin upp til skýjanna. 21.9.2011 05:00
Sextánhundruð heimili eyðilögðust í eldum Nærri sextánhundruð heimili eyðilögðust í eldum í miðhluta Texasfylkis í Bandaríkjunum í mánuðinum. Yfirvöld telja að upphaf eldanna megi rekja til þess að tré hafi fallið á rafmagnslínur. 20.9.2011 23:33