Erlent

Fyrrverandi forseti Afganistans myrtur

Mynd/AP
Afganski stjórnmálamaðurinn Burhanuddin Rabbani sem um tíma var forseti landsins var myrtur á heimili sínu í gærkvöldi þegar tveir menn fóru inn til hans og sprengdi sig í loft upp.

Rabbani hafði farið fremstur í flokki þeirra sem reynt hafa að koma á friði í landinu og er morðið á honum sagt mikið áfall fyrir þá sem það vilja. Mennirnir eru sagðir hafa óskað eftir fundi með Rabbani og síðan sprengt sprengjur sem þeir höfðu falið í túrbönum sínum.

Mikill fjöldi fólks hefur safnast saman á götum Kabúl höfuðborgar Afganistans í morgun til þess að minnast Rabbani og mótmæla morðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×