Innlent

Koma úr Reykjavík til að kaupa eina röð

Boði Logason skrifar
Hafnarfjörður. Ætli vinningshafinn sé með miðann í veskinu eða sé farinn til útlanda og veit ekki að hann vann?
Hafnarfjörður. Ætli vinningshafinn sé með miðann í veskinu eða sé farinn til útlanda og veit ekki að hann vann? mynd úr safni
„Það er búið að vera brjálað að gera og mikið um að fólk sé að koma og kaupa eina röð," segir Líney Ragnarsdóttir, rekstrarstjóri Jolla í Hafnarfirði.

Vinningshafinn í Víkingalottóinu í síðustu viku keypti vinningsmiðann í sjoppunni en hann keypti eina röð á fimmtíu krónur og vann rúmlega 50 milljónir. Hann hefur ekki enn gefið sig fram en hann hefur eitt ár frá vinningsdegi til að gera það.

Líney segist ekki vita hver það var sem keypti miðann enda sé mikið að gera hjá henni svo ekki er hægt að fylgjast með hverjum og einum sem kaupir lottómiða. „Það eru margir sem koma og láta mann fara yfir miðann frá vikunni á undan. Við erum með marga kúnna sem kaupa sjálfval og láta mann kíkja yfir gamla miða um leið - það gæti gerst í dag. Svo gæti vinningshafinn verið farinn til útlanda," segir hún.

Margar öryggismyndavélar eru í sjoppunni en Líney segist ekki hafa skoðað þær. „Við erum náttúrlega með þrjár bílalúgur og maður sér ekkert hverjir það eru sem taka við miðunum. En ef það fer að hægjast á hjá mér þá kannski sest ég yfir þær," segir hún.

Hún segir mikið hafa verið að gera hjá sér síðustu daga. „Það er fólk að koma keyrandi úr Reykjavík til að kaupa eina röð," segir hún. „Nú heldur fólk að ef það kaupir eina röð geti það unnið."

Tölurnar á vinningsmiðanum eru: 2 - 9 - 16 - 17 - 38 og 42


Tengdar fréttir

Ráðleggur lottóvinningshafa að kaupa rauðvín

Menn eiga að kaupa rauðvín, segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands, aðspurður um það hvað einstaklingar geti gert við 50 milljónir króna. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum vann Íslendingur 50 milljónir í Víkingalottó í gær. Þótt flesta dreymi eflaust um svo góða glaðninga er ekki víst að allir sem vita hvernig skynsamlegast er að verja sliku fé.

Kannast þú við tölurnar 2-9-16-17-38-42?

"Við höfum áhyggjur af því að sá sem vann hafi hent miðanum sínum og því hvet ég alla til að skoða miðana sína," segir Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar Getspá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×