Erlent

Herlífið gekk sinn vanagang

Þetta par beið ekki boðanna þegar leyndarkvöðinni hafði verið aflétt. fréttablaðið/AP
Þetta par beið ekki boðanna þegar leyndarkvöðinni hafði verið aflétt. fréttablaðið/AP
Innan Bandaríkjahers kipptu sér fáir upp við að samkynhneigðum hermönnum væri á hádegi í gær loksins leyft að tala opinskátt um kynhneigð sína, þrátt fyrir margra ára deilur um afnám lygakvaðar þeirra.

„Frá og með deginum í dag þurfa bandarískir föðurlandsvinir í hernum ekki lengur að ljúga um sjálfa sig til þess að geta þjónað landinu sem þeir unna,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti, sem afnam bannið.

Yfirstjórn Bandaríkjahers segist sannfærð um að afnám kvaðarinnar muni ekki grafa undan getu hersins til að heyja stríð.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×