Innlent

Reyndu að flýja undan lögreglunni - óku á 130 kílómetra hraða

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti tveimur mönnum eftirför í nótt. Komið var að mönnunum þar sem þeir voru að reyna að brjótast inn í fjölbýlishú í Breiðholti um klukkan þrjú. Mennirnir forðuðu sér á bíl og elti lögreglan.

Að sögn lögreglunnar var um tíma um mikinn glæfraakstur að ræða en ökumaðurinn fór á tíma í 130 kílómetra hraða á klukkustund. Að lokum stöðvaðist bíllinn við Vífilfell á Bæjarhálsi og þar reyndu mennirnir að forða sér á hlaupum. Það gekk ekki og handsömuðu lögreglumenn þá skömmu síðar. Þeir gista nú fangageymslurnar á Hverfisgötu og verða yfirheyrðir þegar líða tekur á daginn.

Þá var einn ökumaður tekinn í nótt, grunaður um ölvun undir stýri á Sæbraut. Hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×