Innlent

Ísland vinsælt í hinsegin ritum

Eva María Þórarinsdóttir Lange og Birna Hrönn Björnsdóttir.
fréttablaðið/valli
Eva María Þórarinsdóttir Lange og Birna Hrönn Björnsdóttir. fréttablaðið/valli
Helstu alþjóðlegu tímarit samkynhneigðra beina nú sjónum að Íslandi. Landinu er lýst sem ákjósanlegum áfangastað meðal annars sökum þess hversu langt á veg réttindabaráttan er komin og höfuðborgin og náttúran hafin upp til skýjanna.

„Þetta er auðvitað alveg stórkostleg landkynning sem á án efa eftir að opnar ýmsar dyr," segir Eva María Þórarinsdóttir Lange hjá Pink Iceland, fyrstu sérhæfðu ferðaskrifstofu samkynhneigðra á Íslandi. Hún fullyrðir að aldrei áður hafi landið hlotið viðlíka kynningu á þessum vettvangi.- rve




Fleiri fréttir

Sjá meira


×