Innlent

Þroskaþjálfar styðja félagsráðgjafa í kjarabaráttu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Félagsráðgjafar hjá Reykjavíkurborg ætla í verkfall. Þroskaþjálfar styðja þá í kjarabaráttu sinni.
Félagsráðgjafar hjá Reykjavíkurborg ætla í verkfall. Þroskaþjálfar styðja þá í kjarabaráttu sinni.
Þroskaþjálfar lýsa yfir fullum stuðningi við félagsráðgjafa í kröfum þeirra um bætt kjör og að fá leiðréttingu launa sinna. Í ályktun frá Þroskaþjálfafélagi Íslands segir að félagsráðgjafar sinni mikilvægu starfi af metnaði og dugnaði. Mikil fagleg uppbygging hafi átt sér stað á liðnum árum og oft á tíðum við erfiðar aðstæður eftir bankahrunið.

„Samfélagið felur félagsráðgjöfum  mikla ábyrgð sem stéttin stendur svo sannarlega undir. Sá hópur sem þeir sinna mega ekki við því að missa þá þjónustu sem félagsráðgjafar sinna hjá Reykjavíkurborg. Veruleg hætta er á brotthvarfi úr stéttinni ef kjör félagsráðgjafa  verða ekki leiðrétt.  Þroskaþjálfafélag Íslands  hvetur því viðsemjendur félagsráðgjafa  til að virða starf þeirra að verðleikum," segja Þroskaþjálfar.  

Loks segja Þroskaþjálfar að það sé löngu tímabært að meta starf þeirra sem sinna samborgurum sínum til jafns við önnur störf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×